Borgar línan sig? Haukur Örn Birgisson skrifar 29. maí 2018 07:00 Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. Þá þarf víst að mynda nýjan. Af þeim sökum keppist forystufólk flokkanna við að færa rök fyrir því hvers vegna þeirra flokkur eigi að tilheyra nýjum meirihluta og stýra skútunni næstu fjögur árin. Alls konar málefni eiga þar að ráða för. Furðulegustu rökin finnst mér koma frá þeim sem telja að mynda eigi meirihluta, byggðan upp á þeim flokkum sem deila sýn á svokallaða Borgarlínu. Þessu fólki getur ekki verið alvara. Tillagan um Borgarlínuna er ekki einu sinni komin á teikniborðið, hún er enn á hugmyndastigi. Þar fyrir utan krefst hún samstarfs allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í því samhengi er rétt að benda á að til þessa hefur ekki eitt einasta sveitarfélag gert ráð fyrir svo miklu sem einni krónu í verkefnið og ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins (sem á að greiða helming alls kostnaðar). Það eru því nánast engar líkur á því að þetta verði að veruleika á næsta kjörtímabili og því fráleitt að mynda borgarstjórn utan um hugmyndina. Önnur verkefni hljóta að skipta meira máli. Þótt vinstriflokkarnir Samfylking og Vinstri grænir hafi tapað miklu fylgi í kosningunum þá fengu raunverulegir félagshyggjuflokkar töluvert fylgi. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn settu málefni þeirra verst settu á oddinn og hlutu hljómgrunn. Flokkarnir gætu því verið í lykilstöðu þegar kemur að myndun nýs meirihluta í borginni. Það er erfitt að ímynda sér að þessir flokkar ætli sér virkilega að verja 70 milljörðum króna (sem mun alltaf enda sem töluvert hærri fjárhæð) í strætóleið um höfuðborgarsvæðið. Ætli kjósendur þeirra myndu ekki kalla það einkennilega forgangsröðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Haukur Örn Birgisson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. Þá þarf víst að mynda nýjan. Af þeim sökum keppist forystufólk flokkanna við að færa rök fyrir því hvers vegna þeirra flokkur eigi að tilheyra nýjum meirihluta og stýra skútunni næstu fjögur árin. Alls konar málefni eiga þar að ráða för. Furðulegustu rökin finnst mér koma frá þeim sem telja að mynda eigi meirihluta, byggðan upp á þeim flokkum sem deila sýn á svokallaða Borgarlínu. Þessu fólki getur ekki verið alvara. Tillagan um Borgarlínuna er ekki einu sinni komin á teikniborðið, hún er enn á hugmyndastigi. Þar fyrir utan krefst hún samstarfs allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í því samhengi er rétt að benda á að til þessa hefur ekki eitt einasta sveitarfélag gert ráð fyrir svo miklu sem einni krónu í verkefnið og ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins (sem á að greiða helming alls kostnaðar). Það eru því nánast engar líkur á því að þetta verði að veruleika á næsta kjörtímabili og því fráleitt að mynda borgarstjórn utan um hugmyndina. Önnur verkefni hljóta að skipta meira máli. Þótt vinstriflokkarnir Samfylking og Vinstri grænir hafi tapað miklu fylgi í kosningunum þá fengu raunverulegir félagshyggjuflokkar töluvert fylgi. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn settu málefni þeirra verst settu á oddinn og hlutu hljómgrunn. Flokkarnir gætu því verið í lykilstöðu þegar kemur að myndun nýs meirihluta í borginni. Það er erfitt að ímynda sér að þessir flokkar ætli sér virkilega að verja 70 milljörðum króna (sem mun alltaf enda sem töluvert hærri fjárhæð) í strætóleið um höfuðborgarsvæðið. Ætli kjósendur þeirra myndu ekki kalla það einkennilega forgangsröðun.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun