Engar tilviljanir hjá Real Madrid: Sjáið bara þessar tvær liðsmyndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 10:30 Liðsmenn Real Madrid fagna sigri á móti Liverpool. Vísir/Getty Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik í Kiev um síðustu helgi en liðsmynd Real fyrir leikinn hefur vakið nokkra athygli. Zinedine Zidane ákvað að stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði í úrslitaleiknum og hafði unnið 4-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum ári fyrr en sá leikur fór fram í Cardiff í Wales. Þeir Keylor Navas, Dani Carvajal, Raphaël Varane, Sergio Ramos, Marcelo, Casemiro, Toni Kroos, Luka Modric, Isco, Karim Benzema, Cristiano Ronaldo voru allir í byrjunarliðinu og stilltu sér upp á liðsmynd fyrir leikinn. Sænska blaðamanninum Niklas Hermansson datt í hug að bera þessa liðsmynd saman við þá sem var tekin í Cardiff fyrir ári síðan. Þar komst hann að stórmerkilegum hlut og það er hægt að halda því fram að það séu engar tilviljanir hjá Real Madrid.Den här är rätt sjuk. Bilder från final i Cardiff ifjol och från finalen i Kiev igår. Exakt samma startelva. Exakt samma positioner på fotot. Nära på exakt samma positioner av händerna på fotot också.. pic.twitter.com/PA2nyuGRKE — Niklas Hermansson (@Nikche) May 27, 2018 Þegar þessar tvær liðsmyndir, teknar með eins árs millibili, eru bornar saman þá kemur í ljós að þessi ellefu leikmenn stilla sér upp á sama stað á báðum myndum. Hendur þeirra og staða er líka nákvæmlega eins með einni undantekningu þó. Fyrirliðinn Sergio Ramos, sem nokkrum mínútum síðar átti eftir að stuðla að meiðslum Liverpool mannsins Mo Salah, er sá eini sem er ekki með hendurnar á nákvæmlega sama stað. Hinir tíu eru aftur á móti eins og ljósrit af sjálfum sér fyrir ári síðan. Hvort að Real Madrid menn æfi að stilla sér upp á liðsmynd er ekki vitað en kannski er bara um hreina hjátrú að ræða. Maður leiksins var þó ekki á þessari mynd. Gareth Bale byrjaði úrslitaleikinn 2016 en hann hefur verið á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Að þessu sinni kom hann inná og tryggði Real Madrid sigurinn með tveimur mörkum en fyrra markið skoraði hann með magnaðri hjólhestaspyrnu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik í Kiev um síðustu helgi en liðsmynd Real fyrir leikinn hefur vakið nokkra athygli. Zinedine Zidane ákvað að stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði í úrslitaleiknum og hafði unnið 4-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum ári fyrr en sá leikur fór fram í Cardiff í Wales. Þeir Keylor Navas, Dani Carvajal, Raphaël Varane, Sergio Ramos, Marcelo, Casemiro, Toni Kroos, Luka Modric, Isco, Karim Benzema, Cristiano Ronaldo voru allir í byrjunarliðinu og stilltu sér upp á liðsmynd fyrir leikinn. Sænska blaðamanninum Niklas Hermansson datt í hug að bera þessa liðsmynd saman við þá sem var tekin í Cardiff fyrir ári síðan. Þar komst hann að stórmerkilegum hlut og það er hægt að halda því fram að það séu engar tilviljanir hjá Real Madrid.Den här är rätt sjuk. Bilder från final i Cardiff ifjol och från finalen i Kiev igår. Exakt samma startelva. Exakt samma positioner på fotot. Nära på exakt samma positioner av händerna på fotot också.. pic.twitter.com/PA2nyuGRKE — Niklas Hermansson (@Nikche) May 27, 2018 Þegar þessar tvær liðsmyndir, teknar með eins árs millibili, eru bornar saman þá kemur í ljós að þessi ellefu leikmenn stilla sér upp á sama stað á báðum myndum. Hendur þeirra og staða er líka nákvæmlega eins með einni undantekningu þó. Fyrirliðinn Sergio Ramos, sem nokkrum mínútum síðar átti eftir að stuðla að meiðslum Liverpool mannsins Mo Salah, er sá eini sem er ekki með hendurnar á nákvæmlega sama stað. Hinir tíu eru aftur á móti eins og ljósrit af sjálfum sér fyrir ári síðan. Hvort að Real Madrid menn æfi að stilla sér upp á liðsmynd er ekki vitað en kannski er bara um hreina hjátrú að ræða. Maður leiksins var þó ekki á þessari mynd. Gareth Bale byrjaði úrslitaleikinn 2016 en hann hefur verið á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Að þessu sinni kom hann inná og tryggði Real Madrid sigurinn með tveimur mörkum en fyrra markið skoraði hann með magnaðri hjólhestaspyrnu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira