Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 13:00 Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. Fráfarandi meirihlutaflokka í Reykjavík vantar tvo borgarfulltrúa til að vera áfram í meirihluta í borginni og sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins unnið saman með tíu fulltrúa samanlagt ef þeir fengju tvo borgarfulltrúa Viðreisnar til liðs við sig.Engar formlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa átt sér stað og litlar óformlegar viðræður hafa átt sér stað í morgun. Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna segist þó hafa átt óformlegt spjall við fólk úr öðrum flokkum í morgun án þess að tilgreina nánar hvaða fólk það er.„Þetta hefur verið óformlegt spjall um stöðuna, málefnin og tækifærin. Mér finnst vera góður tónn í fólki. Eins hittumst við nýkjörnir borgarfulltrúar í morgun til að fara yfir málin í Valhöll og við erum bjartsýn,“ segir Eyþór. En þótt hann gefi ekki upp við hverja hann hafi talað hafi komið fram að hann hafi meðal annars rætt við viðreisnarfólk.„Ég segi bara; skilaboðin eru skýr. Nýju flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Við boðum breytingar og þeir líka og það er augljóst að við eigum að hlusta á þennan vilja og hann eigi að koma fram í nýjum meirihluta.,“ segir Eyþór.Hann segir góðan samhljóm meðal Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar.„Ágreiningsmálin eru minniháttar en allir voru að gagnrýna stjórn borgarinnar á málefnalegan hátt og komust með öflugum hætti inn.“Ertu að vonast til að þú getir tekið upp formlegar viðræður og þá jafnvel með Viðreisn innanborðs í dag eða á allra næstu dögum?„Ég á kannski ekki vona á að það gerist í dag. En ég á von á að þetta skýrist í vikunni og það verði komin heildarlína í málin. Þetta þarf náttúrlega að liggja fyrir fljótlega en aðal málið er að þetta sé vel gert og standi,“ segir Eyþór Arnalds.Fráfarandi borgarstjórn á enn eftir að halda einn fund hinn 9. júní og verða formleg meirihluta skipti ekki fyrr en að þeim fundi loknum. En eins og Eyþór sagði hér að framan reiknar hann með að línur verði farnar að skýrast fyrir helgina. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. Fráfarandi meirihlutaflokka í Reykjavík vantar tvo borgarfulltrúa til að vera áfram í meirihluta í borginni og sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins unnið saman með tíu fulltrúa samanlagt ef þeir fengju tvo borgarfulltrúa Viðreisnar til liðs við sig.Engar formlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa átt sér stað og litlar óformlegar viðræður hafa átt sér stað í morgun. Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna segist þó hafa átt óformlegt spjall við fólk úr öðrum flokkum í morgun án þess að tilgreina nánar hvaða fólk það er.„Þetta hefur verið óformlegt spjall um stöðuna, málefnin og tækifærin. Mér finnst vera góður tónn í fólki. Eins hittumst við nýkjörnir borgarfulltrúar í morgun til að fara yfir málin í Valhöll og við erum bjartsýn,“ segir Eyþór. En þótt hann gefi ekki upp við hverja hann hafi talað hafi komið fram að hann hafi meðal annars rætt við viðreisnarfólk.„Ég segi bara; skilaboðin eru skýr. Nýju flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Við boðum breytingar og þeir líka og það er augljóst að við eigum að hlusta á þennan vilja og hann eigi að koma fram í nýjum meirihluta.,“ segir Eyþór.Hann segir góðan samhljóm meðal Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar.„Ágreiningsmálin eru minniháttar en allir voru að gagnrýna stjórn borgarinnar á málefnalegan hátt og komust með öflugum hætti inn.“Ertu að vonast til að þú getir tekið upp formlegar viðræður og þá jafnvel með Viðreisn innanborðs í dag eða á allra næstu dögum?„Ég á kannski ekki vona á að það gerist í dag. En ég á von á að þetta skýrist í vikunni og það verði komin heildarlína í málin. Þetta þarf náttúrlega að liggja fyrir fljótlega en aðal málið er að þetta sé vel gert og standi,“ segir Eyþór Arnalds.Fráfarandi borgarstjórn á enn eftir að halda einn fund hinn 9. júní og verða formleg meirihluta skipti ekki fyrr en að þeim fundi loknum. En eins og Eyþór sagði hér að framan reiknar hann með að línur verði farnar að skýrast fyrir helgina.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00