Falleinkunn Hörður Ægisson skrifar 11. maí 2018 10:00 Stærstu sveitarfélög landsins hafa ekki farið varhluta af uppsveiflu í efnahagslífinu á undanförnum árum. Hagstætt ytra umhverfi, sem hefur meðal annars einkennst af hækkandi fasteignaverði og gengisstyrkingu krónunnar samhliða uppgangi í ferðaþjónustu, hefur skilað sér í stórauknum tekjum og lækkandi skuldahlutfalli sveitarfélaganna. Þessi mynd gæti hins vegar nú verið að breytast með vaxandi vísbendingum um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Þá er hætt við því að mörg sveitarfélög verði í aðþrengdri stöðu til að standa undir tugmilljarða uppsafnaðri fjárfestingaþörf. Í umræðu um opinber fjármál og hagstjórn fá málefni sveitarfélaganna, sem taka til sín um fimmtung af öllum tekjum hins opinbera, oft minna vægi en efni standa til. Í greiningu, sem Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í vikunni um fjárhagsstöðu tólf stærstu sveitarfélaganna, kemur fram að frá 2011 hafi tekjur A-hluta þeirra, sem eru einkum útsvar og fasteignaskattar, aukist um nærri 300 milljarða á föstu verðlagi. Þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í launakostnað. Þá vekur það eftirtekt að þrátt fyrir þennan mikla tekjuvöxt, sem fyrirséð er að fari núna minnkandi, hafi aðeins tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bætti afkomu sveitarfélaganna. Það veldur vonbrigðum, ekki hvað síst í tilfelli stærsta sveitarfélagsins, að fordæmalaus uppgangur síðustu ára hafi ekki verið nýttur í meira mæli til að búa í haginn fyrir mögru árin þegar tekjustofnar munu skreppa saman. Reykjavíkurborg er með næstverstu fjárhagsstöðuna af tólf stærstu sveitarfélögunum, samkvæmt greiningu SA. Þar munar mestu um slæma skuldastöðu borgarinnar en sem hlutfall af tekjum eru skuldirnar 169 prósent – aðeins Reykjanesbær er með verra skuldahlutfall – og í krónum talið hafa þær aukist um 35 milljarða á síðustu fjórum árum. Skuldir á hvern íbúa eru rúmlega 2,4 milljónir. Með hliðsjón af lélegum rekstri Reykjavíkurborgar ætti ekki að koma á óvart að íbúarnir búa við hlutfallslega hæstu álögurnar en um 10,9 prósent af tekjum þeirra renna til sveitarfélagsins á meðan hlutfallið er 7,4 prósent hjá íbúum á Seltjarnarnesi. Höfuðborgin sker sig einnig um margt úr þegar litið er til fjölgunar íbúa á kjörtímabilinu. Þannig hefur íbúum í Reykjavík aðeins fjölgað um tæplega 3,5 prósent á meðan landsmönnum hefur á sama tíma fjölgað um sex prósent. Lítil fólksfjölgun í Reykjavík er sumpart heimatilbúinn vandi. Sökum lóðaskorts og þunglamalegs skipulags hefur uppbygging nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið í lágmarki. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Fasteignaverð hefur hækkað verulega og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Þessi staða hefur þýtt að íbúum í stærstu nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hefur fjölgað mun meira. Það stafar meðal annars af því að fasteignaverð þar hefur hækkað minna og uppbygging nýrra íbúða verið hraðari. Fjármál Reykjavíkurborgar og húsnæðismál eru ein stærstu málefni kosninganna. Þar ber flest að sama brunni. Núverandi meirihluti ber ábyrgð á lausatökum í rekstri borgarinnar, sem hefur skilað sér í slæmri skuldastöðu og skattheimtu í hæstu hæðum, og miklum húsnæðisskorti. Kjósendur hljóta að taka mið af þeim staðreyndum í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stærstu sveitarfélög landsins hafa ekki farið varhluta af uppsveiflu í efnahagslífinu á undanförnum árum. Hagstætt ytra umhverfi, sem hefur meðal annars einkennst af hækkandi fasteignaverði og gengisstyrkingu krónunnar samhliða uppgangi í ferðaþjónustu, hefur skilað sér í stórauknum tekjum og lækkandi skuldahlutfalli sveitarfélaganna. Þessi mynd gæti hins vegar nú verið að breytast með vaxandi vísbendingum um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Þá er hætt við því að mörg sveitarfélög verði í aðþrengdri stöðu til að standa undir tugmilljarða uppsafnaðri fjárfestingaþörf. Í umræðu um opinber fjármál og hagstjórn fá málefni sveitarfélaganna, sem taka til sín um fimmtung af öllum tekjum hins opinbera, oft minna vægi en efni standa til. Í greiningu, sem Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í vikunni um fjárhagsstöðu tólf stærstu sveitarfélaganna, kemur fram að frá 2011 hafi tekjur A-hluta þeirra, sem eru einkum útsvar og fasteignaskattar, aukist um nærri 300 milljarða á föstu verðlagi. Þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í launakostnað. Þá vekur það eftirtekt að þrátt fyrir þennan mikla tekjuvöxt, sem fyrirséð er að fari núna minnkandi, hafi aðeins tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bætti afkomu sveitarfélaganna. Það veldur vonbrigðum, ekki hvað síst í tilfelli stærsta sveitarfélagsins, að fordæmalaus uppgangur síðustu ára hafi ekki verið nýttur í meira mæli til að búa í haginn fyrir mögru árin þegar tekjustofnar munu skreppa saman. Reykjavíkurborg er með næstverstu fjárhagsstöðuna af tólf stærstu sveitarfélögunum, samkvæmt greiningu SA. Þar munar mestu um slæma skuldastöðu borgarinnar en sem hlutfall af tekjum eru skuldirnar 169 prósent – aðeins Reykjanesbær er með verra skuldahlutfall – og í krónum talið hafa þær aukist um 35 milljarða á síðustu fjórum árum. Skuldir á hvern íbúa eru rúmlega 2,4 milljónir. Með hliðsjón af lélegum rekstri Reykjavíkurborgar ætti ekki að koma á óvart að íbúarnir búa við hlutfallslega hæstu álögurnar en um 10,9 prósent af tekjum þeirra renna til sveitarfélagsins á meðan hlutfallið er 7,4 prósent hjá íbúum á Seltjarnarnesi. Höfuðborgin sker sig einnig um margt úr þegar litið er til fjölgunar íbúa á kjörtímabilinu. Þannig hefur íbúum í Reykjavík aðeins fjölgað um tæplega 3,5 prósent á meðan landsmönnum hefur á sama tíma fjölgað um sex prósent. Lítil fólksfjölgun í Reykjavík er sumpart heimatilbúinn vandi. Sökum lóðaskorts og þunglamalegs skipulags hefur uppbygging nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið í lágmarki. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Fasteignaverð hefur hækkað verulega og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Þessi staða hefur þýtt að íbúum í stærstu nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hefur fjölgað mun meira. Það stafar meðal annars af því að fasteignaverð þar hefur hækkað minna og uppbygging nýrra íbúða verið hraðari. Fjármál Reykjavíkurborgar og húsnæðismál eru ein stærstu málefni kosninganna. Þar ber flest að sama brunni. Núverandi meirihluti ber ábyrgð á lausatökum í rekstri borgarinnar, sem hefur skilað sér í slæmri skuldastöðu og skattheimtu í hæstu hæðum, og miklum húsnæðisskorti. Kjósendur hljóta að taka mið af þeim staðreyndum í komandi kosningum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun