Tómatsósa og smjörlíki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. maí 2018 11:39 „Einstæð móðir vann tvöfalda vinnu til að geta séð börnum sínum farborða. Suma daga mátti einungis finna tómatsósu og smjörlíki í ísskáp fjölskyldunnar. Hátíðarmaturinn var pottur af hrísgrjónum.“ Einhver myndi kannski segja að slík fátækt finnist ekki á Íslandi í dag en svona er nefnilega tilvera margra íslenskra fjölskyldna. Flokkur fólksins býður nú fram í Reykjavík í fyrsta sinn. Í stefnuskrá hans er lögð höfuðáhersla á fjölskylduna sem byggir borgina og að allar fjölskyldur hafi öruggt húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Öllum, þ.á.m. börnum, öryrkjum sem og eldri borgurum skal boðið upp á meira en hrísgrjón, tómatsósu og smjörlíki eða malt og lýsi eins og dæmi eru um. Í aðdraganda síðustu kosninga lofaði Samfylkingin að byggja 3000 íbúðir. Þetta loforð hefur ekki verið efnt. Biðlistar þeirra sem sótt hafa um félaglegt húsnæði eru lengri en fyrir fjórum árum. Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. á mánuði líður skort á öllum öðrum sviðum. Þessi fjölskylda á oft ekki fyrir mat. Flokkur fólksins vill ganga til samstarfs við ríkið og umfram allt lífeyrissjóðina en hjá þeim liggja peningar fólksins. Þá á að nota til að byggja íbúðir þannig að nægt framboð verði til staðar svo húsnæðismarkaðurinn komist í eðlilegt horf. Til þess að þetta megi verða þarf vissulega lagabreytingu. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég hitt mörg börn sem líða skort. Þessi börn fara ekki varhluta af áhyggjum foreldra sinna. Fátæk börn bera sig saman við börn sem búa við betri kjör. Skilningur þeirra á erfiðleikunum byggist vissulega á þroska og aldri. Mörg spyrja af hverju eru foreldrar mínir fátækir? Mismunun og ójöfnuður laða iðulega fram tilfinningu vanmáttar og óöryggis hjá ungum börnum. Það hefur áhrif á sjálfsmat og sjálfsvirðingu barns að hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn. Þau upplifa sig á jaðrinum meðal jafningja og tekst oft ekki að samlagast jafnöldrum sínum. Tilvik eru um að fátækum börnum sé hreinlega hafnað og þeim strítt vegna fátæktar sinnar. Ég þekki af eigin raun tilfinningu vanmáttar, minnimáttarkenndar og óöryggis við það að búa við bágbornar aðstæður sem barn. Flokkur fólksins líður ekki að börn skuli þurfa að lifa í fátækt Í Reykjavík og setur málefni fjölskyldunnar efst á forgangslista sinn í komandi kosningum 26. maí. Þak yfir öll höfuð og matur á diska skal það vera. Sé grunnþörfum einstaklings ekki sinnt er varla mikils að njóta. Fólkið fyrst! Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Einstæð móðir vann tvöfalda vinnu til að geta séð börnum sínum farborða. Suma daga mátti einungis finna tómatsósu og smjörlíki í ísskáp fjölskyldunnar. Hátíðarmaturinn var pottur af hrísgrjónum.“ Einhver myndi kannski segja að slík fátækt finnist ekki á Íslandi í dag en svona er nefnilega tilvera margra íslenskra fjölskyldna. Flokkur fólksins býður nú fram í Reykjavík í fyrsta sinn. Í stefnuskrá hans er lögð höfuðáhersla á fjölskylduna sem byggir borgina og að allar fjölskyldur hafi öruggt húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Öllum, þ.á.m. börnum, öryrkjum sem og eldri borgurum skal boðið upp á meira en hrísgrjón, tómatsósu og smjörlíki eða malt og lýsi eins og dæmi eru um. Í aðdraganda síðustu kosninga lofaði Samfylkingin að byggja 3000 íbúðir. Þetta loforð hefur ekki verið efnt. Biðlistar þeirra sem sótt hafa um félaglegt húsnæði eru lengri en fyrir fjórum árum. Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. á mánuði líður skort á öllum öðrum sviðum. Þessi fjölskylda á oft ekki fyrir mat. Flokkur fólksins vill ganga til samstarfs við ríkið og umfram allt lífeyrissjóðina en hjá þeim liggja peningar fólksins. Þá á að nota til að byggja íbúðir þannig að nægt framboð verði til staðar svo húsnæðismarkaðurinn komist í eðlilegt horf. Til þess að þetta megi verða þarf vissulega lagabreytingu. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég hitt mörg börn sem líða skort. Þessi börn fara ekki varhluta af áhyggjum foreldra sinna. Fátæk börn bera sig saman við börn sem búa við betri kjör. Skilningur þeirra á erfiðleikunum byggist vissulega á þroska og aldri. Mörg spyrja af hverju eru foreldrar mínir fátækir? Mismunun og ójöfnuður laða iðulega fram tilfinningu vanmáttar og óöryggis hjá ungum börnum. Það hefur áhrif á sjálfsmat og sjálfsvirðingu barns að hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn. Þau upplifa sig á jaðrinum meðal jafningja og tekst oft ekki að samlagast jafnöldrum sínum. Tilvik eru um að fátækum börnum sé hreinlega hafnað og þeim strítt vegna fátæktar sinnar. Ég þekki af eigin raun tilfinningu vanmáttar, minnimáttarkenndar og óöryggis við það að búa við bágbornar aðstæður sem barn. Flokkur fólksins líður ekki að börn skuli þurfa að lifa í fátækt Í Reykjavík og setur málefni fjölskyldunnar efst á forgangslista sinn í komandi kosningum 26. maí. Þak yfir öll höfuð og matur á diska skal það vera. Sé grunnþörfum einstaklings ekki sinnt er varla mikils að njóta. Fólkið fyrst! Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun