Nýir flokkar í sókn og Putin í Víglínunni Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 10:23 Í dag er hálfur mánuður til sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí næst komandi. Eins og gengur má búast við breytingum á bæjarstjórnum víðs vegar um landið en hvernig sem fer verður nokkur endurnýjun á fólki. Í Reykjavík hafa aldrei fleiri flokkar og framboð barist um hylli kjósenda en sextán framboðslistar eru í boði í höfuðborginni. Samkvæmt könnunum munu flest þeirra fara erindisleysu en framboð tveggja nýrra flokka virðast þó njóta töluverðrar hylli kjósenda samkvæmt könnunum. Það eru Viðreisn og Miðflokkurinn en báðir flokkarnir bjóða nú fram í fyrsta sinn til sveitarstjórna og báðir flokkarnir eru að hluta til byggðir á klofningi úr öðrum flokkum; Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða framboðsmálin og hvað þessir flokkar telja sig hafa fram að færa sem aðrir flokkar hafa ekki. Vladimir Putin sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðast liðinn mánudag. Nikolaij Petrov stjórnmálafræðingur frá Moskvu kemur í Víglínuna til að ræða þennan umdeilda og einn valdamesta mann heims. Petrov var einn af aðstoðarmönnum Borisar Jeltsín fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Rússlands og þekkir vel til gangverks rússneskra stjórnmála. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20. Víglínan Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Í dag er hálfur mánuður til sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí næst komandi. Eins og gengur má búast við breytingum á bæjarstjórnum víðs vegar um landið en hvernig sem fer verður nokkur endurnýjun á fólki. Í Reykjavík hafa aldrei fleiri flokkar og framboð barist um hylli kjósenda en sextán framboðslistar eru í boði í höfuðborginni. Samkvæmt könnunum munu flest þeirra fara erindisleysu en framboð tveggja nýrra flokka virðast þó njóta töluverðrar hylli kjósenda samkvæmt könnunum. Það eru Viðreisn og Miðflokkurinn en báðir flokkarnir bjóða nú fram í fyrsta sinn til sveitarstjórna og báðir flokkarnir eru að hluta til byggðir á klofningi úr öðrum flokkum; Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða framboðsmálin og hvað þessir flokkar telja sig hafa fram að færa sem aðrir flokkar hafa ekki. Vladimir Putin sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðast liðinn mánudag. Nikolaij Petrov stjórnmálafræðingur frá Moskvu kemur í Víglínuna til að ræða þennan umdeilda og einn valdamesta mann heims. Petrov var einn af aðstoðarmönnum Borisar Jeltsín fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Rússlands og þekkir vel til gangverks rússneskra stjórnmála. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20.
Víglínan Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira