Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir skrifar 13. maí 2018 07:00 Nöturlegur veruleiki kvenna á Íslandi hefur verið afhjúpaður í fjölmörgum byltingum undanfarinna ára. Beauty tips, #konurtala, #höfumhátt og nú síðast #metoo hafa sýnt að kynbundið ofbeldi er rótgróið samfélagsmein sem er samofið öllum stofnunum samfélagsins. Kvennahreyfingin hefur einsett sér að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi fólks af öllum kynjum og óháðuppruna. Til að Reykjavík geti orðið raunverulega örugg borg þarf að takast á við ofbeldi fortíðarinnar og ofbeldi samtímans á sama tíma og við verðum að fyrirbyggja frekara ofbeldi.Fortíðin Ofbeldi fortíðar hefur gríðarleg áhrif á samfélagið í dag. Gömul sár hafa gróið misvel, þau ýfast upp meðreglubundnu millibili og hafa áhrif á starfsorku, samskipti og daglegt líf þolenda. Reykjavíkurborg verður aðstyðja enn betur við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem veita þolendum stuðning og hlúa vel að Bjarkarhlíðsvo hún fái að vaxa og dafna í samræmi við þarfir og vilja þolenda.Samtíminn Ofbeldi grasserar í samtímanum: á vinnustöðum, í skólum, heilbrigðiskerfinu og frístundum, á opinberum vettvangi og inni á heimilum, í nánum samböndum og milli algerlega ókunnugra einstaklinga. Þetta ofbeldi er afleiðing nauðgunarmenningar sem hvílir á stoðum úreltra staðalmynda um prúðar og undirgefnar konur og ákveðna, sígraða karla. Þetta ofbeldi þrífst í þögn og aðgerðarleysi og er stutt af meðvirkni með gerendum og dómhörku gagnvart þolendum. Þessu verður að breyta. Kvennahreyfingin hyggst standa fyrir almennum vitundarvakningum um ofbeldi og ofbeldismenningu í samstarfi við grasrótarsamtök, fyrirtæki og stofnanir. Markviss og regluleg fræðsla verður eðlilegur hluti af daglegum störfum alls starfsfólks borgarinnar. Verkferlar verða yfirfarnir og tryggt að gripið verði til aðgerða um leið og ofbeldi lætur á sér kræla, án þess að þolandinn þurfi að bera á því ábyrgð. Samstarf lögreglu og barnaverndar verður elft enn frekar til að tryggja fumlaus og rétt viðbrögð við heimilisofbeldi og barnavernd verður elfd til muna.Framtíðin Til að brjóta upp ofbeldismenningu samfélagsins mun Kvennahreyfingin leggja til stórelfdan Jafnréttisskóla með nægum mannafla og fjármagni til að fræða allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um kynjaðar staðalmyndir og skaðleg áhrif þeirra. Öll börn munu fá sérstök kynjafræðinámskeið með reglulegu millibili gegnum allt skólakerfið þar sem þau verða styrkt til að brjótast úr viðjum skaðlegra staðalmynda og rækta áhugamál og hæfileika óháð viðmiðum samfélagsins þar um. Unglingar fá fræðslu um virðingu í nánum samböndum og mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Þannig ætlum við að tryggja frelsi komandi kynslóða undan ofbeldismenningunni sem heftir okkur öll.Femínísk borgarstjórn getur breytt Það skiptir máli að hafa femínísta í æðstu embættum. Bjarkarhlíð er gott dæmi um það sem getur gerst þegar konur komast í stöður þar sem þær hafa vald til að breyta. Sóley og Heiða Björg í borgarstjórn, Eygló sem félagsmálaráðherra og Sigríður Björk sem lögreglustjóri tóku höndum saman og létu þennan langþráða draum rætast. Konur sem skilja og virða reynsluheim kvenna og setja velferð kvenna í forgang. Kvennahreyfingin heitir því að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja öryggi allra borgarbúa. Hún ætlar aðskapa borg þar sem fólk af öllum kynjum getur gengið um borgina á öllum tímum sólarhrings án þess að vera með lykla milli fingranna. Hún ætlar að skapa borg þar sem unglingar þekkja og virða mörk í kynferðislegum samskiptum. Hún ætlar að skapa borg þar sem fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er metið að verðleikum, hefur jöfn tækifæri og getur tekið virkan þátt í öllu því sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nöturlegur veruleiki kvenna á Íslandi hefur verið afhjúpaður í fjölmörgum byltingum undanfarinna ára. Beauty tips, #konurtala, #höfumhátt og nú síðast #metoo hafa sýnt að kynbundið ofbeldi er rótgróið samfélagsmein sem er samofið öllum stofnunum samfélagsins. Kvennahreyfingin hefur einsett sér að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi fólks af öllum kynjum og óháðuppruna. Til að Reykjavík geti orðið raunverulega örugg borg þarf að takast á við ofbeldi fortíðarinnar og ofbeldi samtímans á sama tíma og við verðum að fyrirbyggja frekara ofbeldi.Fortíðin Ofbeldi fortíðar hefur gríðarleg áhrif á samfélagið í dag. Gömul sár hafa gróið misvel, þau ýfast upp meðreglubundnu millibili og hafa áhrif á starfsorku, samskipti og daglegt líf þolenda. Reykjavíkurborg verður aðstyðja enn betur við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem veita þolendum stuðning og hlúa vel að Bjarkarhlíðsvo hún fái að vaxa og dafna í samræmi við þarfir og vilja þolenda.Samtíminn Ofbeldi grasserar í samtímanum: á vinnustöðum, í skólum, heilbrigðiskerfinu og frístundum, á opinberum vettvangi og inni á heimilum, í nánum samböndum og milli algerlega ókunnugra einstaklinga. Þetta ofbeldi er afleiðing nauðgunarmenningar sem hvílir á stoðum úreltra staðalmynda um prúðar og undirgefnar konur og ákveðna, sígraða karla. Þetta ofbeldi þrífst í þögn og aðgerðarleysi og er stutt af meðvirkni með gerendum og dómhörku gagnvart þolendum. Þessu verður að breyta. Kvennahreyfingin hyggst standa fyrir almennum vitundarvakningum um ofbeldi og ofbeldismenningu í samstarfi við grasrótarsamtök, fyrirtæki og stofnanir. Markviss og regluleg fræðsla verður eðlilegur hluti af daglegum störfum alls starfsfólks borgarinnar. Verkferlar verða yfirfarnir og tryggt að gripið verði til aðgerða um leið og ofbeldi lætur á sér kræla, án þess að þolandinn þurfi að bera á því ábyrgð. Samstarf lögreglu og barnaverndar verður elft enn frekar til að tryggja fumlaus og rétt viðbrögð við heimilisofbeldi og barnavernd verður elfd til muna.Framtíðin Til að brjóta upp ofbeldismenningu samfélagsins mun Kvennahreyfingin leggja til stórelfdan Jafnréttisskóla með nægum mannafla og fjármagni til að fræða allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um kynjaðar staðalmyndir og skaðleg áhrif þeirra. Öll börn munu fá sérstök kynjafræðinámskeið með reglulegu millibili gegnum allt skólakerfið þar sem þau verða styrkt til að brjótast úr viðjum skaðlegra staðalmynda og rækta áhugamál og hæfileika óháð viðmiðum samfélagsins þar um. Unglingar fá fræðslu um virðingu í nánum samböndum og mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Þannig ætlum við að tryggja frelsi komandi kynslóða undan ofbeldismenningunni sem heftir okkur öll.Femínísk borgarstjórn getur breytt Það skiptir máli að hafa femínísta í æðstu embættum. Bjarkarhlíð er gott dæmi um það sem getur gerst þegar konur komast í stöður þar sem þær hafa vald til að breyta. Sóley og Heiða Björg í borgarstjórn, Eygló sem félagsmálaráðherra og Sigríður Björk sem lögreglustjóri tóku höndum saman og létu þennan langþráða draum rætast. Konur sem skilja og virða reynsluheim kvenna og setja velferð kvenna í forgang. Kvennahreyfingin heitir því að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja öryggi allra borgarbúa. Hún ætlar aðskapa borg þar sem fólk af öllum kynjum getur gengið um borgina á öllum tímum sólarhrings án þess að vera með lykla milli fingranna. Hún ætlar að skapa borg þar sem unglingar þekkja og virða mörk í kynferðislegum samskiptum. Hún ætlar að skapa borg þar sem fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er metið að verðleikum, hefur jöfn tækifæri og getur tekið virkan þátt í öllu því sem Reykjavík hefur uppá að bjóða.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun