Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 15. maí 2018 17:45 Djúpavík tilheyrir Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. visir/stefán Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. Rannsókn á fjölda nýrra lögheimilisskráninga í Árnessýsluhreppi stendur enn yfir hjá Þjóðskrá. Ástríður er staðgengill forstjóra Þjóðskrár og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og segir hún í samtali við fréttastofu að Þjóðskrá hafi metið það sem svo að þarna þyrfti að fara fram sérstök athugun á lögheimilisskráningum í hreppnum. „Þetta er þá mál sem fer í venjubundinn feril hjá stofnuninni,“ segir Ástríður. „Þessi lögheimilismál eru tekin til skoðunar, það er óskað eftir nánari upplýsingum og það fer fram gagnaöflun og rannsókn. Að henni lokinni mun ákvörðun liggja fyrir.“Athugun enn í gangi Það er þó ekki á forræði Þjóðskrár að leggja fram endanlega kjörskrá heldur afhendir hún sveitarfélagi svokallaðan kjörskrárstofn og það sé sveitarfélagsins að leggja fram kjörskrána. Ástríður segir að úrskurður Þjóðskrár í máli af þessum toga geti þó hugsanlega haft áhrif á kjörskrána. „Það eru ákveðnar leiðréttingarheimildir í lögum um kosningar til sveitastjórna. Vissulega er það svo að breytingar á lögheimilaskráningu fólks og breytingar sem verða á þessu tímabili geta haft áhrif á endanlega kjörskrá. En það er þó ekki Þjóðskrár að taka ákvörðun um það.“ Athugun er enn í gangi en Ástríður vonast til að Þjóðskrá geti skilað af sér eins fljótt og auðið er. „Þessi mál eru í skoðun sem stendur, gagnaöflun og almenn málsmeðferð. Það er stefnt að því að ljúka því eins fljótt og auðið er þegar fullnægjandi rannsókn hefur farið fram. Hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Í dag fór fram fundur í hreppnum þar sem skoðað var lögfræðilegt álit á málinu og staðan rædd. Kjörskrá verður lögð fram á morgun og kemur ekki í ljós fyrr en þá hvernig hún mun líta út. Málið ætti að skýrast á morgun. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitarstjóri í Árneshreppi sagði í sambandi við fréttastofu eftir fundinn að hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. Rannsókn á fjölda nýrra lögheimilisskráninga í Árnessýsluhreppi stendur enn yfir hjá Þjóðskrá. Ástríður er staðgengill forstjóra Þjóðskrár og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og segir hún í samtali við fréttastofu að Þjóðskrá hafi metið það sem svo að þarna þyrfti að fara fram sérstök athugun á lögheimilisskráningum í hreppnum. „Þetta er þá mál sem fer í venjubundinn feril hjá stofnuninni,“ segir Ástríður. „Þessi lögheimilismál eru tekin til skoðunar, það er óskað eftir nánari upplýsingum og það fer fram gagnaöflun og rannsókn. Að henni lokinni mun ákvörðun liggja fyrir.“Athugun enn í gangi Það er þó ekki á forræði Þjóðskrár að leggja fram endanlega kjörskrá heldur afhendir hún sveitarfélagi svokallaðan kjörskrárstofn og það sé sveitarfélagsins að leggja fram kjörskrána. Ástríður segir að úrskurður Þjóðskrár í máli af þessum toga geti þó hugsanlega haft áhrif á kjörskrána. „Það eru ákveðnar leiðréttingarheimildir í lögum um kosningar til sveitastjórna. Vissulega er það svo að breytingar á lögheimilaskráningu fólks og breytingar sem verða á þessu tímabili geta haft áhrif á endanlega kjörskrá. En það er þó ekki Þjóðskrár að taka ákvörðun um það.“ Athugun er enn í gangi en Ástríður vonast til að Þjóðskrá geti skilað af sér eins fljótt og auðið er. „Þessi mál eru í skoðun sem stendur, gagnaöflun og almenn málsmeðferð. Það er stefnt að því að ljúka því eins fljótt og auðið er þegar fullnægjandi rannsókn hefur farið fram. Hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Í dag fór fram fundur í hreppnum þar sem skoðað var lögfræðilegt álit á málinu og staðan rædd. Kjörskrá verður lögð fram á morgun og kemur ekki í ljós fyrr en þá hvernig hún mun líta út. Málið ætti að skýrast á morgun. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitarstjóri í Árneshreppi sagði í sambandi við fréttastofu eftir fundinn að hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45