„Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 18:24 Frá Grundarfirði. vísir/vilhelm Jósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa í Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. Jósef furðar sig enn fremur á því af hverju hægt var að bjóða upp á utankjörfundarkosningar fyrir alþingiskosningar í fyrra en ekki nú.Greint var frá því í dag að íbúar á Grundarfirði væru afar ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði mótmæltu þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans í mótmælaskyni.Jósef Ó. Kjartansson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði.Mynd/XD GrundarfjörðurJósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, segir í samtali við Vísi að óánægjan byggist að miklu leyti á áhyggjum af dvínandi kjörsókn. „Það er náttúrulega verið að gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með þessu,“ segir Jósef. Jósef segir sýslumanninn á Vesturlandi ábyrgan fyrir því að bjóða upp á kosningu utan kjörfundar. Þau svör fáist jafnframt frá sýslumanni að hann sé ekki skyldugur til að veita þessa þjónustu í Grundarfirði og segir Jósef ástandið þannig samkvæmt lögum og reglum. Það breyti því ekki að íbúar séu langþreyttir á stöðunni, þ.e. að þurfa að keyra dágóðan spöl til að kjósa utan kjörfundar, og margir séu í enn verri stöðu en Grundfirðingar. „Ég veit samt að það eru margir sem þurfa að fara mikið lengra, svo það eru aðrir sem mega gráta hærra en við.“ Hann segist einnig meðvitaður um að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði vissulega átt að beita sér fyrr í málinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar í Grundarfirði standa í þessari baráttu, til að mynda fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Svo finnst okkur þetta líka svolítið bjánalegt vegna þess að fyrir seinustu alþingiskosningar þá var þetta fyrst ekki hægt. Þá var skrifað bréf í ráðuneytið og þá var allt í einu hægt að kippa öllu í liðinn, sýslumaðurinn var skikkaður til að opna útibú og ekkert mál, en svo þegar þetta eru „local“ kosningar sem skipta þá sem ráða kannski minna máli, þá ræður sýslumaðurinn þessu sjálfur og málið dautt.“ Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson sýslumann við vinnslu þessarar fréttar. Grundarfjörður Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Jósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa í Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. Jósef furðar sig enn fremur á því af hverju hægt var að bjóða upp á utankjörfundarkosningar fyrir alþingiskosningar í fyrra en ekki nú.Greint var frá því í dag að íbúar á Grundarfirði væru afar ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði mótmæltu þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans í mótmælaskyni.Jósef Ó. Kjartansson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði.Mynd/XD GrundarfjörðurJósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, segir í samtali við Vísi að óánægjan byggist að miklu leyti á áhyggjum af dvínandi kjörsókn. „Það er náttúrulega verið að gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með þessu,“ segir Jósef. Jósef segir sýslumanninn á Vesturlandi ábyrgan fyrir því að bjóða upp á kosningu utan kjörfundar. Þau svör fáist jafnframt frá sýslumanni að hann sé ekki skyldugur til að veita þessa þjónustu í Grundarfirði og segir Jósef ástandið þannig samkvæmt lögum og reglum. Það breyti því ekki að íbúar séu langþreyttir á stöðunni, þ.e. að þurfa að keyra dágóðan spöl til að kjósa utan kjörfundar, og margir séu í enn verri stöðu en Grundfirðingar. „Ég veit samt að það eru margir sem þurfa að fara mikið lengra, svo það eru aðrir sem mega gráta hærra en við.“ Hann segist einnig meðvitaður um að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði vissulega átt að beita sér fyrr í málinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar í Grundarfirði standa í þessari baráttu, til að mynda fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Svo finnst okkur þetta líka svolítið bjánalegt vegna þess að fyrir seinustu alþingiskosningar þá var þetta fyrst ekki hægt. Þá var skrifað bréf í ráðuneytið og þá var allt í einu hægt að kippa öllu í liðinn, sýslumaðurinn var skikkaður til að opna útibú og ekkert mál, en svo þegar þetta eru „local“ kosningar sem skipta þá sem ráða kannski minna máli, þá ræður sýslumaðurinn þessu sjálfur og málið dautt.“ Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson sýslumann við vinnslu þessarar fréttar.
Grundarfjörður Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00