Viltu fleiri klukkustundir? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. maí 2018 08:00 Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra? Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi. Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga. Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins. Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum. Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra? Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi. Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga. Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins. Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum. Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun