Séra Bjarni Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Þegar ég ólst upp voru nokkrir meistarar hafðir í hávegum á heimili mínu. Þar var Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Þegar hann flutti sína áramótaræðu ríkti dauðaþögn í stofunni. Þá var Kristján Eldjárn forseti sem þjónaði af hógværð og þekkingu. Einnig Sigurbjörn Einarsson biskup, sá orðsins og andans maður. Eins séra Friðrik Friðriksson sem enn í dag er mér stór fyrirmynd í starfi og ég hef hugsað hve stórkostlegt hefði verið að fá að hitta hann. Og svo var það Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur sem var svo mikill sálusorgari og óborganlegur húmoristi að enn lifa af honum sögurnar. Ung heyrði ég hvernig hann hefði sinnt sínum skyldum í Reykjavík í spænsku veikinni. Á þremur vikum hafði hann jarðsungið 115 manns og talað persónulega yfir hverri kistu, en heim til hans og frú Áslaugar lá sífelldur straumur syrgjandi fólks. Ég naut þess fyrir nokkru að heyra röddina hans í gömlu útvarpsviðtali, svo hrjúfa og sterka og litríkur persónuleikinn skein í gegn. Mér leið eins og unglingsstúlku að hlusta á „Bíberinn“. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þessir höfðingjar hefðu mætt ágangi fjölmiðla, kommentakerfa og Facebook-statusa og í ljósi þess fundist þeir hafa lifað gósentíð í samanburði við sálusorgara dagsins í dag. Þess vegna var það dálítið hollt fyrir mig að rekast á orð séra Bjarna þegar hann segir: „Kirkjan hverfur ekki vegna þess að hún byggir á Guði. Hvernig var það í fornöld? Hvernig leit út fyrir kirkjunni í stjórnarbyltingunni frönsku þegar kristindómurinn var opinberlega afnuminn? Eða 1905 þegar kirkja og ríki voru aðskilin í Frakklandi og einn stjórnandinn sagði: „Nú höfum við slökkt ljósin á himninum.“ Þau ljós loga enn. Og þau skulu varpa skærum ljóma, einnig hér á landi.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar ég ólst upp voru nokkrir meistarar hafðir í hávegum á heimili mínu. Þar var Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Þegar hann flutti sína áramótaræðu ríkti dauðaþögn í stofunni. Þá var Kristján Eldjárn forseti sem þjónaði af hógværð og þekkingu. Einnig Sigurbjörn Einarsson biskup, sá orðsins og andans maður. Eins séra Friðrik Friðriksson sem enn í dag er mér stór fyrirmynd í starfi og ég hef hugsað hve stórkostlegt hefði verið að fá að hitta hann. Og svo var það Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur sem var svo mikill sálusorgari og óborganlegur húmoristi að enn lifa af honum sögurnar. Ung heyrði ég hvernig hann hefði sinnt sínum skyldum í Reykjavík í spænsku veikinni. Á þremur vikum hafði hann jarðsungið 115 manns og talað persónulega yfir hverri kistu, en heim til hans og frú Áslaugar lá sífelldur straumur syrgjandi fólks. Ég naut þess fyrir nokkru að heyra röddina hans í gömlu útvarpsviðtali, svo hrjúfa og sterka og litríkur persónuleikinn skein í gegn. Mér leið eins og unglingsstúlku að hlusta á „Bíberinn“. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þessir höfðingjar hefðu mætt ágangi fjölmiðla, kommentakerfa og Facebook-statusa og í ljósi þess fundist þeir hafa lifað gósentíð í samanburði við sálusorgara dagsins í dag. Þess vegna var það dálítið hollt fyrir mig að rekast á orð séra Bjarna þegar hann segir: „Kirkjan hverfur ekki vegna þess að hún byggir á Guði. Hvernig var það í fornöld? Hvernig leit út fyrir kirkjunni í stjórnarbyltingunni frönsku þegar kristindómurinn var opinberlega afnuminn? Eða 1905 þegar kirkja og ríki voru aðskilin í Frakklandi og einn stjórnandinn sagði: „Nú höfum við slökkt ljósin á himninum.“ Þau ljós loga enn. Og þau skulu varpa skærum ljóma, einnig hér á landi.“
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun