„Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 09:03 Frá vettvangi morðsins í Villahermosa í gær. vísir/epa Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. Huerta var skotinn til bana þar sem hann keyrði frá heimili sínu í Villahermosa, höfuðborg Tabasco-ríkis í suðurhluta landsins. Ríkisstjórinn Arturo Núñez sagði að morðið væri ekki rán heldur virtist sem það væri tengt starfi Huerta sem blaðamaður. „Þeir fóru til að taka hann af lífi,“ sagði Núñez við fjölmiðla. Huerta var stjórnandi sjónvarpsþáttar og útvarpsstjóri hjá einni útvarpsstöð í Tabasco.Landið orðið að kirkjugarði fyrir blaðamenn Síðan mexíkósk yfirvöld hófu stríð sitt gegn eiturlyfjagengjum í landinu fyrir um tíu árum hefur landið orðið að eins konar kirkjugarði fyrir blaðamenn, eins og það er orðað í umfjöllun Guardian. Eiturlyfjagengin hafa kúgað, ógnað og myrt blaðamenn sem og neytt fjölmarga fjölmiðla í landinu til þess að fjalla um glæpi á yfirborðskenndan hátt. Þannig segja tveir blaðamenn í Tabasco að þeir dragi oft úr þegar þeir fjalli um glæpi þar sem þeir óttast um öryggi sitt.Refsileysið virki eins og hvatning til morða Í gær var eitt ár síðan blaðamaðurinn Javier Valdez var myrtur í Sinaloa-ríki í Mexíkó. Hann stofnaði tímaritið Ríodoce sem fjallaði mikið um glæpi og spillingu í Sinaloa en blaðið dró ekkert undan. Eiturlyfjagengi hafa barist grimmilega um völdin í Sinaloa eftir að eiturlyfjabaróninn El Chapo, leiðtogi Sinaloa-hringsins, var framseldur til Bandaríkjanna í fyrra. Valdez var dreginn út úr bíl sínum þann 15. maí 2017 og skotinn tólf sinnum. Maðurinn sem grunaður er um morðið var handtekinn í síðasta mánuði en afar sjaldgæft er að morðingjar blaðamanna séu sóttir til saka í Mexíkó þar sem málin eru sjaldnast rannsökuð ítarlega. Fulltrúi nefndar um vernd blaðamanna segir að refsileysið virki eins og hvatning til að myrða blaðamenn. Samkvæmt úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra er Mexíkó í 147. sæti á heimsvísu þegar kemur að frelsi fjölmiðla, einu sæti ofar en Rússland. Alls voru tólf blaðamenn myrtir í Mexíkó í fyrra en jafnmargir blaðamenn voru drepnir í hinu stríðshrjáða Sýrlandi. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51 Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26 Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. Huerta var skotinn til bana þar sem hann keyrði frá heimili sínu í Villahermosa, höfuðborg Tabasco-ríkis í suðurhluta landsins. Ríkisstjórinn Arturo Núñez sagði að morðið væri ekki rán heldur virtist sem það væri tengt starfi Huerta sem blaðamaður. „Þeir fóru til að taka hann af lífi,“ sagði Núñez við fjölmiðla. Huerta var stjórnandi sjónvarpsþáttar og útvarpsstjóri hjá einni útvarpsstöð í Tabasco.Landið orðið að kirkjugarði fyrir blaðamenn Síðan mexíkósk yfirvöld hófu stríð sitt gegn eiturlyfjagengjum í landinu fyrir um tíu árum hefur landið orðið að eins konar kirkjugarði fyrir blaðamenn, eins og það er orðað í umfjöllun Guardian. Eiturlyfjagengin hafa kúgað, ógnað og myrt blaðamenn sem og neytt fjölmarga fjölmiðla í landinu til þess að fjalla um glæpi á yfirborðskenndan hátt. Þannig segja tveir blaðamenn í Tabasco að þeir dragi oft úr þegar þeir fjalli um glæpi þar sem þeir óttast um öryggi sitt.Refsileysið virki eins og hvatning til morða Í gær var eitt ár síðan blaðamaðurinn Javier Valdez var myrtur í Sinaloa-ríki í Mexíkó. Hann stofnaði tímaritið Ríodoce sem fjallaði mikið um glæpi og spillingu í Sinaloa en blaðið dró ekkert undan. Eiturlyfjagengi hafa barist grimmilega um völdin í Sinaloa eftir að eiturlyfjabaróninn El Chapo, leiðtogi Sinaloa-hringsins, var framseldur til Bandaríkjanna í fyrra. Valdez var dreginn út úr bíl sínum þann 15. maí 2017 og skotinn tólf sinnum. Maðurinn sem grunaður er um morðið var handtekinn í síðasta mánuði en afar sjaldgæft er að morðingjar blaðamanna séu sóttir til saka í Mexíkó þar sem málin eru sjaldnast rannsökuð ítarlega. Fulltrúi nefndar um vernd blaðamanna segir að refsileysið virki eins og hvatning til að myrða blaðamenn. Samkvæmt úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra er Mexíkó í 147. sæti á heimsvísu þegar kemur að frelsi fjölmiðla, einu sæti ofar en Rússland. Alls voru tólf blaðamenn myrtir í Mexíkó í fyrra en jafnmargir blaðamenn voru drepnir í hinu stríðshrjáða Sýrlandi.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51 Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26 Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Blaðamaður myrtur á jólaskemmtun sex ára sonar síns í Mexíkó Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í Mexíkó í ár. 19. desember 2017 22:51
Aldrei fleiri morð í Mexíkó Rúmlega 29.000 morð voru framin í Mexíkó á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 22. janúar 2018 08:26
Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í Rómönsku Ameríku þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. 26. apríl 2018 16:39