Sértæk úrræði í Brúarlandi Þorbjörg Sólbjartsdóttir skrifar 18. maí 2018 16:17 Ég kenni í því sögufræga húsi Brúarlandi, sem er útibú frá Varmárskóla í Mosfellsbæ. Húsið er ekki einungis fallegt heldur ríkir þar frábær andi sem mér hefur fundist vera forréttindi að starfa í. Ástæðan er einfaldlega sú að einingin okkar er lítil og álagið því mun minna á okkur starfsfólkinu en í mörgum stærri einingum. Ég er t.d. með 13 frábæra nemendur í umsjónarkennslu, en það eru yfirleitt um og yfir 20 nemendur í hverjum bekk. Núna undir árslok mun einingin okkar flytja í nýjan og glæsilegan skóla í Helgafellslandinu. Skólinn mun stækka, það mun fjölga í hópnum, bæði nemendum og starfsfólki og álag mun aukast. Eftir stendur þessi frábæra bygging með mikla möguleika til að þjónusta skólakerfið í Mosfellsbæ. Við í Framsókn viljum árið 2019 nýta húsnæðið Brúarland fyrir nemendur með alvarlegan hegðunar-, tilfinnninga-félags- og aðlögunarvanda svipað því sem kennarar Hlíðarskóla á Akureyri eru að gera. Við teljum að þetta úrræði geti skapað jákvæða brú á milli skóla og heimilis og létt álagið innan skólanna .Skólinn yrði hugsaður sem tímabundið úrræði, sem tæki við þegar allt hefði verið reynt til þrautar til að mæta þörfum nemendans í sínum heimaskóla. Þar myndi þverfaglegt teymi starfa með það að markmiði að hjálpa nemandanum að vinna úr sínum vanda. Þar myndu heimilið, heimaskóli og skólinn í Brúarlandi vinna saman að því að aðlaga barnið sem fyrst aftur inn í sinn bekk í samstarfi við umsjónarkennara barnsins. Úrræðið myndi nýtast öllum skólum Mosfellsbæjar. Sérúrræði í Brúarlandi mun því koma til með að létta álagið á skólunum, starfsfólki og börnum. Þar sem nánast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda. Mikilvægt er að huga að öllu starfsumhverfi starfsmanna og barna í skólum og minnka álag og áreiti. Hugmyndafræðin „skóli án aðgreiningar“ er flott á blaði en hefur ekki verið fylgt inn í skólakerfið með því fjármagni og sérþekkingu sem þarf til og því þarf að finna ráð sem virka. Við í Framsóknarflokknum teljum að lausnin í Brúarlandi sé svarið við því.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég kenni í því sögufræga húsi Brúarlandi, sem er útibú frá Varmárskóla í Mosfellsbæ. Húsið er ekki einungis fallegt heldur ríkir þar frábær andi sem mér hefur fundist vera forréttindi að starfa í. Ástæðan er einfaldlega sú að einingin okkar er lítil og álagið því mun minna á okkur starfsfólkinu en í mörgum stærri einingum. Ég er t.d. með 13 frábæra nemendur í umsjónarkennslu, en það eru yfirleitt um og yfir 20 nemendur í hverjum bekk. Núna undir árslok mun einingin okkar flytja í nýjan og glæsilegan skóla í Helgafellslandinu. Skólinn mun stækka, það mun fjölga í hópnum, bæði nemendum og starfsfólki og álag mun aukast. Eftir stendur þessi frábæra bygging með mikla möguleika til að þjónusta skólakerfið í Mosfellsbæ. Við í Framsókn viljum árið 2019 nýta húsnæðið Brúarland fyrir nemendur með alvarlegan hegðunar-, tilfinnninga-félags- og aðlögunarvanda svipað því sem kennarar Hlíðarskóla á Akureyri eru að gera. Við teljum að þetta úrræði geti skapað jákvæða brú á milli skóla og heimilis og létt álagið innan skólanna .Skólinn yrði hugsaður sem tímabundið úrræði, sem tæki við þegar allt hefði verið reynt til þrautar til að mæta þörfum nemendans í sínum heimaskóla. Þar myndi þverfaglegt teymi starfa með það að markmiði að hjálpa nemandanum að vinna úr sínum vanda. Þar myndu heimilið, heimaskóli og skólinn í Brúarlandi vinna saman að því að aðlaga barnið sem fyrst aftur inn í sinn bekk í samstarfi við umsjónarkennara barnsins. Úrræðið myndi nýtast öllum skólum Mosfellsbæjar. Sérúrræði í Brúarlandi mun því koma til með að létta álagið á skólunum, starfsfólki og börnum. Þar sem nánast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda. Mikilvægt er að huga að öllu starfsumhverfi starfsmanna og barna í skólum og minnka álag og áreiti. Hugmyndafræðin „skóli án aðgreiningar“ er flott á blaði en hefur ekki verið fylgt inn í skólakerfið með því fjármagni og sérþekkingu sem þarf til og því þarf að finna ráð sem virka. Við í Framsóknarflokknum teljum að lausnin í Brúarlandi sé svarið við því.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun