Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2018 13:18 Þær ljósmæður á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegu deild Landspítala sem höfðu lýst því yfir að þær ætluðu ekki að taka að sér aukavinnu þar til samningar næðust í kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands segjast nú neyðast til að afturkalla þá yfirlýsingu. VÍSIR/VILHELM Þær ljósmæður á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegu deild Landspítala sem höfðu lýst því yfir að þær ætluðu ekki að taka að sér aukavinnu þar til samningar næðust í kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands segjast nú neyðast til að afturkalla þá yfirlýsingu. Ljósmæðrafélaginu, sem tengist þó þessari ákvörðun ljósmæðranna ekki neitt að þeirra sögn, barst nefnilega bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að aðgerðir ljósmæðra séu með öllu óheimilar. „Fjármála-og efnahagsráðneytið bendir ljósmæðrunum á að þær séu ríkisstarfsmenn og hafi ekki val um hvort þær vinni yfirvinnu eða ekki. Þeir vitna þar í lög um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna en þar segir m.a. að ríkisstarfsmanni sé skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum um starf sitt. Ljósmæður neyðast því nú að hlýða ríkisvaldinu og afturkalla fyrri yfirlýsingu og gera hana hér með ógilda. Ljósmæður virðast því vera ríkiseign!“ segir í tilkynningu frá ljósmæðrum á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítala. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að mikill erill væri á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild spítalans og að margar konur væru í fæðingu. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi á miðnætti og átti að meta stöðuna síðar í dag en ljóst er að ekki verður af því vegna fyrrnefnds bréfs frá ríkinu. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hættuástand gæti skapast takist ekki tryggja lágmarksmönnun Edda Sveinsdóttir, ljósmóðir, segir að hættuástand gæti skapast ef ekki takist að tryggja lágmarksmönnun til að tryggja öryggi sjúklinga. 30. apríl 2018 20:00 Yfir fjögur þúsund hafa skrifað undir yfirlýsingu: „Ótti og kvíði verðandi foreldra er nú á ábyrgð stjórnvalda“ Verðandi foreldrar hafa áhyggjur af gangi mála. 30. apríl 2018 23:15 Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Þær ljósmæður á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegu deild Landspítala sem höfðu lýst því yfir að þær ætluðu ekki að taka að sér aukavinnu þar til samningar næðust í kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands segjast nú neyðast til að afturkalla þá yfirlýsingu. Ljósmæðrafélaginu, sem tengist þó þessari ákvörðun ljósmæðranna ekki neitt að þeirra sögn, barst nefnilega bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að aðgerðir ljósmæðra séu með öllu óheimilar. „Fjármála-og efnahagsráðneytið bendir ljósmæðrunum á að þær séu ríkisstarfsmenn og hafi ekki val um hvort þær vinni yfirvinnu eða ekki. Þeir vitna þar í lög um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna en þar segir m.a. að ríkisstarfsmanni sé skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum um starf sitt. Ljósmæður neyðast því nú að hlýða ríkisvaldinu og afturkalla fyrri yfirlýsingu og gera hana hér með ógilda. Ljósmæður virðast því vera ríkiseign!“ segir í tilkynningu frá ljósmæðrum á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítala. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að mikill erill væri á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild spítalans og að margar konur væru í fæðingu. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi á miðnætti og átti að meta stöðuna síðar í dag en ljóst er að ekki verður af því vegna fyrrnefnds bréfs frá ríkinu.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hættuástand gæti skapast takist ekki tryggja lágmarksmönnun Edda Sveinsdóttir, ljósmóðir, segir að hættuástand gæti skapast ef ekki takist að tryggja lágmarksmönnun til að tryggja öryggi sjúklinga. 30. apríl 2018 20:00 Yfir fjögur þúsund hafa skrifað undir yfirlýsingu: „Ótti og kvíði verðandi foreldra er nú á ábyrgð stjórnvalda“ Verðandi foreldrar hafa áhyggjur af gangi mála. 30. apríl 2018 23:15 Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Hættuástand gæti skapast takist ekki tryggja lágmarksmönnun Edda Sveinsdóttir, ljósmóðir, segir að hættuástand gæti skapast ef ekki takist að tryggja lágmarksmönnun til að tryggja öryggi sjúklinga. 30. apríl 2018 20:00
Yfir fjögur þúsund hafa skrifað undir yfirlýsingu: „Ótti og kvíði verðandi foreldra er nú á ábyrgð stjórnvalda“ Verðandi foreldrar hafa áhyggjur af gangi mála. 30. apríl 2018 23:15
Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37