Ávinningur endurhæfingar fyrir krabbameinsgreinda Sigrún Elva Einarsdóttir og Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingarþjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veikindanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikindanna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæplega 1.600 Íslendingar með krabbamein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabbamein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálfsögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvarlegum slysum eða gangast undir hjartaaðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal annars hvað varðar greiningu og meðferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi.Hulda ?Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri KraftsÁ síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endurhæfingarmálum þessa hóps hérlendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endurhæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Markvissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætluninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endurhæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir.Höfundar Sigrún Elva Einarsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Ísland Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra. Rannsóknir sýna að með öflugri endurhæfingarþjónustu er hægt að sporna við ýmsum neikvæðum áhrifum veikindanna og stuðla að umtalsvert betri lífsgæðum. Einstaklingarnir verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið í kjölfar veikindanna og í því felst mikill ávinningur, bæði fyrir þá og samfélagið. Að meðaltali greinast árlega tæplega 1.600 Íslendingar með krabbamein og einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að endurhæfing þeirra sem greinast með krabbamein sé almennt viðurkennd sem sjálfsagður og órjúfanlegur hluti krabbameinsmeðferðar, allt frá upphafi. Leggja þarf aukna áherslu á endurhæfingu þessa stækkandi hóps og hún á að vera jafnsjálfsögð og hjá öðrum hópum eins og til dæmis þeim sem lenda í alvarlegum slysum eða gangast undir hjartaaðgerðir. Stórstígar framfarir hafa orðið undanfarna áratugi á vettvangi krabbameinslækninga, meðal annars hvað varðar greiningu og meðferðarúrræði. Þetta hefur leitt til þeirrar jákvæðu þróunar að lífslíkur hafa aukist verulega og mun fleiri en áður læknast eða lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá árinu 1954 og eru nú tæplega 15.000 einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og hópurinn fer ört stækkandi.Hulda ?Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri KraftsÁ síðustu árum hafa framfarir óneitanlega átt sér stað í endurhæfingarmálum þessa hóps hérlendis og fleiri og fjölbreyttari endurhæfingarúrræði eru til staðar. Betur má þó ef duga skal. Þörf er á samræmdara og skipulagðara ferli. Tilviljun má ekki ráða hverjir fá endurhæfingu, hvar hún fer fram og í hverju hún felst eins og raunin er oft nú. Nauðsynlegt er að endurhæfingarmat fari fram í samráði við meðferðaraðila strax við greiningu og viðeigandi úrræði fundin. Markvissari vinna á þessum vettvangi tryggir einnig betur jafnt aðgengi að endurhæfingu og betri nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til staðar eru. Skýrari stefna og markvissari vinnubrögð sem byggja á samvinnu og sameiginlegu skipulagi þeirra sem að málefninu koma myndi tryggja fleiri einstaklingum betri endurhæfingu. Öflug þjónusta sem viðheldur eða bætir lífsgæði skilar sér í þágu einstaklinganna sjálfra, aðstandenda og í víðara samhengi út í þjóðfélagið. Það er fagnaðarefni að í nýrri fjármálaáætlun ríkisins sé talað um eflingu endurhæfingar. Þó þarf að tryggja að krabbameinsgreindir séu sérstaklega skilgreindir í áætluninni, en þar stendur nú: „Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar með þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda.“ Félög og stofnanir sem tengjast málefninu halda málþingið „Endurhæfing alla leið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Málþingið fjallar um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Allir áhugasamir eru velkomnir.Höfundar Sigrún Elva Einarsdóttir, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Ísland Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun