Ráðherra boðar aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga á Íslandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. maí 2018 08:00 Miklar breytingar hafa orðið á Hoffellsjökli á síðustu árum. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá jökulinn árið 1982 en fyrir neðan er staðan eins og hún er í dag. Gera verður ráð fyrir því að áframhaldandi hlýnun á Íslandi, sem líklega mun nema um 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldar, muni hafa verulegar afleiðingar fyrir náttúrufar og samfélag hér á landi. Þetta er ein af meginniðurstöðum skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi sem kynnt var í gær. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðu mála hér á landi en nefndin tekur saman þær miklu breytingar sem orðið hafa hér á landi undanfarna áratugi samhliða hnattrænum breytingum á veðurfari. Þessar breytingar munu halda áfram með áframhaldandi loftslagsbreytingum.Sjá einnig fréttaskýringuna: Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Áhrifin eru margþætt en taka meðal annars til landriss vegna þynningar jökla, hækkandi sjávarstöðu, landnáms nýrra og oft skaðlegra tegunda og súrnunar sjávar. Í skýrslunni er bent á að mikilla breytinga gæti nú í hafinu umhverfis Ísland. Súrnun sjávar er örari í Íslandshafi en að jafnaði í heimshöfunum og því líklegt að neikvæð áhrif súrnunar á lífríki og vistkerfi sjávar komi fyrr fram á íslenskum hafsvæðum. Jafnframt geta loftslagsbreytingar aukið hættu á náttúruvá eins og vatnsflóðum og ofanflóðum, eldgosum vegna aukinnar kvikuframleiðslu og gróðureldum.Mögulegt er að bjarga stærri jöklum með því að halda hlýnun næstu áratuga í lágmarki.Veðurstofa Íslands„Sú hlýnun sem orðið hefur á síðustu árum, sem er sambland af náttúrulegri uppsveiflu og gróðurhúsahlýnun, hefur haft gríðarleg áhrif á náttúrufar landsins,“ segir Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar. „Áframhaldandi hlýnun mun hafa áframhaldandi áhrif. Við getum hins vegar stillt af hlýnunina og ákveðið með alþjóðasamfélaginu hversu mikið við losum af gróðurhúsalofttegundum. Ef allt fer á versta veg þá hverfa allir jöklar á Íslandi og sjávarborðið hækkar, en ef við stillum losun í hóf verða áhrifin minni. Stærri jöklar hér á landi gætu lifað af þó svo að smájöklarnir séu dauðadæmdir.“ Skýrsluhöfundar ítreka að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um aðlögunarþörf vegna þessara breytinga. Ólíkt nágrannaþjóðum sé ekki til landsáætlun í þeim efnum. „Það verða loftslagsbreytingar og við verðum að geta aðlagast til að koma í veg fyrir að þær séu að valda okkur óþarfa tjóni. Það er það sem aðlögun snýst um,“ segir Halldór og nefnir sem dæmi undirbúning fyrir sjávarstöðubreytingar með tilliti til skipulags á lágsvæðum og að veitukerfið getið tekist á við það mikla álag sem fylgir aukinni úrkomu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ríkisstjórnina vinna samkvæmt aðgerðaáætlun um mótvægisaðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samfélög vítt og breitt um heiminn þurfi hins vegar að huga að aðlögun. „Í framhaldi af skýrslunni munu stjórnvöld vinna aðlögunaráætlun fyrir Ísland eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar, þar sem meðal annars er litið til hækkunar sjávarborðs, flóðahættu, skriðufalla, náttúruvár og fleiri atriða,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég legg áherslu á að aðlögun þarf að haldast í hendur við mótvægisaðgerðir, enda geta sumar aðgerðir þjónað bæði því að draga úr losun og mæta aðlögun, til dæmis aukinn gróður og endurheimt mýrlendis.“ Guðmundur Ingi segir skýrsluna staðfesta fyrri vitneskju um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi. „Áhrif á samfélag og efnahag okkar geta orðið umtalsverð. Kannski er súrnun sjávar eitt stærsta áhyggjuefnið, en hún er örari við Íslandsstrendur en að jafnaði í heimshöfunum, en aðrir þættir eins og breytt úrkomumynstur, flóðahætta, skriðuföll og aukin náttúruvá eru einnig viðfangsefni sem við þurfum að takast á við.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Gera verður ráð fyrir því að áframhaldandi hlýnun á Íslandi, sem líklega mun nema um 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldar, muni hafa verulegar afleiðingar fyrir náttúrufar og samfélag hér á landi. Þetta er ein af meginniðurstöðum skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi sem kynnt var í gær. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðu mála hér á landi en nefndin tekur saman þær miklu breytingar sem orðið hafa hér á landi undanfarna áratugi samhliða hnattrænum breytingum á veðurfari. Þessar breytingar munu halda áfram með áframhaldandi loftslagsbreytingum.Sjá einnig fréttaskýringuna: Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Áhrifin eru margþætt en taka meðal annars til landriss vegna þynningar jökla, hækkandi sjávarstöðu, landnáms nýrra og oft skaðlegra tegunda og súrnunar sjávar. Í skýrslunni er bent á að mikilla breytinga gæti nú í hafinu umhverfis Ísland. Súrnun sjávar er örari í Íslandshafi en að jafnaði í heimshöfunum og því líklegt að neikvæð áhrif súrnunar á lífríki og vistkerfi sjávar komi fyrr fram á íslenskum hafsvæðum. Jafnframt geta loftslagsbreytingar aukið hættu á náttúruvá eins og vatnsflóðum og ofanflóðum, eldgosum vegna aukinnar kvikuframleiðslu og gróðureldum.Mögulegt er að bjarga stærri jöklum með því að halda hlýnun næstu áratuga í lágmarki.Veðurstofa Íslands„Sú hlýnun sem orðið hefur á síðustu árum, sem er sambland af náttúrulegri uppsveiflu og gróðurhúsahlýnun, hefur haft gríðarleg áhrif á náttúrufar landsins,“ segir Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar. „Áframhaldandi hlýnun mun hafa áframhaldandi áhrif. Við getum hins vegar stillt af hlýnunina og ákveðið með alþjóðasamfélaginu hversu mikið við losum af gróðurhúsalofttegundum. Ef allt fer á versta veg þá hverfa allir jöklar á Íslandi og sjávarborðið hækkar, en ef við stillum losun í hóf verða áhrifin minni. Stærri jöklar hér á landi gætu lifað af þó svo að smájöklarnir séu dauðadæmdir.“ Skýrsluhöfundar ítreka að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um aðlögunarþörf vegna þessara breytinga. Ólíkt nágrannaþjóðum sé ekki til landsáætlun í þeim efnum. „Það verða loftslagsbreytingar og við verðum að geta aðlagast til að koma í veg fyrir að þær séu að valda okkur óþarfa tjóni. Það er það sem aðlögun snýst um,“ segir Halldór og nefnir sem dæmi undirbúning fyrir sjávarstöðubreytingar með tilliti til skipulags á lágsvæðum og að veitukerfið getið tekist á við það mikla álag sem fylgir aukinni úrkomu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ríkisstjórnina vinna samkvæmt aðgerðaáætlun um mótvægisaðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samfélög vítt og breitt um heiminn þurfi hins vegar að huga að aðlögun. „Í framhaldi af skýrslunni munu stjórnvöld vinna aðlögunaráætlun fyrir Ísland eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar, þar sem meðal annars er litið til hækkunar sjávarborðs, flóðahættu, skriðufalla, náttúruvár og fleiri atriða,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég legg áherslu á að aðlögun þarf að haldast í hendur við mótvægisaðgerðir, enda geta sumar aðgerðir þjónað bæði því að draga úr losun og mæta aðlögun, til dæmis aukinn gróður og endurheimt mýrlendis.“ Guðmundur Ingi segir skýrsluna staðfesta fyrri vitneskju um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi. „Áhrif á samfélag og efnahag okkar geta orðið umtalsverð. Kannski er súrnun sjávar eitt stærsta áhyggjuefnið, en hún er örari við Íslandsstrendur en að jafnaði í heimshöfunum, en aðrir þættir eins og breytt úrkomumynstur, flóðahætta, skriðuföll og aukin náttúruvá eru einnig viðfangsefni sem við þurfum að takast á við.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00