Gamla leiðin Hörður Ægisson skrifar 4. maí 2018 10:00 Formaður VR boðar átök. Verði ekki komið til móts við kröfur um viðamiklar kerfisbreytingar í þágu launafólks, hvað svo sem það þýðir, í komandi kjarasamningum kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll í þeim tilgangi að loka þurfi meðal annars stofnunum, hætta uppskipun og þannig lama mikilvæga starfsemi í samfélaginu. Er meirihluti félagsmanna VR, samtaka sem telja um 30 þúsund manns í hinum ólíkustu stéttum, líklegur til að taka undir með herskáum málflutningi formannsins? Um það má stórlega efast. Flest skynsamt fólk, með sæmilega jarðtengingu, gerir sér grein fyrir því að leiðin til að bæta kjör almennings verður ekki farin með því að efna til átaka við stjórnvöld og atvinnurekendur – byggt á óraunhæfum kröfum sem engin samstaða er um og öllum má vera ljóst að verða aldrei samþykktar. Það er staðreynd að kaupmáttur íslensks launafólks hefur aldrei verið meiri. Tugprósenta launahækkanir á síðustu árum hafa skilað sér í raunverulegum kjarabótum sem allir hópar hafa notið góðs af. Ólíkt því sem stundum er haldið fram fer því fjarri að ójöfnuður launa sé sjálfstætt vandamál enda er tekjudreifing óvíða jafnari en hér á landi. Um þetta er óþarfi að deila. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmátturinn tvöfaldast frá 2010. Þótt þessar hagtölur sýni að þorri almennings hefur ekki farið varhluta af hinum mikla uppgangi þá skal ekki gert lítið úr því að sumir telja sig hafa setið eftir. Við þeirri stöðu verður ekki brugðist með glórulausum launahækkunum í komandi kjarasamningum, sem engin innstæða er fyrir og myndu hleypa af stað verðbólgunni, heldur einkum markvissum aðgerðum til að leysa framboðsvandann á fasteigna- og leigumarkaði. Það mun hins vegar taka tíma. Hin hliðin á launaþróun síðustu ára birtist í versnandi samkeppnisskilyrðum helstu útflutningsgreina landsins, þeim hinum sömu og standa undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Það eru nefnilega blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með samhliða því að mjög hefur dregið úr fjölgun ferðamanna til landsins. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar orðið nærri 600 milljarða á ári í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna og fram undan er tími hagræðingar og samþjöppunar. Flest útflutningsfyrirtæki eru í þröngri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut. Formaður ASÍ benti á hið augljósa í vikunni. Með þjóðarsáttinni 1990 urðu kaflaskil í kjarabaráttunni. Í stað þess að knýja á um tugprósenta launahækkanir á ári, líkt og einkenndi áratugina þar á undan og leiddi aðeins til gengisfellinga og óðaverðbólgu, fór verkalýðshreyfingin að leggja áherslu á hægfara umbætur með það að markmiði að tryggja launafólki réttmæta hlutdeild í verðmætasköpuninni, eftir því sem aðstæður leyfðu í hagkerfinu hverju sinni. Sú leið hefur reynst vel. Verðbólga hefur almennt haldist lág og lífskjör batnað meira en áður hefur þekkst. Byltingarsinnar, sem eru á góðri leið með að yfirtaka verkalýðshreyfinguna, vilja núna hverfa aftur til gamla tímans. Allir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Þeir mega ekki komast upp með það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Kjaramál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Formaður VR boðar átök. Verði ekki komið til móts við kröfur um viðamiklar kerfisbreytingar í þágu launafólks, hvað svo sem það þýðir, í komandi kjarasamningum kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll í þeim tilgangi að loka þurfi meðal annars stofnunum, hætta uppskipun og þannig lama mikilvæga starfsemi í samfélaginu. Er meirihluti félagsmanna VR, samtaka sem telja um 30 þúsund manns í hinum ólíkustu stéttum, líklegur til að taka undir með herskáum málflutningi formannsins? Um það má stórlega efast. Flest skynsamt fólk, með sæmilega jarðtengingu, gerir sér grein fyrir því að leiðin til að bæta kjör almennings verður ekki farin með því að efna til átaka við stjórnvöld og atvinnurekendur – byggt á óraunhæfum kröfum sem engin samstaða er um og öllum má vera ljóst að verða aldrei samþykktar. Það er staðreynd að kaupmáttur íslensks launafólks hefur aldrei verið meiri. Tugprósenta launahækkanir á síðustu árum hafa skilað sér í raunverulegum kjarabótum sem allir hópar hafa notið góðs af. Ólíkt því sem stundum er haldið fram fer því fjarri að ójöfnuður launa sé sjálfstætt vandamál enda er tekjudreifing óvíða jafnari en hér á landi. Um þetta er óþarfi að deila. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmátturinn tvöfaldast frá 2010. Þótt þessar hagtölur sýni að þorri almennings hefur ekki farið varhluta af hinum mikla uppgangi þá skal ekki gert lítið úr því að sumir telja sig hafa setið eftir. Við þeirri stöðu verður ekki brugðist með glórulausum launahækkunum í komandi kjarasamningum, sem engin innstæða er fyrir og myndu hleypa af stað verðbólgunni, heldur einkum markvissum aðgerðum til að leysa framboðsvandann á fasteigna- og leigumarkaði. Það mun hins vegar taka tíma. Hin hliðin á launaþróun síðustu ára birtist í versnandi samkeppnisskilyrðum helstu útflutningsgreina landsins, þeim hinum sömu og standa undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Það eru nefnilega blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með samhliða því að mjög hefur dregið úr fjölgun ferðamanna til landsins. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar orðið nærri 600 milljarða á ári í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna og fram undan er tími hagræðingar og samþjöppunar. Flest útflutningsfyrirtæki eru í þröngri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut. Formaður ASÍ benti á hið augljósa í vikunni. Með þjóðarsáttinni 1990 urðu kaflaskil í kjarabaráttunni. Í stað þess að knýja á um tugprósenta launahækkanir á ári, líkt og einkenndi áratugina þar á undan og leiddi aðeins til gengisfellinga og óðaverðbólgu, fór verkalýðshreyfingin að leggja áherslu á hægfara umbætur með það að markmiði að tryggja launafólki réttmæta hlutdeild í verðmætasköpuninni, eftir því sem aðstæður leyfðu í hagkerfinu hverju sinni. Sú leið hefur reynst vel. Verðbólga hefur almennt haldist lág og lífskjör batnað meira en áður hefur þekkst. Byltingarsinnar, sem eru á góðri leið með að yfirtaka verkalýðshreyfinguna, vilja núna hverfa aftur til gamla tímans. Allir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Þeir mega ekki komast upp með það.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar