Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2018 14:30 Skarphéðinn Berg Steinarrson tók nýlega við starfi ferðamálastjóra. vísir/gva Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.Greint var frá því nýlega að bandaríska fyrirtækið Tripadvisor hefði keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun. Þar með eru ítarlegar upplýsingar um bókanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja nokkur ár aftur í tímann komnar í hendur Tripadvisor sem er risi á bókunarmarkaði á netinu.Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012samsettÞróun sem þurfi að snúa við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Og þetta er þróun sem við verðum að snúa við. Við heyrum þóknunartölur upp á allt að 35 prósent. Það sér hver maður að það er ekki hægt að greiða það af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem ég hef áhyggjur af er að þarna er ein af þessum stóru alþjóðlegu bókunarsíðum að kaupa bókunarkerfi sem hefur verið allsráðandi í íslenskri ferðaþjónustu og í því bókunarkerfi er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um sölu þessara fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann telji ekki gott að fyrirtæki eins og Tripadvisor búi yfir svo nákvæmum og viðkvæmum upplýsingum mjög stórs hluta allra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki liggi fyrir hvort íslensku fyrirtækin geti farið fram á að fá þessar upplýsingar til baka og þeim verði eytt í gagnagrunnum Tripadvisor.Hverasvæðið í Haukadal er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna.Vísir/ErnirÆtti að vera forgangsmál „En það finnst mér full ástæða til að kanna því þarna inni eru upplýsingar um hver einasta viðskiptavin undanfarin ár. Hvernig hann keypti, hvar hann keypti, borgaði fyrir og hver voru afsláttarkjörin og með hverjum hann ferðaðist. Þetta eru nokkuð nákvæmar upplýsingar sem ég held að sé óheppilegt að séu hjá svona aðila þegar kemur að því að vinna í að lækka söluþóknun til erlendra bókunarsíðna. En það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum í ferðaþjónustu,“ segir ferðamálastjóri. Eðlilegt sé að erlendar ferðaskriftstofur hafi tekjur af því að selja ferðir til Íslands eins og íslenskrar ferðaskrifstofur til annarra landa. Hins vegar séu þóknanir hjá svona stórum aðilum orðnar allt of háar og veiti Tripadvisor einstakan og víðtækan aðgang að viðskiptasögu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er ekkert ósvipað og ef heildsalar eða þeir sem flyttu inn vörur væru með samtengt birgðakerfi og síðan kæmi ráðandi aðili á smásölumarkaði og keypti þetta birgðakerfi. Það sér hver maður að það er ekki eðlilegt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.Greint var frá því nýlega að bandaríska fyrirtækið Tripadvisor hefði keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun. Þar með eru ítarlegar upplýsingar um bókanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja nokkur ár aftur í tímann komnar í hendur Tripadvisor sem er risi á bókunarmarkaði á netinu.Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012samsettÞróun sem þurfi að snúa við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Og þetta er þróun sem við verðum að snúa við. Við heyrum þóknunartölur upp á allt að 35 prósent. Það sér hver maður að það er ekki hægt að greiða það af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem ég hef áhyggjur af er að þarna er ein af þessum stóru alþjóðlegu bókunarsíðum að kaupa bókunarkerfi sem hefur verið allsráðandi í íslenskri ferðaþjónustu og í því bókunarkerfi er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um sölu þessara fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann telji ekki gott að fyrirtæki eins og Tripadvisor búi yfir svo nákvæmum og viðkvæmum upplýsingum mjög stórs hluta allra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki liggi fyrir hvort íslensku fyrirtækin geti farið fram á að fá þessar upplýsingar til baka og þeim verði eytt í gagnagrunnum Tripadvisor.Hverasvæðið í Haukadal er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna.Vísir/ErnirÆtti að vera forgangsmál „En það finnst mér full ástæða til að kanna því þarna inni eru upplýsingar um hver einasta viðskiptavin undanfarin ár. Hvernig hann keypti, hvar hann keypti, borgaði fyrir og hver voru afsláttarkjörin og með hverjum hann ferðaðist. Þetta eru nokkuð nákvæmar upplýsingar sem ég held að sé óheppilegt að séu hjá svona aðila þegar kemur að því að vinna í að lækka söluþóknun til erlendra bókunarsíðna. En það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum í ferðaþjónustu,“ segir ferðamálastjóri. Eðlilegt sé að erlendar ferðaskriftstofur hafi tekjur af því að selja ferðir til Íslands eins og íslenskrar ferðaskrifstofur til annarra landa. Hins vegar séu þóknanir hjá svona stórum aðilum orðnar allt of háar og veiti Tripadvisor einstakan og víðtækan aðgang að viðskiptasögu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er ekkert ósvipað og ef heildsalar eða þeir sem flyttu inn vörur væru með samtengt birgðakerfi og síðan kæmi ráðandi aðili á smásölumarkaði og keypti þetta birgðakerfi. Það sér hver maður að það er ekki eðlilegt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira