Í góðri trú Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. maí 2018 10:00 Blaðamenn búa að djúpum reynslubrunni fyrri kynslóða. Þeir sækja í þessa auðlind í öllum sínum störfum. Þeir eru traustsins verðir aðeins vegna þeirra verka sem forverar þeirra hafa unnið. En þessi erfðagjöf er brotgjörn. Minnsta hnjask skilur eftir sig ör. Samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins og Guðmundar Spartakusar vegur að þessari sameiginlegu uppsprettu. RÚV samdi og greiddi Guðmundi tvær og hálfa milljón í miskabætur og málskostnað utan réttar. Upphæðin er í sjálfur sér ekki það sem skiptir máli hér. Samkvæmt samkomulaginu þurfti RÚV ekki að biðjast afsökunar og ekki að leiðrétta fréttaflutning sem leiddi til ófjárhagslegs tjóns Guðmundar, þó svo að útvarpsstjóri segði á síðum Fréttablaðsins í síðustu viku að fréttaflutningur hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. RÚV og Guðmundur sammæltust um að halda trúnaði um samkomulagið. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það af hverju ákveðið hafi verið að semja við Guðmund vísar útvarpsstjóri til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í júlí í fyrra þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi fréttamanns RÚV sem dómstóllinn sagði ekki hafa flutt fregnir í góðri trú. Þannig taldi útvarpsstjóri að „umtalsverðar líkur stæðu til þess að tilteknar kröfur stefnanda málsins [Guðmundar] næðu fram að ganga“. Þó svo að stjórnendur RÚV hafi vafalaust talið sig hafa haft góð rök máli sínu til stuðnings, þá eru þetta hörmuleg skilaboð til þeirra blaðamanna sem þar starfa, og í raun til allra þeirra einstaklinga hér á landi sem gera blaðamennsku að ævistarfi sínu og flytja fréttir í góðri trú. Þessi skilaboð, og þau ákvæði í 25. kafla almennra hegningarlaga sem eru til grundvallar, fela í sér hættuleg kælingaráhrif á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi. Áhrif sem valda ótta eða kvíða meðal blaðamanna sem síðan leiða til sjálfsritskoðunar og þar með rýrri umræðu á opinberum vettvangi. Með samkomulaginu hefur RÚV blásið þeim eldmóð í brjóst sem komast upp með að hóta blaðamönnum, vega að starfsheiðri þeirra og þeim sem dreifa ósannindum. Oft er þetta einn og sami hópurinn. Stjórnendur RÚV vilja vernda sína blaðamenn, en samkomulag sem þetta er einmitt til þess fallið að gera starf þeirra sem flytja fréttir í góðri trú erfiðara og hættulegra. Í því felst köld kveðja til allra blaðamanna. Hafi markmiðið verið það að komast hjá því að biðjast afsökunar, eða leiðrétta fréttaflutning, þá er það vanvirða við stéttina af allt öðrum toga enda er það ekkert annað en heilbrigð skynsemi að fagna mistökum sínum, leiðrétta þau og læra af, en ekki fela þau undir trúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Blaðamenn búa að djúpum reynslubrunni fyrri kynslóða. Þeir sækja í þessa auðlind í öllum sínum störfum. Þeir eru traustsins verðir aðeins vegna þeirra verka sem forverar þeirra hafa unnið. En þessi erfðagjöf er brotgjörn. Minnsta hnjask skilur eftir sig ör. Samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins og Guðmundar Spartakusar vegur að þessari sameiginlegu uppsprettu. RÚV samdi og greiddi Guðmundi tvær og hálfa milljón í miskabætur og málskostnað utan réttar. Upphæðin er í sjálfur sér ekki það sem skiptir máli hér. Samkvæmt samkomulaginu þurfti RÚV ekki að biðjast afsökunar og ekki að leiðrétta fréttaflutning sem leiddi til ófjárhagslegs tjóns Guðmundar, þó svo að útvarpsstjóri segði á síðum Fréttablaðsins í síðustu viku að fréttaflutningur hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. RÚV og Guðmundur sammæltust um að halda trúnaði um samkomulagið. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það af hverju ákveðið hafi verið að semja við Guðmund vísar útvarpsstjóri til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í júlí í fyrra þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi fréttamanns RÚV sem dómstóllinn sagði ekki hafa flutt fregnir í góðri trú. Þannig taldi útvarpsstjóri að „umtalsverðar líkur stæðu til þess að tilteknar kröfur stefnanda málsins [Guðmundar] næðu fram að ganga“. Þó svo að stjórnendur RÚV hafi vafalaust talið sig hafa haft góð rök máli sínu til stuðnings, þá eru þetta hörmuleg skilaboð til þeirra blaðamanna sem þar starfa, og í raun til allra þeirra einstaklinga hér á landi sem gera blaðamennsku að ævistarfi sínu og flytja fréttir í góðri trú. Þessi skilaboð, og þau ákvæði í 25. kafla almennra hegningarlaga sem eru til grundvallar, fela í sér hættuleg kælingaráhrif á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi. Áhrif sem valda ótta eða kvíða meðal blaðamanna sem síðan leiða til sjálfsritskoðunar og þar með rýrri umræðu á opinberum vettvangi. Með samkomulaginu hefur RÚV blásið þeim eldmóð í brjóst sem komast upp með að hóta blaðamönnum, vega að starfsheiðri þeirra og þeim sem dreifa ósannindum. Oft er þetta einn og sami hópurinn. Stjórnendur RÚV vilja vernda sína blaðamenn, en samkomulag sem þetta er einmitt til þess fallið að gera starf þeirra sem flytja fréttir í góðri trú erfiðara og hættulegra. Í því felst köld kveðja til allra blaðamanna. Hafi markmiðið verið það að komast hjá því að biðjast afsökunar, eða leiðrétta fréttaflutning, þá er það vanvirða við stéttina af allt öðrum toga enda er það ekkert annað en heilbrigð skynsemi að fagna mistökum sínum, leiðrétta þau og læra af, en ekki fela þau undir trúnaði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun