Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2018 20:30 Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. Þingmaður Pírata segir borgaralaun geta jafnað arðinn af auðlindum sem fámennur hópur hafi sölsað undir sig. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata fer fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um könnun á kostum borgaralauna og átti í dag sérstakar umræður með forsætisráðherra um málið á þinginu. Lífeyrisgreiðslukerfið svo sem eins og ellilífeyris- og örorkulífeyriskerfið er flókið. Það er bótakerfið einnig eins og til að mynda atvinnuleysisbótakerfið vegna þess að þessi kerfi tengjast öðrum hlutum. Hugmyndin á bak við borgaralaun er meðal annars að einfalda þetta kerfi. En hugmyndafræðin er dýpri og víðtækari og gengur út á leið til skiptingar auðæfanna eftir að tæknivæðing hefur gert fjölda starfa óþörf eða sjálfvirkni tekið við af mannshöndinni. „Megin hugmyndin er að verðmæti náttúruauðlinda sem ekki hafa verið framleidd af neinum en sem fámennur hópur hefur sölsað undir sig ætti að dreifast jafnt til allra. Arðinn af þessum auðlindum sem er í raun sameiginleg eign allra borgara ætti að skattleggja og deila. Þessi arður, eða laun, væru eðlilegur og meðfæddur réttur allra borgara,“ sagði Halldóra. Tilraunir hafi verið gerðar með borgaralaun í ýmsum borgum, svæðum og jafnvel löndum á vissum sviðum. Vildi þingmaðurinn að forsætisráðherra gerði grein fyrir hug sínum til málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að ekki hafi verið settar fram raunhæfar leiðir um fjármögnun. En í samantekt upplýsingaskrifstofu Alþingis árið 2016 hafi kostnaðurinn verið metinn á um tólf hundruð milljarða miðað við 300 þúsund króna lágmarkslaun. „Þannig að, að lokum myndi ég vilja segja að ég tel þetta áhugaverða umræðu. Umræðu sem við þurfum að taka hér á vettvangi Alþingis. Ég sé fyrir mér að framtíðarnefnd gæti til að mynda tekið þetta mál til umfjöllunar og sett þessi álitamál fram með skipulegum hætti. Því við þurfum að taka afstöðu til þeirra,“ segir forsætisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39 Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. Þingmaður Pírata segir borgaralaun geta jafnað arðinn af auðlindum sem fámennur hópur hafi sölsað undir sig. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata fer fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um könnun á kostum borgaralauna og átti í dag sérstakar umræður með forsætisráðherra um málið á þinginu. Lífeyrisgreiðslukerfið svo sem eins og ellilífeyris- og örorkulífeyriskerfið er flókið. Það er bótakerfið einnig eins og til að mynda atvinnuleysisbótakerfið vegna þess að þessi kerfi tengjast öðrum hlutum. Hugmyndin á bak við borgaralaun er meðal annars að einfalda þetta kerfi. En hugmyndafræðin er dýpri og víðtækari og gengur út á leið til skiptingar auðæfanna eftir að tæknivæðing hefur gert fjölda starfa óþörf eða sjálfvirkni tekið við af mannshöndinni. „Megin hugmyndin er að verðmæti náttúruauðlinda sem ekki hafa verið framleidd af neinum en sem fámennur hópur hefur sölsað undir sig ætti að dreifast jafnt til allra. Arðinn af þessum auðlindum sem er í raun sameiginleg eign allra borgara ætti að skattleggja og deila. Þessi arður, eða laun, væru eðlilegur og meðfæddur réttur allra borgara,“ sagði Halldóra. Tilraunir hafi verið gerðar með borgaralaun í ýmsum borgum, svæðum og jafnvel löndum á vissum sviðum. Vildi þingmaðurinn að forsætisráðherra gerði grein fyrir hug sínum til málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að ekki hafi verið settar fram raunhæfar leiðir um fjármögnun. En í samantekt upplýsingaskrifstofu Alþingis árið 2016 hafi kostnaðurinn verið metinn á um tólf hundruð milljarða miðað við 300 þúsund króna lágmarkslaun. „Þannig að, að lokum myndi ég vilja segja að ég tel þetta áhugaverða umræðu. Umræðu sem við þurfum að taka hér á vettvangi Alþingis. Ég sé fyrir mér að framtíðarnefnd gæti til að mynda tekið þetta mál til umfjöllunar og sett þessi álitamál fram með skipulegum hætti. Því við þurfum að taka afstöðu til þeirra,“ segir forsætisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39 Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39
Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00
Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00