Grunnur að geðheilbrigði Hildur Björnsdóttir skrifar 20. apríl 2018 09:58 Geðheilbrigði er grunnstoð í heilbrigðu samfélagi. Það er órjúfanlegur hluti af almennri vellíðan og forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Það skiptir okkur sköpum að vel sé haldið á málaflokknum. Samfélagsvitund um geðheilbrigði hefur stóraukist en betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að um 20% barna og unglinga fást við vanlíðan eða geðraskanir af einhverju tagi. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru börn og unglingar hérlendis nú 80.383 talsins. Sé tekið mið af niðurstöðum rannsókna má því ætla að um 16.077 börn og ungmenni glími nú við vanlíðan eða geðraskanir. Fái þau ekki viðeigandi aðstoð getur vandinn versnað verulega og afleiðingarnar orðið alvarlegri. Algengast er að geðsjúkdómar komi fram hjá einstaklingum á aldrinum 18-25 ára. Helsta dánarorsök íslenskra karlmanna í þessum aldurshópi er sjálfsvíg. Með snemmtækri íhlutun og stórbættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mætti draga úr þessum átakanlega vanda. Lykilatriði er að byrja nægilega snemma. Það skortir samfellu í geðheilbrigðisþjónustu við börn. Biðlistar eru langir og einstaklingar falla gjarnan milli skips og bryggju innan kerfisins. Stór hluti barna fær seint eða aldrei viðeigandi meðferð. Það er mikilvægt að komast fyrir vandann nægilega snemma. Auknar forvarnir og auðveldur aðgangur að sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla gæti skipt sköpum. Við verðum að bæta samstarf ríkis og sveitarfélaga hvað málaflokkinn varðar. Móta þarf heildstæða stefnu um geðheilbrigði og eyrnamerkja málaflokknum aukið fé. Styðja þarf frjáls félagasamtök sem vinna að geðheilbrigðismálum. Tryggja þarf skilyrðislausa mannvirðingu í allri geðheilbrigðisþjónustu, með áherslu á persónulega nálgun og fjölbreyttar leiðir til bata. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill tryggja börnum og ungmennum gjaldfrjálsa og aðgengilega sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla. Það er þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting í geðheilbrigði samfélags. Aðgerðarleysi gagnvart málaflokknum mun alltaf fela í sér aukinn samfélagslegan kostnað – fjárhagslegan og tilfinningalegan. Með snemmtækri íhlutun má draga verulega úr vanlíðan og áhrifum geðraskana. Með forvörnum má fyrirbyggja frekari vanda.Höfundur er í 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er grunnstoð í heilbrigðu samfélagi. Það er órjúfanlegur hluti af almennri vellíðan og forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Það skiptir okkur sköpum að vel sé haldið á málaflokknum. Samfélagsvitund um geðheilbrigði hefur stóraukist en betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að um 20% barna og unglinga fást við vanlíðan eða geðraskanir af einhverju tagi. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru börn og unglingar hérlendis nú 80.383 talsins. Sé tekið mið af niðurstöðum rannsókna má því ætla að um 16.077 börn og ungmenni glími nú við vanlíðan eða geðraskanir. Fái þau ekki viðeigandi aðstoð getur vandinn versnað verulega og afleiðingarnar orðið alvarlegri. Algengast er að geðsjúkdómar komi fram hjá einstaklingum á aldrinum 18-25 ára. Helsta dánarorsök íslenskra karlmanna í þessum aldurshópi er sjálfsvíg. Með snemmtækri íhlutun og stórbættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mætti draga úr þessum átakanlega vanda. Lykilatriði er að byrja nægilega snemma. Það skortir samfellu í geðheilbrigðisþjónustu við börn. Biðlistar eru langir og einstaklingar falla gjarnan milli skips og bryggju innan kerfisins. Stór hluti barna fær seint eða aldrei viðeigandi meðferð. Það er mikilvægt að komast fyrir vandann nægilega snemma. Auknar forvarnir og auðveldur aðgangur að sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla gæti skipt sköpum. Við verðum að bæta samstarf ríkis og sveitarfélaga hvað málaflokkinn varðar. Móta þarf heildstæða stefnu um geðheilbrigði og eyrnamerkja málaflokknum aukið fé. Styðja þarf frjáls félagasamtök sem vinna að geðheilbrigðismálum. Tryggja þarf skilyrðislausa mannvirðingu í allri geðheilbrigðisþjónustu, með áherslu á persónulega nálgun og fjölbreyttar leiðir til bata. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill tryggja börnum og ungmennum gjaldfrjálsa og aðgengilega sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla. Það er þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting í geðheilbrigði samfélags. Aðgerðarleysi gagnvart málaflokknum mun alltaf fela í sér aukinn samfélagslegan kostnað – fjárhagslegan og tilfinningalegan. Með snemmtækri íhlutun má draga verulega úr vanlíðan og áhrifum geðraskana. Með forvörnum má fyrirbyggja frekari vanda.Höfundur er í 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun