Langlífi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2018 07:00 „Líflína þín er óvenju stutt, þannig að þú verður ekkert voðalega gömul,“ sagði spákona mér þegar ég var tvítug. Hún sagði mér líka ýmislegt annað sem átti eftir að rætast. Því hefur það hvarflað að mér hvort endalok okkar séu fyrirfram ákveðin. En þegar saga langlífustu þjóðar heims er skoðuð má læra ýmislegt. Japanir voru ekki alltaf langlífastir. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru Japanir með eina hæstu dánartíðnina og árið 1980 voru íbúar Nagano-héraðs í japönsku ölpunum með hæstu tíðni heilablóðfalla. Ráðamenn leituðu skýringa og fundu hana í þjóðarréttinum tsukemono sem inniheldur mikið af salti og var vinsæll í héraðinu. Með öflugu fræðsluátaki tókst að draga úr neyslunni sem varð til þess að tíðni heilablóðfalla lækkaði hratt. Japanir hafa gert fleira til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Eftir að ævistarfinu lýkur taka margir upp hlutastarf á nýjum vettvangi. Þeir virkja hver annan í gönguferðir, nágranna og fjölskyldu. Þeir bera fram matinn á litlum diskum og innbyrða um þriðjung af hitaeiningunum sem Bandaríkjamenn neyta. Japanir hugsa um hreinlæti og heilbrigðiskerfið er gott. Fjölskyldan er náin og félagsleg tengsl sterk. Stjórnvöld leggja áherslu á forvarnir fyrir íbúa sína svo þeir lifi ekki einungis lengi heldur geti notið þess að eldast heilbrigðir. Fyrst eftir spádóminn hugsaði ég með mér að það væri nú bara helvíti gott ef ég næði fertugu. Svo varð ég fertug og mér fannst lífið rétt að byrja. Því er gott til þess að hugsa að við getum gert ýmislegt til að auka líkurnar á að við náum háum aldri. Það hafa Japanir kennt okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
„Líflína þín er óvenju stutt, þannig að þú verður ekkert voðalega gömul,“ sagði spákona mér þegar ég var tvítug. Hún sagði mér líka ýmislegt annað sem átti eftir að rætast. Því hefur það hvarflað að mér hvort endalok okkar séu fyrirfram ákveðin. En þegar saga langlífustu þjóðar heims er skoðuð má læra ýmislegt. Japanir voru ekki alltaf langlífastir. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru Japanir með eina hæstu dánartíðnina og árið 1980 voru íbúar Nagano-héraðs í japönsku ölpunum með hæstu tíðni heilablóðfalla. Ráðamenn leituðu skýringa og fundu hana í þjóðarréttinum tsukemono sem inniheldur mikið af salti og var vinsæll í héraðinu. Með öflugu fræðsluátaki tókst að draga úr neyslunni sem varð til þess að tíðni heilablóðfalla lækkaði hratt. Japanir hafa gert fleira til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Eftir að ævistarfinu lýkur taka margir upp hlutastarf á nýjum vettvangi. Þeir virkja hver annan í gönguferðir, nágranna og fjölskyldu. Þeir bera fram matinn á litlum diskum og innbyrða um þriðjung af hitaeiningunum sem Bandaríkjamenn neyta. Japanir hugsa um hreinlæti og heilbrigðiskerfið er gott. Fjölskyldan er náin og félagsleg tengsl sterk. Stjórnvöld leggja áherslu á forvarnir fyrir íbúa sína svo þeir lifi ekki einungis lengi heldur geti notið þess að eldast heilbrigðir. Fyrst eftir spádóminn hugsaði ég með mér að það væri nú bara helvíti gott ef ég næði fertugu. Svo varð ég fertug og mér fannst lífið rétt að byrja. Því er gott til þess að hugsa að við getum gert ýmislegt til að auka líkurnar á að við náum háum aldri. Það hafa Japanir kennt okkur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar