Grobbelaar er enn á svörtum lista í Róm Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2018 12:00 Grobbelaar fagnar titlinum með Phil Neal. vísir/getty Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Sá leikur fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm og Rómverjar stóðu því vel að vígi. Það var þó markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, sem átti eftir að stela senunni. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem „spagettílappir“ Grobbelaar tóku síðasta spyrnumann Roma, Graziani, á taugum og Liverpool varð Evrópumeistari. „Þetta var töfrandi kvöld í mjög erfiðum aðstæðum fyrir okkur. Við vorum á útivelli og þurftum að yfirstíga margar hindranir,“ sagði Grobbelaar en hvað var hann að gera er hann tók spagettílappirnar frægu?Grobbelaar ver skot í leiknum.vísir/getty„Ég lék þetta bara af fingrum fram. Þegar Bruno Conti tók víti þá þá leit ég á ljósmyndara og beit svo í netið. Það virkaði því Conti klikkaði. Þá hugsaði ég um að halda þessu áfram. Ég leit aftur á netið og sá að það leit út eins og spagettí. Þess vegna ákvað ég að dansa eins og lappirnar á mér væru spagettí.“ Grobbelaar segir að stuðningsmenn Roma hafi aldrei fyrirgefið honum í raun hati þeir hann. „Það er ekkert langt síðan ég var í Róm og fékk að upplifa allt það stórkostlega í borginni. Nema Ólympíuleikvanginn. Ég vildi fara þangað og standa í markinu til að sýna konunni minni hvar ég varð Evrópumeistari. Þeir vildu ekki hleypa mér inn og sögðu að ég væri á svörtum lista þarna. Ótrúlegt.“ Grobbelaar verður á Anfield í kvöld en verður að horfa á síðari leikinn í sjónvarpinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Sá leikur fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm og Rómverjar stóðu því vel að vígi. Það var þó markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, sem átti eftir að stela senunni. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem „spagettílappir“ Grobbelaar tóku síðasta spyrnumann Roma, Graziani, á taugum og Liverpool varð Evrópumeistari. „Þetta var töfrandi kvöld í mjög erfiðum aðstæðum fyrir okkur. Við vorum á útivelli og þurftum að yfirstíga margar hindranir,“ sagði Grobbelaar en hvað var hann að gera er hann tók spagettílappirnar frægu?Grobbelaar ver skot í leiknum.vísir/getty„Ég lék þetta bara af fingrum fram. Þegar Bruno Conti tók víti þá þá leit ég á ljósmyndara og beit svo í netið. Það virkaði því Conti klikkaði. Þá hugsaði ég um að halda þessu áfram. Ég leit aftur á netið og sá að það leit út eins og spagettí. Þess vegna ákvað ég að dansa eins og lappirnar á mér væru spagettí.“ Grobbelaar segir að stuðningsmenn Roma hafi aldrei fyrirgefið honum í raun hati þeir hann. „Það er ekkert langt síðan ég var í Róm og fékk að upplifa allt það stórkostlega í borginni. Nema Ólympíuleikvanginn. Ég vildi fara þangað og standa í markinu til að sýna konunni minni hvar ég varð Evrópumeistari. Þeir vildu ekki hleypa mér inn og sögðu að ég væri á svörtum lista þarna. Ótrúlegt.“ Grobbelaar verður á Anfield í kvöld en verður að horfa á síðari leikinn í sjónvarpinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira