Kæru Íslendingar, verndið villta laxastofna Kurt Beardslee skrifar 25. apríl 2018 07:00 Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint. Ég er framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy (WFC), umhverfisverndarsamtaka sem berjast fyrir endurheimt villtra fiskistofna við norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Í ágúst í fyrra fengum við upplýsingar um að sjókví með Atlantshafslaxi hefði fallið saman skammt frá Seattle. Við héldum að þetta væru ýkjur. En svo var ekki. Myndefni frá þessum atburði kemur mér enn í uppnám. Samankrumpuð sjókvíin flaut í sjónum eins og blað sem einhver hafði hent frá sér. Í kringum 300.000 fiskar sluppu út úr kvínni þessa örlagaríku helgi, fiskur sem er framandi tegund í hafinu okkar í Washingtonríki. Seinna komumst við að því að mikill meirihluti þessara fiska, mögulega allir, báru veirusýkingu sem heitir Piscine Orthoreovirus og er bráðsmitandi og hættuleg villtum fiskistofnum. Eigandi sjókvíarinnar, Cooke Aquaculture sem rekur allt sjókvíaeldi í ríkinu, sagði í fyrstu að óvenjulegar náttúrulegar aðstæður hefðu valdið því að sjókvíin brast. Stjórnvöld leiddu þó hið rétta í ljós. Fyrirtækið hafði einfaldlega trassað að sinna eðlilegu viðhaldi. Því miður eru atburðir sem þessi ekki óvenjulegir hjá laxeldisfyrirtækjum í sjókvíaeldi. Svona óhöpp eru hluti af rekstrarumhverfi þeirra um allan heim. Þá miklu sorgarsögu má skoða með einfaldri Google leit. Jafnvel daglegur rekstur á sjókvíum, án stórra óhappa, hefur í för með sér áhættu sem er óásættanleg. Vísindarannsóknir sýna að mengunin frá þeim er skelfileg og magnar upp fjölda sníkjudýra og baktería í sjónum með miklum skaða fyrir lífríkið. Óhjákvæmilega sleppa fiskar líka í litlum mæli, sem er aldrei tilkynnt. Stöðugur þannig lítill leki er sjálfsagt enn hættulegri fyrir umhverfið en þegar stóru slysin verða. Í kjölfar þess að sjókví Cooke féll saman í fyrra ákváðu íbúar í Washingtonríki að nú væri nóg komið. Almenningur fordæmdi þessa starfsemi með kröftugum hætti. Við hjá WFC erum stolt af því að hafa leitt þá baráttu. Við settum á laggirnar breiðfylkingu undir nafninu Our Sound, Our Salmon, þar sem í eru 109 fyrirtæki og samtök, og 12.000 einstaklingar sem hafa tekið höndum saman um að berjast gegn sjókvíum og fyrir því að allt eldi verði fært upp á land. Stjórnmálamennirnir hlustuðu sem betur fer á okkur og settu lög sem tryggja að allar sjókvíar með Atlantshafslaxi verða horfnar frá Washingtonríki ekki seinna en 2022. Aldrei í sögunni hefur jafn mörgum sjókvíaeldisstöðvum verið gert að loka. Kæru Íslendingar, ráð mitt til ykkar er þetta: ekki láta það sem gerðist hér gerast á Íslandi. Verndið umhverfi ykkar og villta fiskistofna. Þrátt fyrir fögur loforð mun sjókvíaeldi aðeins valda skaða.Höfundur er framkvæmdastjóri bandarísku umhverfissamtakanna Wild Fish Conservancy Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint. Ég er framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy (WFC), umhverfisverndarsamtaka sem berjast fyrir endurheimt villtra fiskistofna við norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Í ágúst í fyrra fengum við upplýsingar um að sjókví með Atlantshafslaxi hefði fallið saman skammt frá Seattle. Við héldum að þetta væru ýkjur. En svo var ekki. Myndefni frá þessum atburði kemur mér enn í uppnám. Samankrumpuð sjókvíin flaut í sjónum eins og blað sem einhver hafði hent frá sér. Í kringum 300.000 fiskar sluppu út úr kvínni þessa örlagaríku helgi, fiskur sem er framandi tegund í hafinu okkar í Washingtonríki. Seinna komumst við að því að mikill meirihluti þessara fiska, mögulega allir, báru veirusýkingu sem heitir Piscine Orthoreovirus og er bráðsmitandi og hættuleg villtum fiskistofnum. Eigandi sjókvíarinnar, Cooke Aquaculture sem rekur allt sjókvíaeldi í ríkinu, sagði í fyrstu að óvenjulegar náttúrulegar aðstæður hefðu valdið því að sjókvíin brast. Stjórnvöld leiddu þó hið rétta í ljós. Fyrirtækið hafði einfaldlega trassað að sinna eðlilegu viðhaldi. Því miður eru atburðir sem þessi ekki óvenjulegir hjá laxeldisfyrirtækjum í sjókvíaeldi. Svona óhöpp eru hluti af rekstrarumhverfi þeirra um allan heim. Þá miklu sorgarsögu má skoða með einfaldri Google leit. Jafnvel daglegur rekstur á sjókvíum, án stórra óhappa, hefur í för með sér áhættu sem er óásættanleg. Vísindarannsóknir sýna að mengunin frá þeim er skelfileg og magnar upp fjölda sníkjudýra og baktería í sjónum með miklum skaða fyrir lífríkið. Óhjákvæmilega sleppa fiskar líka í litlum mæli, sem er aldrei tilkynnt. Stöðugur þannig lítill leki er sjálfsagt enn hættulegri fyrir umhverfið en þegar stóru slysin verða. Í kjölfar þess að sjókví Cooke féll saman í fyrra ákváðu íbúar í Washingtonríki að nú væri nóg komið. Almenningur fordæmdi þessa starfsemi með kröftugum hætti. Við hjá WFC erum stolt af því að hafa leitt þá baráttu. Við settum á laggirnar breiðfylkingu undir nafninu Our Sound, Our Salmon, þar sem í eru 109 fyrirtæki og samtök, og 12.000 einstaklingar sem hafa tekið höndum saman um að berjast gegn sjókvíum og fyrir því að allt eldi verði fært upp á land. Stjórnmálamennirnir hlustuðu sem betur fer á okkur og settu lög sem tryggja að allar sjókvíar með Atlantshafslaxi verða horfnar frá Washingtonríki ekki seinna en 2022. Aldrei í sögunni hefur jafn mörgum sjókvíaeldisstöðvum verið gert að loka. Kæru Íslendingar, ráð mitt til ykkar er þetta: ekki láta það sem gerðist hér gerast á Íslandi. Verndið umhverfi ykkar og villta fiskistofna. Þrátt fyrir fögur loforð mun sjókvíaeldi aðeins valda skaða.Höfundur er framkvæmdastjóri bandarísku umhverfissamtakanna Wild Fish Conservancy
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar