Tiltrú og væntingar íslenskra neytenda Guðni Rafn Gunnarsson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Undanfarin 17 ár hefur Gallup mælt tiltrú og væntingar landsmanna mánaðarlega með það að leiðarljósi að fá innsýn í hugarfar íslenskra neytenda. Markmiðið með mælingum á Væntingavísitölu Gallup er að fá fram vísbendingar um þróun á einkaneyslu. Væntingavísitala Gallup byggir á fimm spurningum sem snúa að mati á efnahagsaðstæðum og ástandi í atvinnumálum nú og eftir sex mánuði ásamt væntingum til heildartekna eftir sex mánuði. Vísitalan getur tekið gildi á bilinu 0-200 og ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir svarendur en neikvæðir og öfugt ef gildi vísitölunnar er lægra en 100. Á mynd 1 má sjá gildi Væntingavísitölu Gallup frá upphafi mælinga. Fyrsta gildi vísitölunnar í mars 2001 mældist 108,3 og má því segja að íslenskir neytendur hafi verið heldur jákvæðir í byrjun mælinga en þegar leið á árið 2001 þyngdust brúnir. Á fyrri hluta árs 2002 hækkaði vísitalan aftur og mældist yfir 100 stigum nær samfleytt til niðursveiflunnar 2006. Væntingavísitala Gallup hækkaði í kjölfar „litlu kreppunnar“ og náði hæsta gildi sínu, 155 stigum, í góðærinu í maí 2007. Leitni vísitölunnar var svo niður á við frá miðju ári 2007 og féll hún niður í 23 stig í nóvember 2008 í fyrstu mælingu eftir bankahrun. Má því segja að neytendur hafi að einhverju leyti séð fyrir að staða efnahagsmála væri viðsjárverð. Frá hruni hefur verið stígandi í vísitölunni ef frá eru taldar nokkrar sveiflur eins og lækkun í kringum mótmælin í október 2010 og hækkun í kringum alþingiskosningar. Væntingavísitala Gallup hefur tilhneigingu til að hækka í aðdraganda alþingiskosninga þegar kjósendur vænta betri tíðar eins og sjá má á bláu súlunum. Undanfarin misseri hefur Væntingavísitala Gallup mælst há en frá miðju ári 2015 hefur gildi vísitölunnar samfleytt mælst yfir 100 stigum og vel það.Samhliða útreikningi á Væntingavísitölu Gallup eru reiknaðar undirvísitölur sem snúa annars vegar að mati á núverandi ástandi og hins vegar að væntingum til aðstæðna eftir sex mánuði. Mynd 2 sýnir þróun á þessum undirvísitölum. Í góðærinu á árunum fyrir hrun mældist mat á núverandi ástandi hærra en væntingar að hálfu ári liðnu en það stöðumat breyttist í hruninu. Eftir hrun mældust væntingar til framtíðarinnar hærri en mat á núverandi ástandi þar til á fyrri hluta árs 2016 þegar mat á núverandi ástandi hækkaði umfram væntingar og hefur mælst hærra allar götur síðan. Í síðustu mælingu á Væntingavísitölu Gallup í mars mat helmingur þjóðarinnar ástandið í efnahagsmálum gott sem er svipað hlutfall og á árunum fyrir hrun. Þegar gildi Væntingavísitölu Gallup er greint eftir hópum kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Karlar eru almennt jákvæðari en konur hvað mat á efnahags- og atvinnuástandi varðar og mælist gildi vísitölunnar hjá körlum nær undantekningarlaust hærra. Þannig mælist meðaltal vísitölunnar frá upphafi mælinga 105 stig hjá körlum en 84 stig hjá konum. Eftir því sem fólk er yngra mælist vísitalan að jafnaði hærri og íbúar á á suðvesturhorni landsins eru jákvæðari en þeir sem búa í öðrum landshlutum. Fólk með lengri menntun er almennt jákvæðara og eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri þeim mun hærra er gildi Væntingavísitölu Gallup.Eins og áður segir er tilgangurinn að fá fram vísbendingar um þróun einkaneyslu. Ef neytendur hafa tiltrú á núverandi aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum og eru bjartsýnir á aðstæður í náinni framtíð eru þeir líklegri en ella til að auka einkaneyslu. Á mynd 3 má sjá ársmeðaltöl Væntingavísitölu Gallup á vinstri ás og fjölda nýskráninga nýrra fólksbifreiða á hægri ás, eftir árum. Af myndinni má sjá fylgni milli þessara stærða. Benda má á að Væntingavísitala Gallup mældist heldur lægri 2017 en árið á undan og fyrstu þrír mánuðir ársins í ár mælast aðeins lægri en í upphafi árs í fyrra. Þess ber að geta að inni í skráningum nýrra bíla er sala til bílaleiga sem gæti skekkt samanburðinn en það má velta fyrir sér hvort þarna sé að finna vísbendingu um að hægst gæti á sölu nýrra bíla. Nú tíu árum eftir hrun eru íslenskir neytendur almennt bjartsýnir og tiltrú þeirra og væntingum svipar til aðstæðna í síðasta góðæri. Vonandi hafa þeir ástæðu til að halda fluginu áfram áður en komið er inn til mjúkrar lendingar eins og er nú tíðrætt.Höfundur er sviðsstjóri fjölmiðla- og hagrannsókna hjá Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin 17 ár hefur Gallup mælt tiltrú og væntingar landsmanna mánaðarlega með það að leiðarljósi að fá innsýn í hugarfar íslenskra neytenda. Markmiðið með mælingum á Væntingavísitölu Gallup er að fá fram vísbendingar um þróun á einkaneyslu. Væntingavísitala Gallup byggir á fimm spurningum sem snúa að mati á efnahagsaðstæðum og ástandi í atvinnumálum nú og eftir sex mánuði ásamt væntingum til heildartekna eftir sex mánuði. Vísitalan getur tekið gildi á bilinu 0-200 og ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir svarendur en neikvæðir og öfugt ef gildi vísitölunnar er lægra en 100. Á mynd 1 má sjá gildi Væntingavísitölu Gallup frá upphafi mælinga. Fyrsta gildi vísitölunnar í mars 2001 mældist 108,3 og má því segja að íslenskir neytendur hafi verið heldur jákvæðir í byrjun mælinga en þegar leið á árið 2001 þyngdust brúnir. Á fyrri hluta árs 2002 hækkaði vísitalan aftur og mældist yfir 100 stigum nær samfleytt til niðursveiflunnar 2006. Væntingavísitala Gallup hækkaði í kjölfar „litlu kreppunnar“ og náði hæsta gildi sínu, 155 stigum, í góðærinu í maí 2007. Leitni vísitölunnar var svo niður á við frá miðju ári 2007 og féll hún niður í 23 stig í nóvember 2008 í fyrstu mælingu eftir bankahrun. Má því segja að neytendur hafi að einhverju leyti séð fyrir að staða efnahagsmála væri viðsjárverð. Frá hruni hefur verið stígandi í vísitölunni ef frá eru taldar nokkrar sveiflur eins og lækkun í kringum mótmælin í október 2010 og hækkun í kringum alþingiskosningar. Væntingavísitala Gallup hefur tilhneigingu til að hækka í aðdraganda alþingiskosninga þegar kjósendur vænta betri tíðar eins og sjá má á bláu súlunum. Undanfarin misseri hefur Væntingavísitala Gallup mælst há en frá miðju ári 2015 hefur gildi vísitölunnar samfleytt mælst yfir 100 stigum og vel það.Samhliða útreikningi á Væntingavísitölu Gallup eru reiknaðar undirvísitölur sem snúa annars vegar að mati á núverandi ástandi og hins vegar að væntingum til aðstæðna eftir sex mánuði. Mynd 2 sýnir þróun á þessum undirvísitölum. Í góðærinu á árunum fyrir hrun mældist mat á núverandi ástandi hærra en væntingar að hálfu ári liðnu en það stöðumat breyttist í hruninu. Eftir hrun mældust væntingar til framtíðarinnar hærri en mat á núverandi ástandi þar til á fyrri hluta árs 2016 þegar mat á núverandi ástandi hækkaði umfram væntingar og hefur mælst hærra allar götur síðan. Í síðustu mælingu á Væntingavísitölu Gallup í mars mat helmingur þjóðarinnar ástandið í efnahagsmálum gott sem er svipað hlutfall og á árunum fyrir hrun. Þegar gildi Væntingavísitölu Gallup er greint eftir hópum kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Karlar eru almennt jákvæðari en konur hvað mat á efnahags- og atvinnuástandi varðar og mælist gildi vísitölunnar hjá körlum nær undantekningarlaust hærra. Þannig mælist meðaltal vísitölunnar frá upphafi mælinga 105 stig hjá körlum en 84 stig hjá konum. Eftir því sem fólk er yngra mælist vísitalan að jafnaði hærri og íbúar á á suðvesturhorni landsins eru jákvæðari en þeir sem búa í öðrum landshlutum. Fólk með lengri menntun er almennt jákvæðara og eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri þeim mun hærra er gildi Væntingavísitölu Gallup.Eins og áður segir er tilgangurinn að fá fram vísbendingar um þróun einkaneyslu. Ef neytendur hafa tiltrú á núverandi aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum og eru bjartsýnir á aðstæður í náinni framtíð eru þeir líklegri en ella til að auka einkaneyslu. Á mynd 3 má sjá ársmeðaltöl Væntingavísitölu Gallup á vinstri ás og fjölda nýskráninga nýrra fólksbifreiða á hægri ás, eftir árum. Af myndinni má sjá fylgni milli þessara stærða. Benda má á að Væntingavísitala Gallup mældist heldur lægri 2017 en árið á undan og fyrstu þrír mánuðir ársins í ár mælast aðeins lægri en í upphafi árs í fyrra. Þess ber að geta að inni í skráningum nýrra bíla er sala til bílaleiga sem gæti skekkt samanburðinn en það má velta fyrir sér hvort þarna sé að finna vísbendingu um að hægst gæti á sölu nýrra bíla. Nú tíu árum eftir hrun eru íslenskir neytendur almennt bjartsýnir og tiltrú þeirra og væntingum svipar til aðstæðna í síðasta góðæri. Vonandi hafa þeir ástæðu til að halda fluginu áfram áður en komið er inn til mjúkrar lendingar eins og er nú tíðrætt.Höfundur er sviðsstjóri fjölmiðla- og hagrannsókna hjá Gallup
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun