Tiltrú og væntingar íslenskra neytenda Guðni Rafn Gunnarsson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Undanfarin 17 ár hefur Gallup mælt tiltrú og væntingar landsmanna mánaðarlega með það að leiðarljósi að fá innsýn í hugarfar íslenskra neytenda. Markmiðið með mælingum á Væntingavísitölu Gallup er að fá fram vísbendingar um þróun á einkaneyslu. Væntingavísitala Gallup byggir á fimm spurningum sem snúa að mati á efnahagsaðstæðum og ástandi í atvinnumálum nú og eftir sex mánuði ásamt væntingum til heildartekna eftir sex mánuði. Vísitalan getur tekið gildi á bilinu 0-200 og ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir svarendur en neikvæðir og öfugt ef gildi vísitölunnar er lægra en 100. Á mynd 1 má sjá gildi Væntingavísitölu Gallup frá upphafi mælinga. Fyrsta gildi vísitölunnar í mars 2001 mældist 108,3 og má því segja að íslenskir neytendur hafi verið heldur jákvæðir í byrjun mælinga en þegar leið á árið 2001 þyngdust brúnir. Á fyrri hluta árs 2002 hækkaði vísitalan aftur og mældist yfir 100 stigum nær samfleytt til niðursveiflunnar 2006. Væntingavísitala Gallup hækkaði í kjölfar „litlu kreppunnar“ og náði hæsta gildi sínu, 155 stigum, í góðærinu í maí 2007. Leitni vísitölunnar var svo niður á við frá miðju ári 2007 og féll hún niður í 23 stig í nóvember 2008 í fyrstu mælingu eftir bankahrun. Má því segja að neytendur hafi að einhverju leyti séð fyrir að staða efnahagsmála væri viðsjárverð. Frá hruni hefur verið stígandi í vísitölunni ef frá eru taldar nokkrar sveiflur eins og lækkun í kringum mótmælin í október 2010 og hækkun í kringum alþingiskosningar. Væntingavísitala Gallup hefur tilhneigingu til að hækka í aðdraganda alþingiskosninga þegar kjósendur vænta betri tíðar eins og sjá má á bláu súlunum. Undanfarin misseri hefur Væntingavísitala Gallup mælst há en frá miðju ári 2015 hefur gildi vísitölunnar samfleytt mælst yfir 100 stigum og vel það.Samhliða útreikningi á Væntingavísitölu Gallup eru reiknaðar undirvísitölur sem snúa annars vegar að mati á núverandi ástandi og hins vegar að væntingum til aðstæðna eftir sex mánuði. Mynd 2 sýnir þróun á þessum undirvísitölum. Í góðærinu á árunum fyrir hrun mældist mat á núverandi ástandi hærra en væntingar að hálfu ári liðnu en það stöðumat breyttist í hruninu. Eftir hrun mældust væntingar til framtíðarinnar hærri en mat á núverandi ástandi þar til á fyrri hluta árs 2016 þegar mat á núverandi ástandi hækkaði umfram væntingar og hefur mælst hærra allar götur síðan. Í síðustu mælingu á Væntingavísitölu Gallup í mars mat helmingur þjóðarinnar ástandið í efnahagsmálum gott sem er svipað hlutfall og á árunum fyrir hrun. Þegar gildi Væntingavísitölu Gallup er greint eftir hópum kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Karlar eru almennt jákvæðari en konur hvað mat á efnahags- og atvinnuástandi varðar og mælist gildi vísitölunnar hjá körlum nær undantekningarlaust hærra. Þannig mælist meðaltal vísitölunnar frá upphafi mælinga 105 stig hjá körlum en 84 stig hjá konum. Eftir því sem fólk er yngra mælist vísitalan að jafnaði hærri og íbúar á á suðvesturhorni landsins eru jákvæðari en þeir sem búa í öðrum landshlutum. Fólk með lengri menntun er almennt jákvæðara og eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri þeim mun hærra er gildi Væntingavísitölu Gallup.Eins og áður segir er tilgangurinn að fá fram vísbendingar um þróun einkaneyslu. Ef neytendur hafa tiltrú á núverandi aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum og eru bjartsýnir á aðstæður í náinni framtíð eru þeir líklegri en ella til að auka einkaneyslu. Á mynd 3 má sjá ársmeðaltöl Væntingavísitölu Gallup á vinstri ás og fjölda nýskráninga nýrra fólksbifreiða á hægri ás, eftir árum. Af myndinni má sjá fylgni milli þessara stærða. Benda má á að Væntingavísitala Gallup mældist heldur lægri 2017 en árið á undan og fyrstu þrír mánuðir ársins í ár mælast aðeins lægri en í upphafi árs í fyrra. Þess ber að geta að inni í skráningum nýrra bíla er sala til bílaleiga sem gæti skekkt samanburðinn en það má velta fyrir sér hvort þarna sé að finna vísbendingu um að hægst gæti á sölu nýrra bíla. Nú tíu árum eftir hrun eru íslenskir neytendur almennt bjartsýnir og tiltrú þeirra og væntingum svipar til aðstæðna í síðasta góðæri. Vonandi hafa þeir ástæðu til að halda fluginu áfram áður en komið er inn til mjúkrar lendingar eins og er nú tíðrætt.Höfundur er sviðsstjóri fjölmiðla- og hagrannsókna hjá Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarin 17 ár hefur Gallup mælt tiltrú og væntingar landsmanna mánaðarlega með það að leiðarljósi að fá innsýn í hugarfar íslenskra neytenda. Markmiðið með mælingum á Væntingavísitölu Gallup er að fá fram vísbendingar um þróun á einkaneyslu. Væntingavísitala Gallup byggir á fimm spurningum sem snúa að mati á efnahagsaðstæðum og ástandi í atvinnumálum nú og eftir sex mánuði ásamt væntingum til heildartekna eftir sex mánuði. Vísitalan getur tekið gildi á bilinu 0-200 og ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir svarendur en neikvæðir og öfugt ef gildi vísitölunnar er lægra en 100. Á mynd 1 má sjá gildi Væntingavísitölu Gallup frá upphafi mælinga. Fyrsta gildi vísitölunnar í mars 2001 mældist 108,3 og má því segja að íslenskir neytendur hafi verið heldur jákvæðir í byrjun mælinga en þegar leið á árið 2001 þyngdust brúnir. Á fyrri hluta árs 2002 hækkaði vísitalan aftur og mældist yfir 100 stigum nær samfleytt til niðursveiflunnar 2006. Væntingavísitala Gallup hækkaði í kjölfar „litlu kreppunnar“ og náði hæsta gildi sínu, 155 stigum, í góðærinu í maí 2007. Leitni vísitölunnar var svo niður á við frá miðju ári 2007 og féll hún niður í 23 stig í nóvember 2008 í fyrstu mælingu eftir bankahrun. Má því segja að neytendur hafi að einhverju leyti séð fyrir að staða efnahagsmála væri viðsjárverð. Frá hruni hefur verið stígandi í vísitölunni ef frá eru taldar nokkrar sveiflur eins og lækkun í kringum mótmælin í október 2010 og hækkun í kringum alþingiskosningar. Væntingavísitala Gallup hefur tilhneigingu til að hækka í aðdraganda alþingiskosninga þegar kjósendur vænta betri tíðar eins og sjá má á bláu súlunum. Undanfarin misseri hefur Væntingavísitala Gallup mælst há en frá miðju ári 2015 hefur gildi vísitölunnar samfleytt mælst yfir 100 stigum og vel það.Samhliða útreikningi á Væntingavísitölu Gallup eru reiknaðar undirvísitölur sem snúa annars vegar að mati á núverandi ástandi og hins vegar að væntingum til aðstæðna eftir sex mánuði. Mynd 2 sýnir þróun á þessum undirvísitölum. Í góðærinu á árunum fyrir hrun mældist mat á núverandi ástandi hærra en væntingar að hálfu ári liðnu en það stöðumat breyttist í hruninu. Eftir hrun mældust væntingar til framtíðarinnar hærri en mat á núverandi ástandi þar til á fyrri hluta árs 2016 þegar mat á núverandi ástandi hækkaði umfram væntingar og hefur mælst hærra allar götur síðan. Í síðustu mælingu á Væntingavísitölu Gallup í mars mat helmingur þjóðarinnar ástandið í efnahagsmálum gott sem er svipað hlutfall og á árunum fyrir hrun. Þegar gildi Væntingavísitölu Gallup er greint eftir hópum kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Karlar eru almennt jákvæðari en konur hvað mat á efnahags- og atvinnuástandi varðar og mælist gildi vísitölunnar hjá körlum nær undantekningarlaust hærra. Þannig mælist meðaltal vísitölunnar frá upphafi mælinga 105 stig hjá körlum en 84 stig hjá konum. Eftir því sem fólk er yngra mælist vísitalan að jafnaði hærri og íbúar á á suðvesturhorni landsins eru jákvæðari en þeir sem búa í öðrum landshlutum. Fólk með lengri menntun er almennt jákvæðara og eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri þeim mun hærra er gildi Væntingavísitölu Gallup.Eins og áður segir er tilgangurinn að fá fram vísbendingar um þróun einkaneyslu. Ef neytendur hafa tiltrú á núverandi aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum og eru bjartsýnir á aðstæður í náinni framtíð eru þeir líklegri en ella til að auka einkaneyslu. Á mynd 3 má sjá ársmeðaltöl Væntingavísitölu Gallup á vinstri ás og fjölda nýskráninga nýrra fólksbifreiða á hægri ás, eftir árum. Af myndinni má sjá fylgni milli þessara stærða. Benda má á að Væntingavísitala Gallup mældist heldur lægri 2017 en árið á undan og fyrstu þrír mánuðir ársins í ár mælast aðeins lægri en í upphafi árs í fyrra. Þess ber að geta að inni í skráningum nýrra bíla er sala til bílaleiga sem gæti skekkt samanburðinn en það má velta fyrir sér hvort þarna sé að finna vísbendingu um að hægst gæti á sölu nýrra bíla. Nú tíu árum eftir hrun eru íslenskir neytendur almennt bjartsýnir og tiltrú þeirra og væntingum svipar til aðstæðna í síðasta góðæri. Vonandi hafa þeir ástæðu til að halda fluginu áfram áður en komið er inn til mjúkrar lendingar eins og er nú tíðrætt.Höfundur er sviðsstjóri fjölmiðla- og hagrannsókna hjá Gallup
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar