Lögmaður Trump neitar að bera vitni Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 12:10 Cohen hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Klámmyndaleikkona hefur stefnt honum og alríkislögreglan rannsakar hann. Vísir/AFP Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að nýta rétt sinn til að bera ekki vitni í máli sem klámmyndaleikkona höfðaði til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hann gerði við hana. Cohen telur að vitnisburður sinn gæti haft áhrif á sakamálarannsókn á viðskiptum hans. Stephanie Clifford, betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að geta tjáð sig um kynferðislegt samband sitt við Trump fyrir rúmum áratug. Cohen greiddi henni 130.000 dollara, að sögn úr eigin vasa, til að þegja um framhjáhaldið rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Síðan þá hefur komið í ljós að alríkislögreglan FBI hefur Cohen til rannsóknar, meðal annars vegna greiðslunnar til Clifford. Húsleit var gerð á skrifstofu, heimili og hótelherbergi Cohen fyrr í mánuðinum. Cohen sagði dómaranum í máli Clifford í gær að hann bæri fyrir sig fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og neitaði að bera vitni. Viðaukinn kveður á um rétt fólks til að bendla ekki sjálft sig við glæp. Vísaði hann til alríkisrannsóknarinnar á sér. Lögmenn Cohen hafa jafnframt óskað eftir því að gert verði níutíu daga hlé á meðferð málsins.Gagnrýndi aðstoðarmenn Clinton fyrir að neita að bera vitni Þegar uppvíst varð um greiðslu Cohen til Clifford bar lögmaðurinn því við að hann hefði greitt féð úr eigin vasa án þess að forsetinn hefði endurgreitt honum. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að greiðslan hafi brotið gegn lögum um kosningaframlög og hvort að Cohen hafi fengið lán fyrir greiðslunni á fölskum forsendum.Washington Post segir ekki óalgengt að sakborningar sem standa bæði frammi fyrir opinberri rannsókn og einkamáli óski eftir hléi í einkamálinu til að forðast að bera vitni eiðsvarnir og að afhenda skjöl sem gætu bendlað þá við glæpi. Hins vegar hefur verið rifjað upp að Trump var afar gagnrýninn á aðstoðarmenn Hillary Clinton, mótherja hans í kosningunum árið 2016, sem neituðu að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakaði tölvupósta hennar þegar hún var utanríkisráðherra. „Mafían notar fimmta viðaukann. Ef þú ert saklaus, hvers vegna ertu að nota fimmta viðaukann?“ sagði Trump við stuðningsmenn sína á kosningafundi í aðdraganda kosninganna. Washington Post segir að Trump hafi sjálfur borið fyrir sig fimmta viðaukanum til að forðast að svara 97 spurningum í vitnisburði í tengslum við skilnað árið 1990. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að nýta rétt sinn til að bera ekki vitni í máli sem klámmyndaleikkona höfðaði til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hann gerði við hana. Cohen telur að vitnisburður sinn gæti haft áhrif á sakamálarannsókn á viðskiptum hans. Stephanie Clifford, betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að geta tjáð sig um kynferðislegt samband sitt við Trump fyrir rúmum áratug. Cohen greiddi henni 130.000 dollara, að sögn úr eigin vasa, til að þegja um framhjáhaldið rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Síðan þá hefur komið í ljós að alríkislögreglan FBI hefur Cohen til rannsóknar, meðal annars vegna greiðslunnar til Clifford. Húsleit var gerð á skrifstofu, heimili og hótelherbergi Cohen fyrr í mánuðinum. Cohen sagði dómaranum í máli Clifford í gær að hann bæri fyrir sig fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og neitaði að bera vitni. Viðaukinn kveður á um rétt fólks til að bendla ekki sjálft sig við glæp. Vísaði hann til alríkisrannsóknarinnar á sér. Lögmenn Cohen hafa jafnframt óskað eftir því að gert verði níutíu daga hlé á meðferð málsins.Gagnrýndi aðstoðarmenn Clinton fyrir að neita að bera vitni Þegar uppvíst varð um greiðslu Cohen til Clifford bar lögmaðurinn því við að hann hefði greitt féð úr eigin vasa án þess að forsetinn hefði endurgreitt honum. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að greiðslan hafi brotið gegn lögum um kosningaframlög og hvort að Cohen hafi fengið lán fyrir greiðslunni á fölskum forsendum.Washington Post segir ekki óalgengt að sakborningar sem standa bæði frammi fyrir opinberri rannsókn og einkamáli óski eftir hléi í einkamálinu til að forðast að bera vitni eiðsvarnir og að afhenda skjöl sem gætu bendlað þá við glæpi. Hins vegar hefur verið rifjað upp að Trump var afar gagnrýninn á aðstoðarmenn Hillary Clinton, mótherja hans í kosningunum árið 2016, sem neituðu að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakaði tölvupósta hennar þegar hún var utanríkisráðherra. „Mafían notar fimmta viðaukann. Ef þú ert saklaus, hvers vegna ertu að nota fimmta viðaukann?“ sagði Trump við stuðningsmenn sína á kosningafundi í aðdraganda kosninganna. Washington Post segir að Trump hafi sjálfur borið fyrir sig fimmta viðaukanum til að forðast að svara 97 spurningum í vitnisburði í tengslum við skilnað árið 1990.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent