UFC-stjarna greinir frá því að sér hafi verið nauðgað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 VanZant fyrir bardaga hjá UFC. vísir/getty Ein af stjörnum UFC, Paige VanZant, er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar opnar hún sig um hræðilega hópnauðgun. VanZant segist vilja opna sig um þetta mál til að gefa öðrum hugrekki til þess að greina frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir. Hún varð einnig fyrir einelti í framhaldsskóla. „Ég hafði skrifað mikið niður í gegnum tíðina og á endanum vildi ég deila þessu efni. Eftir að hafa verið í Dancing with the stars og fleiri þáttum var ég orðin þreytt á persónulegum spurningum og skrifaði bókina,“ sagði VanZant. Hún segir að strákar hafi dælt í hana áfengi í teiti í framhaldsskóla og síðan nauðgað henni. „Þeir færðu mig á milli sín og ég gat ekki varist þeim. Ég er vakandi og með meðvitund en líkami minn er dauður meðan á þessu stendur. Ég veit hvað er að gerast en get ekki stöðvað það,“ skrifar VanZant. Drengirnir slúðruðu því svo í skólanum að hún hefði viljandi sofið hjá þeim öllum og í kjölfarið hefði fylgt mikið einelti ofan á allt saman. „Ég vil vera talsmaður gegn einelti og það er ein af ástæðum þess að ég gef þessa bók út. Eineltið var erfiðast fyrir mig.“ VanZant er aðeins 24 ára gömul og hefur verið vonarstjarna hjá UFC síðustu ár. Hún er í fjórtánda sæti á styrkleikalista UFC í fluguvigtinni. Hún varð svo mjög fræg í Bandaríkjunum er hún tók þátt í skemmtiþættinum Dancing with the stars þar sem hún dansaði sig í úrslit. MMA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira
Ein af stjörnum UFC, Paige VanZant, er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar opnar hún sig um hræðilega hópnauðgun. VanZant segist vilja opna sig um þetta mál til að gefa öðrum hugrekki til þess að greina frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir. Hún varð einnig fyrir einelti í framhaldsskóla. „Ég hafði skrifað mikið niður í gegnum tíðina og á endanum vildi ég deila þessu efni. Eftir að hafa verið í Dancing with the stars og fleiri þáttum var ég orðin þreytt á persónulegum spurningum og skrifaði bókina,“ sagði VanZant. Hún segir að strákar hafi dælt í hana áfengi í teiti í framhaldsskóla og síðan nauðgað henni. „Þeir færðu mig á milli sín og ég gat ekki varist þeim. Ég er vakandi og með meðvitund en líkami minn er dauður meðan á þessu stendur. Ég veit hvað er að gerast en get ekki stöðvað það,“ skrifar VanZant. Drengirnir slúðruðu því svo í skólanum að hún hefði viljandi sofið hjá þeim öllum og í kjölfarið hefði fylgt mikið einelti ofan á allt saman. „Ég vil vera talsmaður gegn einelti og það er ein af ástæðum þess að ég gef þessa bók út. Eineltið var erfiðast fyrir mig.“ VanZant er aðeins 24 ára gömul og hefur verið vonarstjarna hjá UFC síðustu ár. Hún er í fjórtánda sæti á styrkleikalista UFC í fluguvigtinni. Hún varð svo mjög fræg í Bandaríkjunum er hún tók þátt í skemmtiþættinum Dancing with the stars þar sem hún dansaði sig í úrslit.
MMA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira