Versta vika Pep Guardiola á þjálfaraferlinum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 10:30 Reiður Pep Guardiola. Vísir/Getty Manchester City gat á síðustu sjö dögum tryggt sér bæði sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem og endanlega tryggt sér enska meistaratitilinn. Niðurstaðan var önnur. Manchester City datt út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í Meistaradeildinni og tapaði niður 2-0 forystu á móti nágrönnum sínum í Manchester United þegar titilinn var innan seilingar. Manchester City liðið hafði sett félagsmet í vetur með því að spila 30 deildarleiki í röð án þess að tapa og með því að vinna 20 heimaleiki í röð í öllum keppnum. Fyrsta tapið kom ekki fyrr en í merkingalausum lokaleik á móti Shakhtar Donetsk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.Guardiola ha perdido tres partidos consecutivos (3-0 en Liverpool, 2-3 contra el United y 1-2 contra el Liverpool) por SEGUNDA VEZ en TODA su carrera profesional (ya le sucedió el 2-6-9 de mayo de 2015). El sábado visita al Tottenham y podría enlazar 4 derrotas por primera vez. pic.twitter.com/5f1wwCfTMP — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 11, 2018 Fyrir þessa viku þá var Manchester City aðeins búið að tapa samtals fjórum leikjum á öllu tímabilinu sem spannar nú orðið átta mánuði. Liðið tapaði næstum því jafnmörgum á sex dögum. Þetta er líklega versta vika Pep Guardiola á þjálfaraferlinum en hann þurfti að horfa á seinni hálfleikinn í gær upp í stúku eftir að dómari leiksins tók illa í mótmæli spænska stjórans í hálfleik. Það má þá taka það fram að í öllum þessum þremur leikjum voru atriði þar sem dómgæslan féll ekki með Manchester City liðinu. Kannski skiljanlegt að Pep Guardiola væri orðin pirraður í gær þegar löglegt mark var tekið af liðinu hans.Versta vika Pep Guardiola á þjálfaraferlinum?4. apríl 2018: 3-0 tap á móti Liverpool í Meistaradeildinni7. apríl 2018: 3-2 tap á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni10. apríl 2018: 2-1 tap á móti Liverpool í Meistaradeildinni Það er ekki eins og verkefnið verði auðveldara í næsta leik því þá þarf City liðið að fara í heimsókn til Tottenham á Wembley. Þar gæti alveg eins fjórða tapið í röð dottið inn. Þetta eru hörð örlög fyrir liðið sem var að leika sér að ensku deildinni stærsta hluta tímabilsins. Eins og síðustu ár þá gengur Pep Guardiola illa að ná takmörkum sínum í Meistaradeildinni. Manchester City getur samt ekki tryggt sér titilinn í þeim leik. Liðið verður enskur meistari en bara ekki alveg strax. Fyrst á dagskrá hjá Guardiola og lærisveinum hans er að vinna sig út úr þessari taphrinu sem herjar á liðið þessa dagana. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Manchester City gat á síðustu sjö dögum tryggt sér bæði sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem og endanlega tryggt sér enska meistaratitilinn. Niðurstaðan var önnur. Manchester City datt út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í Meistaradeildinni og tapaði niður 2-0 forystu á móti nágrönnum sínum í Manchester United þegar titilinn var innan seilingar. Manchester City liðið hafði sett félagsmet í vetur með því að spila 30 deildarleiki í röð án þess að tapa og með því að vinna 20 heimaleiki í röð í öllum keppnum. Fyrsta tapið kom ekki fyrr en í merkingalausum lokaleik á móti Shakhtar Donetsk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.Guardiola ha perdido tres partidos consecutivos (3-0 en Liverpool, 2-3 contra el United y 1-2 contra el Liverpool) por SEGUNDA VEZ en TODA su carrera profesional (ya le sucedió el 2-6-9 de mayo de 2015). El sábado visita al Tottenham y podría enlazar 4 derrotas por primera vez. pic.twitter.com/5f1wwCfTMP — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 11, 2018 Fyrir þessa viku þá var Manchester City aðeins búið að tapa samtals fjórum leikjum á öllu tímabilinu sem spannar nú orðið átta mánuði. Liðið tapaði næstum því jafnmörgum á sex dögum. Þetta er líklega versta vika Pep Guardiola á þjálfaraferlinum en hann þurfti að horfa á seinni hálfleikinn í gær upp í stúku eftir að dómari leiksins tók illa í mótmæli spænska stjórans í hálfleik. Það má þá taka það fram að í öllum þessum þremur leikjum voru atriði þar sem dómgæslan féll ekki með Manchester City liðinu. Kannski skiljanlegt að Pep Guardiola væri orðin pirraður í gær þegar löglegt mark var tekið af liðinu hans.Versta vika Pep Guardiola á þjálfaraferlinum?4. apríl 2018: 3-0 tap á móti Liverpool í Meistaradeildinni7. apríl 2018: 3-2 tap á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni10. apríl 2018: 2-1 tap á móti Liverpool í Meistaradeildinni Það er ekki eins og verkefnið verði auðveldara í næsta leik því þá þarf City liðið að fara í heimsókn til Tottenham á Wembley. Þar gæti alveg eins fjórða tapið í röð dottið inn. Þetta eru hörð örlög fyrir liðið sem var að leika sér að ensku deildinni stærsta hluta tímabilsins. Eins og síðustu ár þá gengur Pep Guardiola illa að ná takmörkum sínum í Meistaradeildinni. Manchester City getur samt ekki tryggt sér titilinn í þeim leik. Liðið verður enskur meistari en bara ekki alveg strax. Fyrst á dagskrá hjá Guardiola og lærisveinum hans er að vinna sig út úr þessari taphrinu sem herjar á liðið þessa dagana.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira