Elliði í baráttusæti í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2018 22:51 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, skipar að eigin beiðni fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en hann hefur leitt listann síðustu 12 ár. Hildur Sólveig Sigurðardóttir skipar fyrsta sæti á listanum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúaráði flokksins í Eyjum. Framboðslistinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum nú í kvöld. Elliði Vignisson bað um að skipa fimmta sæti í ár eftir 12 ár í leiðtogasætinu. Hann verður þó áfram bæði leiðtogi og bæjarstjóraefni listans. „Að vera leiðtogi snýst ekki um stöðu eða sæti, ætli maður sér að vera leiðtogi verður maður að vera tilbúinn til að hlusta og bregðast við. Eftir að hafa leitt listann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvarlega umræðu um þörfina á valddreifingu,“ er haft eftir Elliða. „Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýðræðishalli að vera í senn í öruggasta sætinu, vera bæjarstjóraefni, oddviti og sá sem er með langmestu reynsluna. Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í framboðssæti sem að við lítum á sem sæti varabæjarfulltrúa. Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem annars hefði ef til vill orðið að víkja af vettvangi bæjarmálanna,“ segir Elliði sem kvíðir því ekki að leiða listann sem varabæjarfulltrúi.Í fyrsta sæti fyrst kvenna í 20 ár Hildur Sólveig Sigurðardóttir er fyrsta konan í 20 ár sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Hún segist auðmjúk og þakklát fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt með því að taka fyrsta sætið. „Það er ekki sjálfgefið að ungri konu sé falið hlutverk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sætin. Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslumikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst einkennir okkur frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins er einlægur vilji til þess að halda áfram að gera samfélagið okkar betra og til að gera það mögulegt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hagsmunum fyrir hagsmuni heildarinnar. Við viljum öll taka þátt í þeim verkefnum sem fram undan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vestmannaeyja,“ segir Hildur Sólveig.Framboðslisti Sjálfstæðismanna er sem hér segir: 1. Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari 2. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari 3. Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri 4. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri 5. Elliði Vignisson, oddviti og bæjarstjóri 6. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur 7. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri 8. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri 9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði 10. Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi 11. Agnes Stefánsdóttir, framhaldsskólanemi 12. Arnar Svafarsson, sjómaður 13. Klaudia Beata Wróbel, nemi og túlkur 14. Bragi Ingiberg Ólafsson, eldri borgariSveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, skipar að eigin beiðni fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en hann hefur leitt listann síðustu 12 ár. Hildur Sólveig Sigurðardóttir skipar fyrsta sæti á listanum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúaráði flokksins í Eyjum. Framboðslistinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum nú í kvöld. Elliði Vignisson bað um að skipa fimmta sæti í ár eftir 12 ár í leiðtogasætinu. Hann verður þó áfram bæði leiðtogi og bæjarstjóraefni listans. „Að vera leiðtogi snýst ekki um stöðu eða sæti, ætli maður sér að vera leiðtogi verður maður að vera tilbúinn til að hlusta og bregðast við. Eftir að hafa leitt listann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvarlega umræðu um þörfina á valddreifingu,“ er haft eftir Elliða. „Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýðræðishalli að vera í senn í öruggasta sætinu, vera bæjarstjóraefni, oddviti og sá sem er með langmestu reynsluna. Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í framboðssæti sem að við lítum á sem sæti varabæjarfulltrúa. Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem annars hefði ef til vill orðið að víkja af vettvangi bæjarmálanna,“ segir Elliði sem kvíðir því ekki að leiða listann sem varabæjarfulltrúi.Í fyrsta sæti fyrst kvenna í 20 ár Hildur Sólveig Sigurðardóttir er fyrsta konan í 20 ár sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Hún segist auðmjúk og þakklát fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt með því að taka fyrsta sætið. „Það er ekki sjálfgefið að ungri konu sé falið hlutverk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sætin. Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslumikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst einkennir okkur frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins er einlægur vilji til þess að halda áfram að gera samfélagið okkar betra og til að gera það mögulegt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hagsmunum fyrir hagsmuni heildarinnar. Við viljum öll taka þátt í þeim verkefnum sem fram undan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vestmannaeyja,“ segir Hildur Sólveig.Framboðslisti Sjálfstæðismanna er sem hér segir: 1. Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari 2. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari 3. Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri 4. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri 5. Elliði Vignisson, oddviti og bæjarstjóri 6. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur 7. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri 8. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri 9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði 10. Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi 11. Agnes Stefánsdóttir, framhaldsskólanemi 12. Arnar Svafarsson, sjómaður 13. Klaudia Beata Wróbel, nemi og túlkur 14. Bragi Ingiberg Ólafsson, eldri borgariSveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30