Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2018 14:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm „Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður umskurðarfrumvarpsins svokallaða, um bréf sem bandarískir þingmenn sendu til sendiráðs Íslands í Washington. Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt. Fjallað var um bréfið á Vísi fyrr í dag. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Hefur frumvarpið vakið mikla athygli víða um heim.Sjá einnig: Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Í færslu á Facebook tjáir Silja Dögg sig um fréttir af bréfinu. Segir hún að íslenskir þingmenn hafi fullt frelsi til þess að leggja fram þau mál sem þeim þyki nauðsynlegt að ræða á Alþingi. Gerir hún athugasemd við það að þingmenn annarra ríkja skipti sér af starfi þingmanna á Íslandi. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. Það væri áhugavert að vita hvort slík fordæmi séu til og hvort íslenskir þingmenn hafi sent sendiráðum erlendra ríkja sambærileg skilaboð vegna tiltekinna mála. Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ skrifar Silja. Segir Silja að málið sé til skoðunar hjá Alþingi þar sem meðal annars sé verið að fara yfir allar þær umsagnir sem borist hafa málsins. Fjöldi þeirra hefur borist og margar þeirra erlendis frá. Segir Silja að mörgum spurningum sé ósvarað en lýðræðislegum ferlum sé fylgt í hvívetna. „Nú þarf Alþingi rými til að vinna sína vinnu. Allar hótanir og þrýstingur eru vinsamlegast afþakkaður.“ Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður umskurðarfrumvarpsins svokallaða, um bréf sem bandarískir þingmenn sendu til sendiráðs Íslands í Washington. Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt. Fjallað var um bréfið á Vísi fyrr í dag. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Hefur frumvarpið vakið mikla athygli víða um heim.Sjá einnig: Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Í færslu á Facebook tjáir Silja Dögg sig um fréttir af bréfinu. Segir hún að íslenskir þingmenn hafi fullt frelsi til þess að leggja fram þau mál sem þeim þyki nauðsynlegt að ræða á Alþingi. Gerir hún athugasemd við það að þingmenn annarra ríkja skipti sér af starfi þingmanna á Íslandi. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. Það væri áhugavert að vita hvort slík fordæmi séu til og hvort íslenskir þingmenn hafi sent sendiráðum erlendra ríkja sambærileg skilaboð vegna tiltekinna mála. Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ skrifar Silja. Segir Silja að málið sé til skoðunar hjá Alþingi þar sem meðal annars sé verið að fara yfir allar þær umsagnir sem borist hafa málsins. Fjöldi þeirra hefur borist og margar þeirra erlendis frá. Segir Silja að mörgum spurningum sé ósvarað en lýðræðislegum ferlum sé fylgt í hvívetna. „Nú þarf Alþingi rými til að vinna sína vinnu. Allar hótanir og þrýstingur eru vinsamlegast afþakkaður.“
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29