Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 17:11 Lögreglan hefur nú enn eina kæruna á hendur starfsmanni barnaverndar til rannsóknar. vísir/gva Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttur, yfirmaður ákærusviðs lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu, en RÚV greindi fyrst frá. Kæran barst lögreglu um það leyti sem rannsókn lauk og mál hans var sent ákærusviði. Kæran sem barst nú verður því ekki hluti af þeirri ákæru sem gefin var út í dag en alls hafa borist níu kærur borist lögreglu vegna mannsins. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og var varðhald yfir honum framlengt í dag um fjórar vikur. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sjö börnum en flest brotin eiga að hafa átt sér stað á heimili mannsins. Fórnarlömb hans hafa sum hver stigið fram og lýst brotum mannsins. Einn, sem er tvítugur í dag, segir fulltrúann hafa brotið á sér frá því hann var átta ára og til fjórtán ára aldurs. Fulltrúinn hafi sannfært sig um að segja engum frá. „Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ segir hann og lýsir aðferðum mannsins. „Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“ Þá hefur komið fram að mistök voru gerð hjá Reykjavíkurborg þegar maðurinn var tilkynntur árið 2008. Þar sem meintu brot mannsins áttu sér stað utan vistheimilisins komu samstarfsmenn mannsins af fjöllum þegar maðurinn var handtekinn. Börnin á vistheimilinu hefðu aldrei kvartað yfir manninum. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttur, yfirmaður ákærusviðs lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu, en RÚV greindi fyrst frá. Kæran barst lögreglu um það leyti sem rannsókn lauk og mál hans var sent ákærusviði. Kæran sem barst nú verður því ekki hluti af þeirri ákæru sem gefin var út í dag en alls hafa borist níu kærur borist lögreglu vegna mannsins. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og var varðhald yfir honum framlengt í dag um fjórar vikur. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sjö börnum en flest brotin eiga að hafa átt sér stað á heimili mannsins. Fórnarlömb hans hafa sum hver stigið fram og lýst brotum mannsins. Einn, sem er tvítugur í dag, segir fulltrúann hafa brotið á sér frá því hann var átta ára og til fjórtán ára aldurs. Fulltrúinn hafi sannfært sig um að segja engum frá. „Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ segir hann og lýsir aðferðum mannsins. „Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“ Þá hefur komið fram að mistök voru gerð hjá Reykjavíkurborg þegar maðurinn var tilkynntur árið 2008. Þar sem meintu brot mannsins áttu sér stað utan vistheimilisins komu samstarfsmenn mannsins af fjöllum þegar maðurinn var handtekinn. Börnin á vistheimilinu hefðu aldrei kvartað yfir manninum.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00
Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44