Rótgrónir Álftnesingar vilja brúa Skerjafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2018 22:15 Svona er brú yfir Skerjafjörð sýnd í stuttmynd Björns Jóns Bragasonar um Skerjabraut. Grafík/Úr mynd um Skerjabraut. Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn gæti stytt aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr tuttugu mínútum niður í fimm mínútur. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Brú yfir Skerjafjörð til að tengja Álftanes við miðborg Reykjavíkur hefur af og til verið reifuð opinberlega undanfarna áratugi meðal skipulagsfræðinga og áhugamanna um skipulagsmál, og í fyrra gerði Björn Jón Bragason stuttmynd um hugmyndina með grafískum myndum. Loftlínan úr miðborg Reykjavíkur út á Álftanes er ekki nema um þrír kílómetrar, - helmingi styttri en loftlínan úr miðborginni út að Elliðaám. Tenging yfir Skerjafjörð þykir því freistandi kostur.María Sveinsdóttir á Jörfa býr næst þeim stað þar sem hugmyndir eru um að leggja Skerjafjarðarbrautina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Tvær fjölskyldur á Álftanesi eiga rætur þar langt aftur í aldir, að sögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson, söguritara þeirra Álftnesinga. Önnur ættin er kennd við Breiðabólsstaði og hin við Gestshús. María Sveinsdóttir á Jörfa er ættuð frá Breiðabólsstöðum. Vill hún fá veg yfir Skerjafjörð? „Mér finnst það þurfa. Mér finnst þetta allt of þröngt og lokað, - bara einn útgangur af Álftanesi. Og mér finnst það bara fyrir Reykjavík líka,“ svarar María. Einar Ólafsson í Gestshúsum er af hinni ættinni og hann styður einnig brú.Einar Ólafsson, útvegsbóndi í Gestshúsum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, ég vil það fyrir mína parta. Ég held það hljóti allir að vilja það. Við sjáum umferðina bara kvölds og morgna,“ svarar Einar. Við spurðum einnig Önnu Ólafsdóttur Björnsson hvað hún héldi um afstöðu íbúa Álftaness: „Það er afskaplega misjafnt eftir fólki. Ég verð að viðurkenna það að ég er alltaf skotnust í hugmyndinni um að fá ferju yfir Skerjafjörðinn. Það er minn draumur, algerlega. Litla, óáreitna, góða ferju,“ svarar Anna. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En óttast Álftnesingar að brú myndi þýða tugþúsunda manna byggð? „Nei, það þarf ekkert endilega að vera, þó að brautin færi hér einhversstaðar fyrir austan okkur,“ svarar Einar í Gestshúsum. „Það er hægt að þétta hérna. Það er nóg pláss,“ svarar María og bendir á allt óbyggða svæðið í kringum sig. María býr raunar næst þeim stað þar sem vegurinn myndi að líkindum ná landi á Álftanesi. „Það hlýtur að verða meiri byggð hérna. Einhvern veginn sé ég það fyrir mér. Þessi vegur kemur yfir eyrina hérna. Þið sjáið hvað þetta er stórt og mikið svæði. Að leggja veg hérna yfir, það er ekki verið að eyðileggja neitt. Það eru engin hús komin hér. Það er pláss fyrir þetta,“ segir María. Fjallað var um Álftanes í þættinum „Um land allt" í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Skerjafjarðarbrú: Garðabær Reykjavík Skipulag Um land allt Tengdar fréttir Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn gæti stytt aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr tuttugu mínútum niður í fimm mínútur. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Brú yfir Skerjafjörð til að tengja Álftanes við miðborg Reykjavíkur hefur af og til verið reifuð opinberlega undanfarna áratugi meðal skipulagsfræðinga og áhugamanna um skipulagsmál, og í fyrra gerði Björn Jón Bragason stuttmynd um hugmyndina með grafískum myndum. Loftlínan úr miðborg Reykjavíkur út á Álftanes er ekki nema um þrír kílómetrar, - helmingi styttri en loftlínan úr miðborginni út að Elliðaám. Tenging yfir Skerjafjörð þykir því freistandi kostur.María Sveinsdóttir á Jörfa býr næst þeim stað þar sem hugmyndir eru um að leggja Skerjafjarðarbrautina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Tvær fjölskyldur á Álftanesi eiga rætur þar langt aftur í aldir, að sögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson, söguritara þeirra Álftnesinga. Önnur ættin er kennd við Breiðabólsstaði og hin við Gestshús. María Sveinsdóttir á Jörfa er ættuð frá Breiðabólsstöðum. Vill hún fá veg yfir Skerjafjörð? „Mér finnst það þurfa. Mér finnst þetta allt of þröngt og lokað, - bara einn útgangur af Álftanesi. Og mér finnst það bara fyrir Reykjavík líka,“ svarar María. Einar Ólafsson í Gestshúsum er af hinni ættinni og hann styður einnig brú.Einar Ólafsson, útvegsbóndi í Gestshúsum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, ég vil það fyrir mína parta. Ég held það hljóti allir að vilja það. Við sjáum umferðina bara kvölds og morgna,“ svarar Einar. Við spurðum einnig Önnu Ólafsdóttur Björnsson hvað hún héldi um afstöðu íbúa Álftaness: „Það er afskaplega misjafnt eftir fólki. Ég verð að viðurkenna það að ég er alltaf skotnust í hugmyndinni um að fá ferju yfir Skerjafjörðinn. Það er minn draumur, algerlega. Litla, óáreitna, góða ferju,“ svarar Anna. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En óttast Álftnesingar að brú myndi þýða tugþúsunda manna byggð? „Nei, það þarf ekkert endilega að vera, þó að brautin færi hér einhversstaðar fyrir austan okkur,“ svarar Einar í Gestshúsum. „Það er hægt að þétta hérna. Það er nóg pláss,“ svarar María og bendir á allt óbyggða svæðið í kringum sig. María býr raunar næst þeim stað þar sem vegurinn myndi að líkindum ná landi á Álftanesi. „Það hlýtur að verða meiri byggð hérna. Einhvern veginn sé ég það fyrir mér. Þessi vegur kemur yfir eyrina hérna. Þið sjáið hvað þetta er stórt og mikið svæði. Að leggja veg hérna yfir, það er ekki verið að eyðileggja neitt. Það eru engin hús komin hér. Það er pláss fyrir þetta,“ segir María. Fjallað var um Álftanes í þættinum „Um land allt" í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Skerjafjarðarbrú:
Garðabær Reykjavík Skipulag Um land allt Tengdar fréttir Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30