Vinnufriður Haukur Örn Birgisson skrifar 17. apríl 2018 07:00 Umræðan um skipan dómara við Landsrétt hefur farið fram hjá fáum undanfarið. Ég er þó ekki viss um að margir hafi nennt að setja sig inn í umræðuna og því látið sér nægja að lesa fyrirsagnir í fjölmiðlum, sem gjarnan einkenndust af yfirlýsingum þeirra sem stóðu í einhvers konar pólitík í kringum þetta mikilvæga mál. „Spilling“, „réttaróvissa“, „flokksskírteini“ og „vantraust“ voru meðal helstu gífuryrðanna. Þessar fyrirsagnir gáfu ranga og ósanngjarna mynd af raunverulegri stöðu málsins. Þeir sem hæst töluðu um mikilvægi þess að dómstólar landsins nytu trausts almennings voru þeir sömu og notuðu bragðmestu yfirlýsingarnar þegar þeir töluðu niður þá dómaraskipun sem varð ofan á við meðferð málsins. Það var engu líkara en að þeir teldu þá umsækjendur, sem skipaðir voru af Alþingi, vanhæfa til starfans. Engu máli virtist skipta að allt voru þetta dómarar við héraðsdóma landsins, með áralanga dómarareynslu í farteskinu, sem jafnvel höfðu setið sem dómarar í Hæstarétti Íslands! Ekki vildi ég vera í sporum þessara ágætu umsækjenda, sem rúnir voru trausti af fólki sem situr á Alþingi, hvorki meira né minna. Bíóið hélt svo áfram fyrir skemmstu þegar lögmaður einn, fyrir hönd skjólstæðings síns, lagði fram kröfu um að tiltekinn dómari við Landsrétt myndi víkja sæti í máli vegna meints vanhæfis dómarans. Þessi dómari hafði nefnilega ekki verið meðal þeirra sem, að því er virðist óskeikul, dómnefnd taldi hæfasta til starfans. Réttilega var kröfunni hafnað og var henni svo vísað frá Hæstarétti. Þrátt fyrir það, virðist hún aftur ætla að rata á borð réttarins á næstunni. Það er löngu kominn tími til að þessu farsakennda leikriti í kringum skipan Landsréttardómara ljúki. Dómstóllinn á skilið traust, virðingu og umfram allt vinnufrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um skipan dómara við Landsrétt hefur farið fram hjá fáum undanfarið. Ég er þó ekki viss um að margir hafi nennt að setja sig inn í umræðuna og því látið sér nægja að lesa fyrirsagnir í fjölmiðlum, sem gjarnan einkenndust af yfirlýsingum þeirra sem stóðu í einhvers konar pólitík í kringum þetta mikilvæga mál. „Spilling“, „réttaróvissa“, „flokksskírteini“ og „vantraust“ voru meðal helstu gífuryrðanna. Þessar fyrirsagnir gáfu ranga og ósanngjarna mynd af raunverulegri stöðu málsins. Þeir sem hæst töluðu um mikilvægi þess að dómstólar landsins nytu trausts almennings voru þeir sömu og notuðu bragðmestu yfirlýsingarnar þegar þeir töluðu niður þá dómaraskipun sem varð ofan á við meðferð málsins. Það var engu líkara en að þeir teldu þá umsækjendur, sem skipaðir voru af Alþingi, vanhæfa til starfans. Engu máli virtist skipta að allt voru þetta dómarar við héraðsdóma landsins, með áralanga dómarareynslu í farteskinu, sem jafnvel höfðu setið sem dómarar í Hæstarétti Íslands! Ekki vildi ég vera í sporum þessara ágætu umsækjenda, sem rúnir voru trausti af fólki sem situr á Alþingi, hvorki meira né minna. Bíóið hélt svo áfram fyrir skemmstu þegar lögmaður einn, fyrir hönd skjólstæðings síns, lagði fram kröfu um að tiltekinn dómari við Landsrétt myndi víkja sæti í máli vegna meints vanhæfis dómarans. Þessi dómari hafði nefnilega ekki verið meðal þeirra sem, að því er virðist óskeikul, dómnefnd taldi hæfasta til starfans. Réttilega var kröfunni hafnað og var henni svo vísað frá Hæstarétti. Þrátt fyrir það, virðist hún aftur ætla að rata á borð réttarins á næstunni. Það er löngu kominn tími til að þessu farsakennda leikriti í kringum skipan Landsréttardómara ljúki. Dómstóllinn á skilið traust, virðingu og umfram allt vinnufrið.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun