Lýðskrumari leiðréttur Líf Magneudóttir skrifar 17. apríl 2018 08:28 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt. Loforð Eyþórs um að fella niður alla fasteignaskatta á eldri borgara stangast á við sveitastjórnarlög eins og ráðuneyti sveitastjórnarmála hefur þegar úrskurðað um. Það er beinlínis ólöglegt að fella niður fasteignagjöld við ákveðinn aldur. Það er hvorki þrætubók né lagatækni eins og Eyþór virðist halda. Það er bláköld staðreynd.Tekjulágir eldri borgarar njóta afsláttar Önnur staðreynd málsins er sú að eldra fólk í Reykjavík nýtur nú þegar afslátta af fasteignasköttum sem taka mið af tekjum þess. Í árslok 2017 samþykkti borgarráð að auka þá afslætti sem tekjulægri eldra fólk og öryrkjar njóta af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum. Í dag er það þannig að einstaklingur með tekjur allt að 3.910.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.450.000 krónur fá fasteignaskatta fellda niður að fullu, 100%. Þeir sem eru með tekjur á bilinu 3.910.000 til 4.480.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.450.000 til 6.060.000 krónur fá 80% afslátt og loks fá einstaklingar með tekjur á bilinu 4.480.000 til 5.210.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.060.000 til 7.240.000 krónur, 50% afslátt.Óréttlát aðgerð sem eykur ójöfnuð Tekjutenging fasteignaskatts og fráveitugjalda er bæði réttlát og skynsöm. Ég er í stjórnmálum til að jafna kjör fólks og búa þannig um hnútana að við höfum öll jöfn tækifæri. Flöt niðurfelling á afmarkaðan aldurshóp er ekki til þess fallin að ná þeim markmiðum. Flöt niðurfelling fasteignagjalda á alla eldri borgara mun fyrst og fremst nýtast þeim tekjuhæstu. Ekki má gleyma því að þó margt eldra fólk búi við mjög kröpp kjör og jafnvel í sárri fátækt þá er annað eldra fólk með háar tekjur og miklar eignir. Tekjuhæsta tíund eldri borgara, sem er með yfir milljón í mánaðartekjur, fær þannig samkvæmt kosningaloforði Eyþórs 115.761 króna afslátt á ári.Beitum gjaldskrám til að bæta kjör Við Vinstri græn höfum talað fyrir því að tekjumörk þessara afslátta séu hærri, þannig að þeir nýtist betur þeim sem raunverulega búa við kröpp kjör þrátt fyrir að eiga eigið húsnæði. Það er sjálfsagt réttlætismál að borgin komi til móts við það fólk. Það er ekki aðeins margt eldra fólk sem býr við kröpp kjör. Fátækt er raunverulegt vandamál og fjölmargar barnafjölskyldur berjast í bökkum við að ná endum saman. Við Vinstri græn viljum endurskoða gjaldskrár með það fyrir augum að lækka álögur tekjulágra hópa og barnafjölskyldna. Við eigum að hafa kjark til að búa til réttláta borg og jafna kjör fólks svo við getum öll notið lífsins áhyggjulaus, óháð aldri. Það er stefna jöfnuðar og velferðar og það er stefna okkar Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt. Loforð Eyþórs um að fella niður alla fasteignaskatta á eldri borgara stangast á við sveitastjórnarlög eins og ráðuneyti sveitastjórnarmála hefur þegar úrskurðað um. Það er beinlínis ólöglegt að fella niður fasteignagjöld við ákveðinn aldur. Það er hvorki þrætubók né lagatækni eins og Eyþór virðist halda. Það er bláköld staðreynd.Tekjulágir eldri borgarar njóta afsláttar Önnur staðreynd málsins er sú að eldra fólk í Reykjavík nýtur nú þegar afslátta af fasteignasköttum sem taka mið af tekjum þess. Í árslok 2017 samþykkti borgarráð að auka þá afslætti sem tekjulægri eldra fólk og öryrkjar njóta af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum. Í dag er það þannig að einstaklingur með tekjur allt að 3.910.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.450.000 krónur fá fasteignaskatta fellda niður að fullu, 100%. Þeir sem eru með tekjur á bilinu 3.910.000 til 4.480.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.450.000 til 6.060.000 krónur fá 80% afslátt og loks fá einstaklingar með tekjur á bilinu 4.480.000 til 5.210.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.060.000 til 7.240.000 krónur, 50% afslátt.Óréttlát aðgerð sem eykur ójöfnuð Tekjutenging fasteignaskatts og fráveitugjalda er bæði réttlát og skynsöm. Ég er í stjórnmálum til að jafna kjör fólks og búa þannig um hnútana að við höfum öll jöfn tækifæri. Flöt niðurfelling á afmarkaðan aldurshóp er ekki til þess fallin að ná þeim markmiðum. Flöt niðurfelling fasteignagjalda á alla eldri borgara mun fyrst og fremst nýtast þeim tekjuhæstu. Ekki má gleyma því að þó margt eldra fólk búi við mjög kröpp kjör og jafnvel í sárri fátækt þá er annað eldra fólk með háar tekjur og miklar eignir. Tekjuhæsta tíund eldri borgara, sem er með yfir milljón í mánaðartekjur, fær þannig samkvæmt kosningaloforði Eyþórs 115.761 króna afslátt á ári.Beitum gjaldskrám til að bæta kjör Við Vinstri græn höfum talað fyrir því að tekjumörk þessara afslátta séu hærri, þannig að þeir nýtist betur þeim sem raunverulega búa við kröpp kjör þrátt fyrir að eiga eigið húsnæði. Það er sjálfsagt réttlætismál að borgin komi til móts við það fólk. Það er ekki aðeins margt eldra fólk sem býr við kröpp kjör. Fátækt er raunverulegt vandamál og fjölmargar barnafjölskyldur berjast í bökkum við að ná endum saman. Við Vinstri græn viljum endurskoða gjaldskrár með það fyrir augum að lækka álögur tekjulágra hópa og barnafjölskyldna. Við eigum að hafa kjark til að búa til réttláta borg og jafna kjör fólks svo við getum öll notið lífsins áhyggjulaus, óháð aldri. Það er stefna jöfnuðar og velferðar og það er stefna okkar Vinstri grænna.
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun