Miðasölufyrirtæki sendir FIFA tóninn í sambandi við miða á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2018 13:30 Þú þarft að vera með svokallað "Fan ID“ til að komast á leiki á HM og það færðu aðeins með því að kaupa miða í gegnum FIFA. Vísir/EPA Margt fótboltaáhugafólk vill komast á leiki á HM í Rússlandi í sumar og á suma leiki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur reynt allt til að torvelda mönnum svartamarkaðsbrask en það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafi kynnst þessu á eigin skinni í sambandi við miða á fyrsta leik liðsins á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. BBC hefur tekið saman frétt þar sem stuðningsmenn enska landsliðsins eru varaðir við það að kaupa miða á leikina á uppsprengdu verði. Þar kemur líka fram að sum miðasölufyrirtæki telja sig ekki þurfa að fara eftir reglum FIFA en sá dans endar örugglega ekki vel.Which? warns over buying World Cup tickets online https://t.co/237gMsb2jr — BBC News (UK) (@BBCNews) April 17, 2018 Markaðsrannsóknarteymið Which? fann þannig miða á leik Englands og Túnis sem kostaði meira en 11 þúsund pund eða meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna. Teymið fann miða á leikinn á bæði miðasölusíðunu, Stubhub og Ticombo. Stubhub sagði að miðarnir hafi verið þar fyrir mistök en forráðamenn Ticombo segja aftur á móti ekki vera að brjóta neina reglur. „Ef FIFA gerir athugasemdir við það að stuðningsmenn eru áframselja sína miða, þá er vandamálið ekki Ticombo heldur frjálsi markaðurinn í heild sinni,“ sagði talsmaður Ticombo. FIFA hefur hinsvegar lagt höfuðáherslu á það að miðarnir séu skráðir á ákveðinn einstakling og aðeins hann komist inn á völlinn. Which? varar fólk við að kaupa miða hjá öðrum en FIFA „Fótboltaaðdáendur verða að passa sig á því að ef þeir kaupa HM-miða frá óopinberum aðila þá taka þeir áhættuna á því að borga alltof mikið fyrir miðann sinn og gætu líka lent í því að komast ekki inn á völlinn þegar á hólminn er komið,“ sagði Alex Neill hjá Which?. „Ef þú vilt ekki eiga hættu á því að enda sem strandaglópur fyrir utan leikvanginn þá ættir þú aðeins að kaupa af opinberum söluaðila á vegum FIFA,“ bætti Neill við. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
Margt fótboltaáhugafólk vill komast á leiki á HM í Rússlandi í sumar og á suma leiki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur reynt allt til að torvelda mönnum svartamarkaðsbrask en það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafi kynnst þessu á eigin skinni í sambandi við miða á fyrsta leik liðsins á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. BBC hefur tekið saman frétt þar sem stuðningsmenn enska landsliðsins eru varaðir við það að kaupa miða á leikina á uppsprengdu verði. Þar kemur líka fram að sum miðasölufyrirtæki telja sig ekki þurfa að fara eftir reglum FIFA en sá dans endar örugglega ekki vel.Which? warns over buying World Cup tickets online https://t.co/237gMsb2jr — BBC News (UK) (@BBCNews) April 17, 2018 Markaðsrannsóknarteymið Which? fann þannig miða á leik Englands og Túnis sem kostaði meira en 11 þúsund pund eða meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna. Teymið fann miða á leikinn á bæði miðasölusíðunu, Stubhub og Ticombo. Stubhub sagði að miðarnir hafi verið þar fyrir mistök en forráðamenn Ticombo segja aftur á móti ekki vera að brjóta neina reglur. „Ef FIFA gerir athugasemdir við það að stuðningsmenn eru áframselja sína miða, þá er vandamálið ekki Ticombo heldur frjálsi markaðurinn í heild sinni,“ sagði talsmaður Ticombo. FIFA hefur hinsvegar lagt höfuðáherslu á það að miðarnir séu skráðir á ákveðinn einstakling og aðeins hann komist inn á völlinn. Which? varar fólk við að kaupa miða hjá öðrum en FIFA „Fótboltaaðdáendur verða að passa sig á því að ef þeir kaupa HM-miða frá óopinberum aðila þá taka þeir áhættuna á því að borga alltof mikið fyrir miðann sinn og gætu líka lent í því að komast ekki inn á völlinn þegar á hólminn er komið,“ sagði Alex Neill hjá Which?. „Ef þú vilt ekki eiga hættu á því að enda sem strandaglópur fyrir utan leikvanginn þá ættir þú aðeins að kaupa af opinberum söluaðila á vegum FIFA,“ bætti Neill við.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira