Gefur lítið fyrir gagnrýni á kosningaloforð: „Það er dýrt að vera gamall“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í gær er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri meðal kosningaloforða Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Loforðið hefur sætt gagnrýni þar sem tekjulægri eldri borgarar eru þegar undanþegnir slíkum sköttum. Þá benti hagfræðingur á það í gær að ráðstöfunartekjur eldri borgara hefðu aukist margfalt á við yngri aldurshópa undanfarin ár. „Í fyrsta lagi er dýrt að vera gamall. Það er margt sem þarf að borga varðandi heilsuna og annað. Margir eldri borgarar eru skuldugir, það má ekki gleyma því. Þegar alltaf er verið að refsa eldri borgurum fyrir að vinna þá viljum við koma með mótvægisaðgerðir í því,“ segir oddvitinn Eyþór Arnalds.Segir hlutverk stjórnmálamanna að leita lausna Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýni forseta borgarstjórnar og annarra sem bentu á það í gær að tillögurnar stæðust líklega ekki lög. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, en ekki að finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki. Vestmannaeyjar hafa gert þetta og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Við spyrjum því, er ekki hægt að gera það í Reykjavík eins og í Vestmannaeyjum?“ spyr Eyþór. Þetta er vissulega rétt, en þrátt fyrir að í gjaldskrá Vestmannaeyja standi að tekjutengdur afsláttur sé veittur af fasteignasköttum eldri borgara hefur hann undanfarin ár verið veittur þeim öllum – án tillits til tekna. Í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til fréttastofu er hins vegar ítrekað að slík flöt niðurfelling standist ekki lög. Ekki fengust hins vegar hins vegar skýringar á því hvers vegna ráðuneytið hefur látið framkvæmd bæjarins óátalda. Eyþór er alltént hvergi banginn. „Ef það þarf að útfæra þetta með öðrum hætti þá munum við bara hreinlega gera það.“ Hann segir það enn fremur afar mikilvægt að eldri borgarar geti búið heima hjá sér, eins lengi og þeir vilja. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum í Reykjavík að skattleggja gamla fólkið út úr íbúðunum sínum. Það er ekki lausnin, það er ekki mannúðlegt.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í gær er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri meðal kosningaloforða Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Loforðið hefur sætt gagnrýni þar sem tekjulægri eldri borgarar eru þegar undanþegnir slíkum sköttum. Þá benti hagfræðingur á það í gær að ráðstöfunartekjur eldri borgara hefðu aukist margfalt á við yngri aldurshópa undanfarin ár. „Í fyrsta lagi er dýrt að vera gamall. Það er margt sem þarf að borga varðandi heilsuna og annað. Margir eldri borgarar eru skuldugir, það má ekki gleyma því. Þegar alltaf er verið að refsa eldri borgurum fyrir að vinna þá viljum við koma með mótvægisaðgerðir í því,“ segir oddvitinn Eyþór Arnalds.Segir hlutverk stjórnmálamanna að leita lausna Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýni forseta borgarstjórnar og annarra sem bentu á það í gær að tillögurnar stæðust líklega ekki lög. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, en ekki að finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki. Vestmannaeyjar hafa gert þetta og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Við spyrjum því, er ekki hægt að gera það í Reykjavík eins og í Vestmannaeyjum?“ spyr Eyþór. Þetta er vissulega rétt, en þrátt fyrir að í gjaldskrá Vestmannaeyja standi að tekjutengdur afsláttur sé veittur af fasteignasköttum eldri borgara hefur hann undanfarin ár verið veittur þeim öllum – án tillits til tekna. Í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til fréttastofu er hins vegar ítrekað að slík flöt niðurfelling standist ekki lög. Ekki fengust hins vegar hins vegar skýringar á því hvers vegna ráðuneytið hefur látið framkvæmd bæjarins óátalda. Eyþór er alltént hvergi banginn. „Ef það þarf að útfæra þetta með öðrum hætti þá munum við bara hreinlega gera það.“ Hann segir það enn fremur afar mikilvægt að eldri borgarar geti búið heima hjá sér, eins lengi og þeir vilja. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum í Reykjavík að skattleggja gamla fólkið út úr íbúðunum sínum. Það er ekki lausnin, það er ekki mannúðlegt.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40
Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28
Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34