Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2018 18:38 Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabaráttunni (f.m.). Vísir/AFP Þrír foreldrar barna sem voru skotin til bana í skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt fjölmiðlamanninum Alex Jones vegna ærumeiðinga. Jones hefur ítrekað borið út samsæriskenningar um að árásin hafi verið sett á svið og að foreldrarnir væru í raun leikarar. Tilgangurinn með svikunum væri að grafa undan rétti fólks til byssueignar. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Fjölskyldur fórnarlamba barnanna tuttugu sem féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook hafa frá upphafi mátt þola að Jones breiddi út samsæriskenningar sínar um að stjórnvöld hafi sett blóðbaðið á svið. Börnin voru öll yngri en sjö ára. Sex fullorðnir létu lífið í árásinni. Nú hafa foreldrar drengs sem var myrtur í árásinni stefnt Jones í Texas þar sem fjölmiðlamaðurinn býr og starfar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faðir annars drengs hefur einnig stefnt Jones vegna þess að hann sakaði manninn um að hafa logið því til að hann hefði haldið á líki sonar síns með skotsári á höfðinu eftir árásina. Áreitt á netinu og í persónu Alls krefjast foreldrarnir einnar milljónar dollara í bætur frá Jones. Þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá fjöldamorðinu segja foreldrarnir að Jones hafi ekki sýnt nein merki um að hann ætlaði að láta þá í friði. Fram hefur komið að fjöldi fjölskyldna barna sem voru myrt í árásinni hafi verið áreitt af fólki, bæði í raun- og netheimum. Kona á Flórída var dæmd í fimm mánaða fangelsi í fyrra eftir að hún hafði sent einu foreldrinu sem nú hefur stefnt Jones líflátshótanir. Þrátt fyrir sturlaðar kenningar og framkomu Jones nýtur Infowars töluverðra vinsælda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðal annars gestur Jones í þætti í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þrír foreldrar barna sem voru skotin til bana í skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt fjölmiðlamanninum Alex Jones vegna ærumeiðinga. Jones hefur ítrekað borið út samsæriskenningar um að árásin hafi verið sett á svið og að foreldrarnir væru í raun leikarar. Tilgangurinn með svikunum væri að grafa undan rétti fólks til byssueignar. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Fjölskyldur fórnarlamba barnanna tuttugu sem féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook hafa frá upphafi mátt þola að Jones breiddi út samsæriskenningar sínar um að stjórnvöld hafi sett blóðbaðið á svið. Börnin voru öll yngri en sjö ára. Sex fullorðnir létu lífið í árásinni. Nú hafa foreldrar drengs sem var myrtur í árásinni stefnt Jones í Texas þar sem fjölmiðlamaðurinn býr og starfar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faðir annars drengs hefur einnig stefnt Jones vegna þess að hann sakaði manninn um að hafa logið því til að hann hefði haldið á líki sonar síns með skotsári á höfðinu eftir árásina. Áreitt á netinu og í persónu Alls krefjast foreldrarnir einnar milljónar dollara í bætur frá Jones. Þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá fjöldamorðinu segja foreldrarnir að Jones hafi ekki sýnt nein merki um að hann ætlaði að láta þá í friði. Fram hefur komið að fjöldi fjölskyldna barna sem voru myrt í árásinni hafi verið áreitt af fólki, bæði í raun- og netheimum. Kona á Flórída var dæmd í fimm mánaða fangelsi í fyrra eftir að hún hafði sent einu foreldrinu sem nú hefur stefnt Jones líflátshótanir. Þrátt fyrir sturlaðar kenningar og framkomu Jones nýtur Infowars töluverðra vinsælda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðal annars gestur Jones í þætti í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15
Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13