Við styðjum ekki aldraða með skattalækkunum á hátekjufólk Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2018 11:02 Mörtu Guðjónsdóttur svarað. Málefni eldri borgara eru eitt af stóru málunum í þessum kosningum. Í þeim efnum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem eldri borgarar jafnt sem yngra fólk geti lifað góðu og gefandi lífi.Aldursvæn borg Við gerum Reykjavík ekki að aldursvænni borg með skattalækkunum sem eru sérhannaðar fyrir þá tekjuhæstu í þessum hópi. Eins og Líf Magneudóttir benti á í grein hér í gær veitir Reykjavíkurborg nú þegar tekjulágu eldra fólki afslætti af fasteignagjöldum. Við gerum Reykjavík að aldursvænni borg með því að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku, með því að styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, efla félagsstarf eldri borgara og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt meðal eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki gert kröfu um skattalækkanir handa tekjuháu fólki, heldur félagslegan stuðning handa þeim sem þess þurfa.Hlustum á eldra fólk Við verðum að virða reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks og huga að ólíkum aðgengisþörfum. Við verðum að stuðla að því að hver og einn geti verið virkur í samfélaginu, óháð aldri eða annarri þjóðfélagsstöðu, og við þurfum að gera eldri borgurum kleift að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, skapa tækifæri fyrir eldra fólk til að njóta samveru og þátttöku í fjölbreyttu félags- og menningarlífi. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á raunhæf skref til að mæta þörfum eldri borgara: Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG beitt okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf eldra fólks. Nú er ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn frá 67 ára og verulegur afsláttur í strætó. Fleiri hjúkrunar og dvalarrými: Auka þarf samvinnu við ríkið til að tryggja nægt framboð af hjúkrunar- og dagdvalarrýmum fyrir eldra fólk í borginni. Endurhæfing í heimahúsi: Efla verður og bæta endurhæfingu í heimahúsi, auk þess sem sjúkra-og iðjuþjálfar þurfa að bætast við þann hóp sem annast aðallega þjónustu við aldraða. Nýtum velferðartækni: Fjölgun aldraðra og aukin fjölbreytni meðal þeirra kallar á margvíslegar lausnir. Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og nýsköpunarverkefnum á borð við endurhæfingu í heimahúsi og rafrænt heimaþjónustukerfi. Rjúfum félagslega einangrun: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG stutt aðgerðir sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, og borgin þarf að mæta þörfum hinsegin eldra fólks og eldra fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvæg framtíðarsýn okkar í Vinstri grænum að eldri borgarar ráði sér sjálfir og að öll aðstoð taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og þeim sé gert mögulegt að halda áfram að lifa því lífi sem þeir kjósa. Núverandi ástand er óboðlegt, því hluti eldri borgara býr við félagslega einangrun og sára fátækt. Það er óásættanlegt og forgangsmál að lagfæra. Skattalækkanir á hátekjufólk eru ekki til þess fallnar að aðstoða fátækt eldra fólk. Það gerum við með öflugri þjónustu sem rekin er fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar skipar annað sæti á framboðslista Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mörtu Guðjónsdóttur svarað. Málefni eldri borgara eru eitt af stóru málunum í þessum kosningum. Í þeim efnum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem eldri borgarar jafnt sem yngra fólk geti lifað góðu og gefandi lífi.Aldursvæn borg Við gerum Reykjavík ekki að aldursvænni borg með skattalækkunum sem eru sérhannaðar fyrir þá tekjuhæstu í þessum hópi. Eins og Líf Magneudóttir benti á í grein hér í gær veitir Reykjavíkurborg nú þegar tekjulágu eldra fólki afslætti af fasteignagjöldum. Við gerum Reykjavík að aldursvænni borg með því að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku, með því að styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, efla félagsstarf eldri borgara og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt meðal eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki gert kröfu um skattalækkanir handa tekjuháu fólki, heldur félagslegan stuðning handa þeim sem þess þurfa.Hlustum á eldra fólk Við verðum að virða reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks og huga að ólíkum aðgengisþörfum. Við verðum að stuðla að því að hver og einn geti verið virkur í samfélaginu, óháð aldri eða annarri þjóðfélagsstöðu, og við þurfum að gera eldri borgurum kleift að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, skapa tækifæri fyrir eldra fólk til að njóta samveru og þátttöku í fjölbreyttu félags- og menningarlífi. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á raunhæf skref til að mæta þörfum eldri borgara: Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG beitt okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf eldra fólks. Nú er ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn frá 67 ára og verulegur afsláttur í strætó. Fleiri hjúkrunar og dvalarrými: Auka þarf samvinnu við ríkið til að tryggja nægt framboð af hjúkrunar- og dagdvalarrýmum fyrir eldra fólk í borginni. Endurhæfing í heimahúsi: Efla verður og bæta endurhæfingu í heimahúsi, auk þess sem sjúkra-og iðjuþjálfar þurfa að bætast við þann hóp sem annast aðallega þjónustu við aldraða. Nýtum velferðartækni: Fjölgun aldraðra og aukin fjölbreytni meðal þeirra kallar á margvíslegar lausnir. Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og nýsköpunarverkefnum á borð við endurhæfingu í heimahúsi og rafrænt heimaþjónustukerfi. Rjúfum félagslega einangrun: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG stutt aðgerðir sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, og borgin þarf að mæta þörfum hinsegin eldra fólks og eldra fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvæg framtíðarsýn okkar í Vinstri grænum að eldri borgarar ráði sér sjálfir og að öll aðstoð taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og þeim sé gert mögulegt að halda áfram að lifa því lífi sem þeir kjósa. Núverandi ástand er óboðlegt, því hluti eldri borgara býr við félagslega einangrun og sára fátækt. Það er óásættanlegt og forgangsmál að lagfæra. Skattalækkanir á hátekjufólk eru ekki til þess fallnar að aðstoða fátækt eldra fólk. Það gerum við með öflugri þjónustu sem rekin er fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar skipar annað sæti á framboðslista Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun