Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann Grétar Þór Sigurðsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, spjallar hér við þær Rebekku, Urði, Emilíu Emblu og Ingu Jónu á Laufásborg í gær. Vísir/ANton Leikskólabörnin á Laufásborg fengu skemmtilega heimsókn í gær frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Guðna hafði borist bréf frá fjórum efnilegum stelpum sem eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í lok mánaðarins. Omar Salama, þjálfari stúlknanna, segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin að bréfinu hafi kviknað degi áður. Stelpurnar vildu bjóða honum í heimsókn og sendu honum bréf sem hófst á orðunum „Kæri vinur forseti Íslands“. Á meðan á heimsókninni stóð fylgdist Guðni með stelpunum sýna leikni sína og kænsku við taflborðið. Stelpurnar sendu forseta þetta krúttlega bréf. Fréttablaðið/Anton BrinkOmar segir mikla gleði hafa ríkt á leikskólanum vegna komu forsetans og að hún hafi verið kærkomin. „Þetta sýnir stelpunum hversu mikilvægt þetta er og þær finna alveg fyrir því hvað stuðningurinn er sterkur,“ segir Omar og bendir á hversu gott veganesti það er fyrir stelpurnar að hafa fengið hvatningu forsetans. Stelpurnar halda til Albaníu á morgun ásamt foreldrum sínum til að keppa á HM. „Ein er 6 ára en hinar 5 ára. Þær keppa í aldursflokknum 7 ára og yngri svo við erum örugglega með yngsta liðið,“ segir Omar stoltur. Mótið er með hefðbundnu sniði, tefldar eru kappskákir í níu umferðum. Hver skák getur tekið allt frá tuttugu mínútum upp í þrjá tíma svo ljóst er að mótið er mikil áskorun. Þær hafa æft stíft undanfarnar vikur, tvisvar til þrisvar á dag í um klukkutíma í senn. Fyrir um tveimur mánuðum fóru æfingarnar að taka meira mið af ferðinni á HM. Þá fóru stelpurnar að skoða leikbyrjanir og endatöfl. Omar bendir á að þrátt fyrir að æfingarnar líti út fyrir að vera stífar sé alls engin pressa lögð á stelpurnar. „Við gerum okkar besta og ætlum að hafa gaman af því.“ Á vef Laufásborgar segir að ferðin á HM sé undirbúin í mikilli samvinnu við foreldra og mikil spenna ríki fyrir henni. Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Leikskólabörnin á Laufásborg fengu skemmtilega heimsókn í gær frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Guðna hafði borist bréf frá fjórum efnilegum stelpum sem eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í lok mánaðarins. Omar Salama, þjálfari stúlknanna, segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin að bréfinu hafi kviknað degi áður. Stelpurnar vildu bjóða honum í heimsókn og sendu honum bréf sem hófst á orðunum „Kæri vinur forseti Íslands“. Á meðan á heimsókninni stóð fylgdist Guðni með stelpunum sýna leikni sína og kænsku við taflborðið. Stelpurnar sendu forseta þetta krúttlega bréf. Fréttablaðið/Anton BrinkOmar segir mikla gleði hafa ríkt á leikskólanum vegna komu forsetans og að hún hafi verið kærkomin. „Þetta sýnir stelpunum hversu mikilvægt þetta er og þær finna alveg fyrir því hvað stuðningurinn er sterkur,“ segir Omar og bendir á hversu gott veganesti það er fyrir stelpurnar að hafa fengið hvatningu forsetans. Stelpurnar halda til Albaníu á morgun ásamt foreldrum sínum til að keppa á HM. „Ein er 6 ára en hinar 5 ára. Þær keppa í aldursflokknum 7 ára og yngri svo við erum örugglega með yngsta liðið,“ segir Omar stoltur. Mótið er með hefðbundnu sniði, tefldar eru kappskákir í níu umferðum. Hver skák getur tekið allt frá tuttugu mínútum upp í þrjá tíma svo ljóst er að mótið er mikil áskorun. Þær hafa æft stíft undanfarnar vikur, tvisvar til þrisvar á dag í um klukkutíma í senn. Fyrir um tveimur mánuðum fóru æfingarnar að taka meira mið af ferðinni á HM. Þá fóru stelpurnar að skoða leikbyrjanir og endatöfl. Omar bendir á að þrátt fyrir að æfingarnar líti út fyrir að vera stífar sé alls engin pressa lögð á stelpurnar. „Við gerum okkar besta og ætlum að hafa gaman af því.“ Á vef Laufásborgar segir að ferðin á HM sé undirbúin í mikilli samvinnu við foreldra og mikil spenna ríki fyrir henni.
Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira