Ljósmóðir Magnús Guðmundsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinningasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikilvægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingarleysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merkilega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víðfrægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einnig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefnilega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinningasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikilvægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingarleysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merkilega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víðfrægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einnig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefnilega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun