Sérfræðingur BBC um Liverpool á móti City: Réðust á þá eins og býflugnahópur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 12:00 Mohamed Salah fagnar markinu sínu. Vísir/Samsett/Getty Liverpool er komið í frábæra stöðu í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum á móti Manchester City á Anfield í gær. Liverpool sýndi á sér tvær hliðar í leiknum, liðið skoraði öll þrjú mörkin sín og lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik og gaf Manchester City síðan engin færi á sér með skipulögðum varnarleik í þeim síðari. Mark Lawrenson, knattspyrnusérfræðingur á BBC, skrifaði pistil um leikinn á Anfield í gær og reyndi að finna út ástæðurnar fyrir því að Liverpool tókst að vinna svona stóran sigur á yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool spilaði mjög ólíkan leikstíl eftir hálfleikum í þessum leik en báðar leikaðferðir heppnuðust fullkomlega,“ skrifaði Mark Lawrenson.'A swarm of bees then defensive discipline.' @MTLawrenson on how Liverpool took control of their #UCL tie https://t.co/uoXYgXx56jpic.twitter.com/VXLygdm8U1 — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 „Hugarfar Liverpool manna var bara að ráðast á City-liðið og það eru ekki mörg lið sem hefðu átt svar við því. Pressan hjá Klopp er ein af hans aðalsmerkjum og þegar leikmaður Manchester City fékk boltann í gær þá leið honum örugglega eins og hann væri að mæta býflugnahóp,“ skrifar Lawrenson. „Eftir að Liverpool komst í 3-0 þá sýndi liðið líka aga í varnarleik sem maður er ekki vanur að sjá til þessa liðs. Sú staðreynd að Loris Karius hafi ekki fengið á sig eitt einasta skot í leiknum sýnir best hversu vel varnarlínan var að spila í þessum leik,“ skrifaði Mark Lawrenson sem sjálfur lék 356 leiki í vörn Liverpool frá 1981 til 1988. „Ég held samt að það hafi ekki komið neinum á óvart af hve miklum krafti Livepool byrjaði þennan leik. City menn hljóta hafa átt von á þessu og að þeir þyrftu bara að lifa storminn af. Ég held bara að vandamálið fyrir liðið hans Pep Guardiola hafi verið að það eru svo fá lið sem sækja á City liðið að þeir þekkja þessa stöðu ekki nægilega vel,“ skrifaði Lawrenson. „Þeir sem lið eru ekki vanir að vera að bakka eða að fá á sig svona pressu. Alltaf þegar David Silva eða Kevin de Bruyne fengu boltann þá voru þeir að flýta sér of mikið vegna pressunnar. Þegar slíkt gerist þá skiptir ekki máli hversu góður þú ert, þú gerir alltaf mistök. Liverpool vissi það og var með City liðið þar sem þeir vildu hafa þá,“ skrifaði Mark Lawrenson en það má sjá allan pistilinn hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Liverpool er komið í frábæra stöðu í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum á móti Manchester City á Anfield í gær. Liverpool sýndi á sér tvær hliðar í leiknum, liðið skoraði öll þrjú mörkin sín og lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik og gaf Manchester City síðan engin færi á sér með skipulögðum varnarleik í þeim síðari. Mark Lawrenson, knattspyrnusérfræðingur á BBC, skrifaði pistil um leikinn á Anfield í gær og reyndi að finna út ástæðurnar fyrir því að Liverpool tókst að vinna svona stóran sigur á yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool spilaði mjög ólíkan leikstíl eftir hálfleikum í þessum leik en báðar leikaðferðir heppnuðust fullkomlega,“ skrifaði Mark Lawrenson.'A swarm of bees then defensive discipline.' @MTLawrenson on how Liverpool took control of their #UCL tie https://t.co/uoXYgXx56jpic.twitter.com/VXLygdm8U1 — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 „Hugarfar Liverpool manna var bara að ráðast á City-liðið og það eru ekki mörg lið sem hefðu átt svar við því. Pressan hjá Klopp er ein af hans aðalsmerkjum og þegar leikmaður Manchester City fékk boltann í gær þá leið honum örugglega eins og hann væri að mæta býflugnahóp,“ skrifar Lawrenson. „Eftir að Liverpool komst í 3-0 þá sýndi liðið líka aga í varnarleik sem maður er ekki vanur að sjá til þessa liðs. Sú staðreynd að Loris Karius hafi ekki fengið á sig eitt einasta skot í leiknum sýnir best hversu vel varnarlínan var að spila í þessum leik,“ skrifaði Mark Lawrenson sem sjálfur lék 356 leiki í vörn Liverpool frá 1981 til 1988. „Ég held samt að það hafi ekki komið neinum á óvart af hve miklum krafti Livepool byrjaði þennan leik. City menn hljóta hafa átt von á þessu og að þeir þyrftu bara að lifa storminn af. Ég held bara að vandamálið fyrir liðið hans Pep Guardiola hafi verið að það eru svo fá lið sem sækja á City liðið að þeir þekkja þessa stöðu ekki nægilega vel,“ skrifaði Lawrenson. „Þeir sem lið eru ekki vanir að vera að bakka eða að fá á sig svona pressu. Alltaf þegar David Silva eða Kevin de Bruyne fengu boltann þá voru þeir að flýta sér of mikið vegna pressunnar. Þegar slíkt gerist þá skiptir ekki máli hversu góður þú ert, þú gerir alltaf mistök. Liverpool vissi það og var með City liðið þar sem þeir vildu hafa þá,“ skrifaði Mark Lawrenson en það má sjá allan pistilinn hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira