Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 12:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 var lögð fram á miðvikudag. Þegar við spurðum Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að því hvað það væri helst í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún væri ánægðust með þá nefndi hún umhverfismálin sérstaklega. Þessi áhersla á umhverfismálin á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála. Breytingar eru til þess að uppfylla þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist í loftslagsmálum með Kýótó-bókuninni og Parísarsamningnum. 1,2 milljarða árlega í ríkissjóðÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram skýr vilji til hækkunar kolefnisgjalds sem leggst ofan á bensín í því skyni að stuðla að samdrætti koltvísýringslosunar. Í upphafi árs var gjaldið hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. Þá er stefnt að því að breyta skattkerfi ökutækja og eldsneytis þannig að það verði í samræmi við tillögur starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Með ýmsum þeim breytingum sem hópurinn leggur til eru heimili og fyrirtæki hvött enn frekar til að velja slíka umhverfisvæna bíla. Meðal annars er lagt til að skattar af öflun óumhverfisvænna bíla verði endurgreiddir að hluta við förgun þeirra eða þegar þeir eru seldir úr landi. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Neytendur Umhverfismál Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 var lögð fram á miðvikudag. Þegar við spurðum Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að því hvað það væri helst í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún væri ánægðust með þá nefndi hún umhverfismálin sérstaklega. Þessi áhersla á umhverfismálin á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála. Breytingar eru til þess að uppfylla þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist í loftslagsmálum með Kýótó-bókuninni og Parísarsamningnum. 1,2 milljarða árlega í ríkissjóðÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram skýr vilji til hækkunar kolefnisgjalds sem leggst ofan á bensín í því skyni að stuðla að samdrætti koltvísýringslosunar. Í upphafi árs var gjaldið hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. Þá er stefnt að því að breyta skattkerfi ökutækja og eldsneytis þannig að það verði í samræmi við tillögur starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Með ýmsum þeim breytingum sem hópurinn leggur til eru heimili og fyrirtæki hvött enn frekar til að velja slíka umhverfisvæna bíla. Meðal annars er lagt til að skattar af öflun óumhverfisvænna bíla verði endurgreiddir að hluta við förgun þeirra eða þegar þeir eru seldir úr landi. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi.
Neytendur Umhverfismál Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira