Mikil aukning í úrkomu á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 14:15 Frá aldamótunum 1900 hefur íshellan á Suðurskautslandinu bætt við sig fjórtán milljörðum tonna af massa á áratug vegna aukinnar úrkomu. Vísir/AFP Úrkoma á Suðurskautslandinu hefur aukist um 10% á síðustu tvö hundruð árunum og fellur nú 272 milljónum tonnum meira af snjó þar á ári en við upphaf 19. aldar. Þessi gríðarlega aukning er engu að síður ekki nóg til þess að jafna út bráðnun og hop jökla suðurskautsins vegna hnattrænnar hlýnunar. Rannsókn vísindamannanna byggist á 79 ískjörnum, sýnum djúpt úr ísnum sem eru grafin upp með löngum borum, sem voru teknir víða á Suðurskautslandinu. Úr lögum í kjörnunum geta vísindamenn lesið ýmis konar upplýsingar, þar á meðal um hvernig úrkoma hefur þróast í gegnum árin, ekki ósvipað því hvernig trjáhringir eru notaðir til að meta aldur trjáa. Sagan sem ískjarnarnir segja er um gríðarlega aukningu á úrkomu á þeim tíma sem menn hafa dælt koltvísýringi út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Það sem hefur bæst við úrkomuna á tímabilinu 2001 til 2010 miðað við 1801 til 1810 á hverju ári er nægilegt vatn til þess þekja allt Nýja-Sjáland í eins metra djúpu vatni, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Aukningin kemur nokkuð á óvart en vísindamenn höfðu almennt talið að úrkoman á Suðurskautslandinu hefði lítið breyst.Missir ísmassa hraðar en bætir í snjókomuna Meirihluti viðbótarsnjósins hefur fallið á Suðurskautslandsskagann þar sem hlýnaði mikið í veðri á 20. öldinni. Það samræmist þeirri þekktu eðlisfræði að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Hlýnun loftsins ætti því að hafa aukna úrkomu í för með sér. „Við sýnum fram á í þessari rannsókn að það er það sem hefur verið að gerast,“ segir Liz Thomas frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni. Aukin úrkoma hefur bætt um sjö milljörðum tonna við massa suðurskautsíssins á áratug að meðaltali frá 1800 til 2010. Viðbótin er tvöfalt meiri ef aðeins er miðað við tímabilið frá aldamótum 1900. Svo mikið hefur bætt í úrkomuna að það hefur lækkað yfirborð sjávar um 0,04 millímetra á áratug. Engu að síður slagar það ekki upp í þá hækkun á yfirborði sjávar sem hop jökla og bráðnun íss á Suðurskautslandinu hefur valdið. Áætlað er að ístap á Suðurskautslandinu hafi hækkað yfirborð sjávar um 4,3 millímetra frá 1992. „Jafnvel með þessum stóru úrkomuviðburðum er Suðurskautslandið enn að missa ísmassa hraðar en það er að bæta við sig massa með snjókomu,“ segir Anna Hogg, vísindamaður við Leeds-háskóla sem rannsakar íshelluna með gervitunglum. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Úrkoma á Suðurskautslandinu hefur aukist um 10% á síðustu tvö hundruð árunum og fellur nú 272 milljónum tonnum meira af snjó þar á ári en við upphaf 19. aldar. Þessi gríðarlega aukning er engu að síður ekki nóg til þess að jafna út bráðnun og hop jökla suðurskautsins vegna hnattrænnar hlýnunar. Rannsókn vísindamannanna byggist á 79 ískjörnum, sýnum djúpt úr ísnum sem eru grafin upp með löngum borum, sem voru teknir víða á Suðurskautslandinu. Úr lögum í kjörnunum geta vísindamenn lesið ýmis konar upplýsingar, þar á meðal um hvernig úrkoma hefur þróast í gegnum árin, ekki ósvipað því hvernig trjáhringir eru notaðir til að meta aldur trjáa. Sagan sem ískjarnarnir segja er um gríðarlega aukningu á úrkomu á þeim tíma sem menn hafa dælt koltvísýringi út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Það sem hefur bæst við úrkomuna á tímabilinu 2001 til 2010 miðað við 1801 til 1810 á hverju ári er nægilegt vatn til þess þekja allt Nýja-Sjáland í eins metra djúpu vatni, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Aukningin kemur nokkuð á óvart en vísindamenn höfðu almennt talið að úrkoman á Suðurskautslandinu hefði lítið breyst.Missir ísmassa hraðar en bætir í snjókomuna Meirihluti viðbótarsnjósins hefur fallið á Suðurskautslandsskagann þar sem hlýnaði mikið í veðri á 20. öldinni. Það samræmist þeirri þekktu eðlisfræði að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Hlýnun loftsins ætti því að hafa aukna úrkomu í för með sér. „Við sýnum fram á í þessari rannsókn að það er það sem hefur verið að gerast,“ segir Liz Thomas frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni. Aukin úrkoma hefur bætt um sjö milljörðum tonna við massa suðurskautsíssins á áratug að meðaltali frá 1800 til 2010. Viðbótin er tvöfalt meiri ef aðeins er miðað við tímabilið frá aldamótum 1900. Svo mikið hefur bætt í úrkomuna að það hefur lækkað yfirborð sjávar um 0,04 millímetra á áratug. Engu að síður slagar það ekki upp í þá hækkun á yfirborði sjávar sem hop jökla og bráðnun íss á Suðurskautslandinu hefur valdið. Áætlað er að ístap á Suðurskautslandinu hafi hækkað yfirborð sjávar um 4,3 millímetra frá 1992. „Jafnvel með þessum stóru úrkomuviðburðum er Suðurskautslandið enn að missa ísmassa hraðar en það er að bæta við sig massa með snjókomu,“ segir Anna Hogg, vísindamaður við Leeds-háskóla sem rannsakar íshelluna með gervitunglum.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02