Gríðarlegur munur á ávísunum sýklalyfja eftir landshlutum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2018 08:15 Flestum skömmtum af sýklalyfjum til barna er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Eyþór Gífurlegur munur er á fjölda sýklalyfjaávísana til barna yngri en fimm ára milli heilbrigðisumdæma. Flestum skömmtum er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en minnstu á Vestfjörðum. Nýjustu tölurnar um sýklalyfjaávísanir eru frá árinu 2016 en þá voru ávísanir til fyrrgreinds aldurshóps 1.202 ávísanir á hverja þúsund íbúa. Það er um það bil sami fjöldi og var árið 2012 en árin þar á milli var samdráttur í ávísunum. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var sjö prósent. „Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman,“ segir Karl. Sé litið til heilbrigðisumdæma hér á landi sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa. Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra. „Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl. Að mati Karls er erfitt að fullyrða með vissu hvað býr þar að baki. Læknar á fyrrgreindum svæðum, og þá sérstaklega á Akureyri, hafi sýnt ákveðið aðhald í þessum efnum. Sumir þeirra hafa einnig verið lengi á svæðinu en afleysingalæknar geti oft verið gjarnari á að ávísa lyfjum. Þá hafi aðgengi að læknum sitt að segja. Þar sé ekki svo auðvelt að leita á önnur mið meðan aðgengið er nægt á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári hófst verkefni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, í samstarfi við Landlækni, sem miðar að því marki að læknar sem þar starfa geta séð hvar þeir standa í fjölda ávísana miðað við aðra. „Verkefni heilsugæslunnar er metnaðarfullt og ánægjulegt að sjá að menn stefna að því að bæta sig í þessum málum. Stjórnvöld hafa hingað til ekki sett sér nein markmið í þessum efnum og enn ekki er til nein stefna fyrir Ísland. Það er vonandi að þetta verði til þess að slíkt breytist smám saman,“ segir Karl. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Gífurlegur munur er á fjölda sýklalyfjaávísana til barna yngri en fimm ára milli heilbrigðisumdæma. Flestum skömmtum er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en minnstu á Vestfjörðum. Nýjustu tölurnar um sýklalyfjaávísanir eru frá árinu 2016 en þá voru ávísanir til fyrrgreinds aldurshóps 1.202 ávísanir á hverja þúsund íbúa. Það er um það bil sami fjöldi og var árið 2012 en árin þar á milli var samdráttur í ávísunum. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var sjö prósent. „Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman,“ segir Karl. Sé litið til heilbrigðisumdæma hér á landi sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa. Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra. „Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl. Að mati Karls er erfitt að fullyrða með vissu hvað býr þar að baki. Læknar á fyrrgreindum svæðum, og þá sérstaklega á Akureyri, hafi sýnt ákveðið aðhald í þessum efnum. Sumir þeirra hafa einnig verið lengi á svæðinu en afleysingalæknar geti oft verið gjarnari á að ávísa lyfjum. Þá hafi aðgengi að læknum sitt að segja. Þar sé ekki svo auðvelt að leita á önnur mið meðan aðgengið er nægt á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári hófst verkefni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, í samstarfi við Landlækni, sem miðar að því marki að læknar sem þar starfa geta séð hvar þeir standa í fjölda ávísana miðað við aðra. „Verkefni heilsugæslunnar er metnaðarfullt og ánægjulegt að sjá að menn stefna að því að bæta sig í þessum málum. Stjórnvöld hafa hingað til ekki sett sér nein markmið í þessum efnum og enn ekki er til nein stefna fyrir Ísland. Það er vonandi að þetta verði til þess að slíkt breytist smám saman,“ segir Karl.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira