Man-Flú Haukur Örn Birgisson skrifar 20. mars 2018 07:00 Til er sá sjúkdómur sem fylgt hefur mannskepnunni frá örófi alda. Þetta er sjúkdómur sem hlýtur að vera einni eða tveimur efnasamsetningum frá malaríu, ebólu og svarta dauða – svo skæður getur hann verið. Til allrar lukku getur sjúkdómurinn þó einungis lagst á helming mannskyns og má leiða að því líkur að mannfólkið sé ekki í útrýmingarhættu af þeim sökum. Það er því ótrúlegt til þess að hugsa að sjúkdómurinn mæti vanþekkingu og lítillækkandi hæðni af hálfu hins helmings mannskynsins. Einkenni mannaflensunnar (latína: homo influentia) eru einna helst svæsið nefrennsli, skerandi hósti, raðhnerrar, stormasamir höfuðverkir, nístandi beinverkir, hiti sem fær blóðið til að sjóða í æðunum og annar almennur slappleiki. Konur sem fætt hafa börn komast líklegast næst því að ímynda sér vanlíðanina sem fylgir því að bera sjúkdóminn. Ég hef nokkrum sinnum lotið í lægra haldi fyrir þessum skæða vágesti og er farinn að þekkja að ef ég lifi af fyrsta sólarhringinn, þá mun ég líklegast á endanum ná tímabundnum bata – eða þar til ég smitast næst. Hvorki konan mín né samstarfskonur sýna ástandi mínu mikinn skilning og gera reglulega grín þegar ég leita til þeirra á mínum veikustu stundum, í von um viðurkenningu og tillitssemi. Á meðan sjúkdómurinn og við sjúkdómsberarnir búum við fordóma af hálfu helmings samfélagsins, er mikilvægt að fram fari opin og málefnaleg umræða um hætturnar sem steðja að. Ég skora því á vísindasamfélagið allt að leggjast í rannsóknir og birta niðurstöðurnar í öllum fréttatímum. Þá fyrst getum við karlmenn skilað skömminni og vonandi notið örlítillar nærgætni af hálfu maka okkar þegar við liggjum heima í Star Wars náttfötunum með snýtiklútinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Sjá meira
Til er sá sjúkdómur sem fylgt hefur mannskepnunni frá örófi alda. Þetta er sjúkdómur sem hlýtur að vera einni eða tveimur efnasamsetningum frá malaríu, ebólu og svarta dauða – svo skæður getur hann verið. Til allrar lukku getur sjúkdómurinn þó einungis lagst á helming mannskyns og má leiða að því líkur að mannfólkið sé ekki í útrýmingarhættu af þeim sökum. Það er því ótrúlegt til þess að hugsa að sjúkdómurinn mæti vanþekkingu og lítillækkandi hæðni af hálfu hins helmings mannskynsins. Einkenni mannaflensunnar (latína: homo influentia) eru einna helst svæsið nefrennsli, skerandi hósti, raðhnerrar, stormasamir höfuðverkir, nístandi beinverkir, hiti sem fær blóðið til að sjóða í æðunum og annar almennur slappleiki. Konur sem fætt hafa börn komast líklegast næst því að ímynda sér vanlíðanina sem fylgir því að bera sjúkdóminn. Ég hef nokkrum sinnum lotið í lægra haldi fyrir þessum skæða vágesti og er farinn að þekkja að ef ég lifi af fyrsta sólarhringinn, þá mun ég líklegast á endanum ná tímabundnum bata – eða þar til ég smitast næst. Hvorki konan mín né samstarfskonur sýna ástandi mínu mikinn skilning og gera reglulega grín þegar ég leita til þeirra á mínum veikustu stundum, í von um viðurkenningu og tillitssemi. Á meðan sjúkdómurinn og við sjúkdómsberarnir búum við fordóma af hálfu helmings samfélagsins, er mikilvægt að fram fari opin og málefnaleg umræða um hætturnar sem steðja að. Ég skora því á vísindasamfélagið allt að leggjast í rannsóknir og birta niðurstöðurnar í öllum fréttatímum. Þá fyrst getum við karlmenn skilað skömminni og vonandi notið örlítillar nærgætni af hálfu maka okkar þegar við liggjum heima í Star Wars náttfötunum með snýtiklútinn.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun