Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. mars 2018 06:00 Pútín kaus líklegast sjálfan sig á sunnudaginn en hann hlaut meira en þrjá fjórðu hluta atkvæða. Vísir/afp Þótt Vladímír Pútín hafi fengið nærri 77 prósent atkvæða í forsetakosningum sunnudagsins í Rússlandi er sigur hans ekki óumdeildur. Eftirlitssamtök hafa birt tilkynningar um þúsundir brota á kosningalögum og enn er minnt á að Alexei Navalny, helsti andstæðingur Pútíns, hafi ekki fengið að bjóða sig fram. Viðbrögð leiðtoga Vesturlanda við kosningasigri Rússans voru lítil. Um hádegisbil í gær hafði enginn þjóðhöfðingi á Vesturlöndum óskað Pútín til hamingju. Það hafði Xi Jinping, forseti Kína, þó gert. Var haft eftir honum í fjölmiðlum að samband Kínverja og Rússa hafi aldrei verið betra en nú. Svo virðist sem ásakanir Breta um að Pútín hafi fyrirskipað efnavopnaárás á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal í Salisbury á Bretlandi hafi ekki komið sér illa fyrir forsetann. Þvert á móti sögðu rússneskir stjórnmálaskýrendur að Rússar hefðu alltaf brugðist við aukinni mótstöðu á sviði alþjóðapólitíkur með því að fylkja sér á bak við ráðandi öfl. ÖSE sátt Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, vefengdi sanngirni í kosningunum er hann mætti á fund með utanríkisráðherrum ESB-ríkja í gær. Sagði hann að Rússar yrðu áfram erfiðir viðfangs en að Þjóðverjar myndu halda áfram viðræðum við Pútín-stjórnina. Samkvæmt ÖSE fóru kosningarnar sómasamlega fram. Þær einkenndust hins vegar af skorti á samkeppni. Þótt frambjóðendur hefðu mátt tjá sig að vild hafi meginþorri fjölmiðlaumfjöllunar verið um forsetann. Þá hafi á annan tug verið neitað um að bjóða sig fram. Óháðu eftirlitssamtökin Golos, sem stjórnarliðar hafa ítrekað gagnrýnt og ráðist gegn, meðal annars þegar starfsemi þeirra var bönnuð árið 2013, fylgdust náið með framkvæmd kosninganna. Hægt er að skoða umfjöllun þeirra á kartanarusheniy.org en þar má sjá gagnvirkt kort sem sýnir fjölda tilkynninga sem og tilkynningarnar sjálfar. Samtals voru 2.923 tilkynningar sendar inn um möguleg brot á kosningalögum. Flestar þeirra voru sendar inn á sunnudag og aðfaranótt mánudags en allnokkrar ná þó aftur til kosningabaráttunnar sjálfrar. Í útskýringu Golos á verkefninu kemur fram að farið sé yfir allar innsendingar. Þær tilkynningar sem séu ekki augljóslega falsaðar séu settar í loftið með upplýsingum um innsendanda og kjörstað. Fréttablaðið skoðaði hundruð þessara tilkynninga og fann dæmi um að störf eftirlitsmanna hafi verið hindruð, kjörseðlar vitlaust taldir og myndbönd mátti sjá af starfsmönnum kosninganna troða fleiri en einum kjörseðli í kjörkassa. Rúmlega 500 tilkynningar um meint brot bárust frá svæðinu umhverfis Moskvu, 300 frá Sankti Pétursborg, rúmlega 100 frá Krasnodar, rúmlega 100 umhverfis Kazan svo fátt eitt sé nefnt. Ella Pamfilova, formaður landskjörstjórnar, sagði í gær að tilkynningar til kjörstjórnar nú hafi verið helmingi færri en árið 2012. Engar tilkynningar hafi mátt flokka sem alvarlegar. Engir stórlaxar Burtséð frá meintum brotum á sunnudaginn hefur einnig verið horft til þess að enginn af helstu andstæðingum Pútíns hafi verið á kjörseðlinum á sunnudag. Alexei Navalní var meinað að bjóða sig fram vegna þess að hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Navalní hefur þó alla tíð haldið því fram að þær ásakanir hafi verið uppdiktaðar, runnar undan rifjum forsetans. Jafnframt voru réttarhöldin gagnrýnd á sínum tíma. Navalní sagði á kosninganótt að hann hafi í fyrstu, þegar niðurstöður lágu fyrir, átt erfitt með að hafa hemil á reiði sinni. „Nú á lönguföstu ætlaði ég aldrei að verða reiður, ætlaði aldrei að öskra. En ojæja. Ég reyni aftur á næsta ári.“ Annar sem hefði getað farið fram gegn Pútín er stórmeistarinn Garry Kasparov. Sá hefur gagnrýnt Pútín, kallað hann fasista og líkt við Adolf Hitler. Hann er hins vegar í sjálfskipaðri útlegð og hefur áður sagst ekki þora að snúa aftur heim af ótta við að hann fengi aldrei aftur að fara úr landi. Sá þriðji sem hefði getað reynst Pútín erfiður var fyrrverandi varaforsætisráðherrann Borís Nemtsov. Hann gat ekki boðið sig fram af því hann var myrtur árið 2015 á brú, sem stjórnarandstæðingar kalla nú „Nemtsov-brú“ nærri Kreml. Nemtsov var nokkuð vinsæll í Rússlandi en hann gagnrýndi Pútín í gríð og erg. Var hann oftsinnis handtekinn fyrir mótmæli. Á síðasta ári var hinn tétenski Zaur Dadajev dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morðið. Stjórnarandstæðingar telja þó að Pútín hafi fyrirskipað morðið eða jafnvel Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þótt Vladímír Pútín hafi fengið nærri 77 prósent atkvæða í forsetakosningum sunnudagsins í Rússlandi er sigur hans ekki óumdeildur. Eftirlitssamtök hafa birt tilkynningar um þúsundir brota á kosningalögum og enn er minnt á að Alexei Navalny, helsti andstæðingur Pútíns, hafi ekki fengið að bjóða sig fram. Viðbrögð leiðtoga Vesturlanda við kosningasigri Rússans voru lítil. Um hádegisbil í gær hafði enginn þjóðhöfðingi á Vesturlöndum óskað Pútín til hamingju. Það hafði Xi Jinping, forseti Kína, þó gert. Var haft eftir honum í fjölmiðlum að samband Kínverja og Rússa hafi aldrei verið betra en nú. Svo virðist sem ásakanir Breta um að Pútín hafi fyrirskipað efnavopnaárás á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal í Salisbury á Bretlandi hafi ekki komið sér illa fyrir forsetann. Þvert á móti sögðu rússneskir stjórnmálaskýrendur að Rússar hefðu alltaf brugðist við aukinni mótstöðu á sviði alþjóðapólitíkur með því að fylkja sér á bak við ráðandi öfl. ÖSE sátt Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, vefengdi sanngirni í kosningunum er hann mætti á fund með utanríkisráðherrum ESB-ríkja í gær. Sagði hann að Rússar yrðu áfram erfiðir viðfangs en að Þjóðverjar myndu halda áfram viðræðum við Pútín-stjórnina. Samkvæmt ÖSE fóru kosningarnar sómasamlega fram. Þær einkenndust hins vegar af skorti á samkeppni. Þótt frambjóðendur hefðu mátt tjá sig að vild hafi meginþorri fjölmiðlaumfjöllunar verið um forsetann. Þá hafi á annan tug verið neitað um að bjóða sig fram. Óháðu eftirlitssamtökin Golos, sem stjórnarliðar hafa ítrekað gagnrýnt og ráðist gegn, meðal annars þegar starfsemi þeirra var bönnuð árið 2013, fylgdust náið með framkvæmd kosninganna. Hægt er að skoða umfjöllun þeirra á kartanarusheniy.org en þar má sjá gagnvirkt kort sem sýnir fjölda tilkynninga sem og tilkynningarnar sjálfar. Samtals voru 2.923 tilkynningar sendar inn um möguleg brot á kosningalögum. Flestar þeirra voru sendar inn á sunnudag og aðfaranótt mánudags en allnokkrar ná þó aftur til kosningabaráttunnar sjálfrar. Í útskýringu Golos á verkefninu kemur fram að farið sé yfir allar innsendingar. Þær tilkynningar sem séu ekki augljóslega falsaðar séu settar í loftið með upplýsingum um innsendanda og kjörstað. Fréttablaðið skoðaði hundruð þessara tilkynninga og fann dæmi um að störf eftirlitsmanna hafi verið hindruð, kjörseðlar vitlaust taldir og myndbönd mátti sjá af starfsmönnum kosninganna troða fleiri en einum kjörseðli í kjörkassa. Rúmlega 500 tilkynningar um meint brot bárust frá svæðinu umhverfis Moskvu, 300 frá Sankti Pétursborg, rúmlega 100 frá Krasnodar, rúmlega 100 umhverfis Kazan svo fátt eitt sé nefnt. Ella Pamfilova, formaður landskjörstjórnar, sagði í gær að tilkynningar til kjörstjórnar nú hafi verið helmingi færri en árið 2012. Engar tilkynningar hafi mátt flokka sem alvarlegar. Engir stórlaxar Burtséð frá meintum brotum á sunnudaginn hefur einnig verið horft til þess að enginn af helstu andstæðingum Pútíns hafi verið á kjörseðlinum á sunnudag. Alexei Navalní var meinað að bjóða sig fram vegna þess að hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Navalní hefur þó alla tíð haldið því fram að þær ásakanir hafi verið uppdiktaðar, runnar undan rifjum forsetans. Jafnframt voru réttarhöldin gagnrýnd á sínum tíma. Navalní sagði á kosninganótt að hann hafi í fyrstu, þegar niðurstöður lágu fyrir, átt erfitt með að hafa hemil á reiði sinni. „Nú á lönguföstu ætlaði ég aldrei að verða reiður, ætlaði aldrei að öskra. En ojæja. Ég reyni aftur á næsta ári.“ Annar sem hefði getað farið fram gegn Pútín er stórmeistarinn Garry Kasparov. Sá hefur gagnrýnt Pútín, kallað hann fasista og líkt við Adolf Hitler. Hann er hins vegar í sjálfskipaðri útlegð og hefur áður sagst ekki þora að snúa aftur heim af ótta við að hann fengi aldrei aftur að fara úr landi. Sá þriðji sem hefði getað reynst Pútín erfiður var fyrrverandi varaforsætisráðherrann Borís Nemtsov. Hann gat ekki boðið sig fram af því hann var myrtur árið 2015 á brú, sem stjórnarandstæðingar kalla nú „Nemtsov-brú“ nærri Kreml. Nemtsov var nokkuð vinsæll í Rússlandi en hann gagnrýndi Pútín í gríð og erg. Var hann oftsinnis handtekinn fyrir mótmæli. Á síðasta ári var hinn tétenski Zaur Dadajev dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morðið. Stjórnarandstæðingar telja þó að Pútín hafi fyrirskipað morðið eða jafnvel Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29