Fyrirliði kvaddur Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. mars 2018 07:00 Nýlega fylgdi ég merkri konu til grafar. Hún hét María Hildur Guðmundsdóttir og var fædd árið 1925. Hún átti mörg systkini en faðir þeirra var jarðsettur á níu ára afmælisdegi Maríu og upp frá því bjó fjölskyldan við lítil efni. Móðirin, Rannveig Majasdóttir, glímdi við heilsuleysi en tókst með mikilli þrautseigju að koma börnum sínum til manns. Það þótti t.d. mikið lán þegar fjölskyldan fékk „offiserabragga“ í Kamp Knox sem var bjartur og hlýr. Sem barn og unglingur æfði María fimleika með fimleikaflokki Ármanns og sýndi með flokknum bæði í Reykjavík og úti á landi og þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk var haldið í sýningarferðir til útlanda. María æfði auk þess handbolta frá unga aldri með KR og varð bikarmeistari í handbolta utanhúss árið 1959, 34 ára gömul. Hún var fyrsti fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta og fyrsta landsleikinn léku þær í Ósló þann 19. júní árið 1956 og töpuðu 10-7. Má finna magnaða lýsingu í Morgunblaðinu frá þessum fyrsta leik þar sem m.a. er greint frá því þegar ein handknattleiksstúlkan gekk fram í íslenska búningnum eftir að þjóðsöngvarnir höfðu verið fluttir og afhenti norska fyrirliðanum fagran blómvönd. Lífshlaup Maríu er merkilegt en það sem gladdi mig ekki síst þegar ég hóf að setja saman minningarorðin um hana var sú staðreynd að þegar hún var að alast upp á kreppuárunum var þátttaka í íþróttum ekki bundin fjárhag fjölskyldunnar. Þessi unga íþróttakona fékk tækifæri til að æfa fimleika og handbolta og fara utan þrátt fyrir að búa í braggahverfi sem barn einstæðrar móður. Það má aldrei verða þannig á Íslandi að börn hafi ekki efni á að iðka íþróttir. Börnin okkar eiga að lifa við jöfn tækifæri á því sviði sem öðrum. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fylgdi ég merkri konu til grafar. Hún hét María Hildur Guðmundsdóttir og var fædd árið 1925. Hún átti mörg systkini en faðir þeirra var jarðsettur á níu ára afmælisdegi Maríu og upp frá því bjó fjölskyldan við lítil efni. Móðirin, Rannveig Majasdóttir, glímdi við heilsuleysi en tókst með mikilli þrautseigju að koma börnum sínum til manns. Það þótti t.d. mikið lán þegar fjölskyldan fékk „offiserabragga“ í Kamp Knox sem var bjartur og hlýr. Sem barn og unglingur æfði María fimleika með fimleikaflokki Ármanns og sýndi með flokknum bæði í Reykjavík og úti á landi og þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk var haldið í sýningarferðir til útlanda. María æfði auk þess handbolta frá unga aldri með KR og varð bikarmeistari í handbolta utanhúss árið 1959, 34 ára gömul. Hún var fyrsti fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta og fyrsta landsleikinn léku þær í Ósló þann 19. júní árið 1956 og töpuðu 10-7. Má finna magnaða lýsingu í Morgunblaðinu frá þessum fyrsta leik þar sem m.a. er greint frá því þegar ein handknattleiksstúlkan gekk fram í íslenska búningnum eftir að þjóðsöngvarnir höfðu verið fluttir og afhenti norska fyrirliðanum fagran blómvönd. Lífshlaup Maríu er merkilegt en það sem gladdi mig ekki síst þegar ég hóf að setja saman minningarorðin um hana var sú staðreynd að þegar hún var að alast upp á kreppuárunum var þátttaka í íþróttum ekki bundin fjárhag fjölskyldunnar. Þessi unga íþróttakona fékk tækifæri til að æfa fimleika og handbolta og fara utan þrátt fyrir að búa í braggahverfi sem barn einstæðrar móður. Það má aldrei verða þannig á Íslandi að börn hafi ekki efni á að iðka íþróttir. Börnin okkar eiga að lifa við jöfn tækifæri á því sviði sem öðrum. Áfram Ísland.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun