Skuldbinding Magnús Guðmundsson skrifar 21. mars 2018 07:00 Síðastliðinn mánudag komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi og undirrituðu yfirlýsingu sem skuldbindur þá til þess að gerast talsmenn barna innan þingsins. Viðstödd voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna. Vonandi má treysta því að þingmennirnir taki hlutverkið alvarlega og að flokkssystkini þeirra geri slíkt hið sama, enda fylgir því mikil ábyrgð að gæta réttinda barna í hörðum heimi. Það er þó ágætt að hafa í huga að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu 1990, fullgiltur rúmum tveimur árum síðar og loks lögfestur árið 2013. Á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir var svo greint frá því að brotið er á börnum sem hingað leita á flótta. Hér er þó búið að lögfesta Barnasáttmálann og koma á nýjum útlendingalögum sem ættu að koma í veg fyrir þetta en engu að síður er framkvæmdin ekki í samræmi við lög. Það kemur því miður ekkert sérstaklega á óvart að UNICEF þurfi að kalla eftir viðhorfsbreytingu innan kerfisins en að auki þá hljótum við að skoða hvort víðar sé pottur brotinn í réttindum barna á Íslandi. Það er nöturleg staðreynd að á Íslandi búa þúsundir barna við fátækt og með því eru mannréttindi þeirra brotin á hverjum degi, vegna þess að stjórnvöldum er ekki heimilt að mismuna þeim eftir stöðu þeirra og foreldra þeirra. Á þeim er brotinn rétturinn til þess að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsuverndar, hvíldar og tómstunda sem dregur verulega úr tækifærum þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu og eiga innihaldsríkt líf. Allt þetta kemur fram á heimasíðu Barnaheilla sem lengi hafa barist fyrir því að standa vörð um velferð og hag barna í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt og þau mannréttindabrot sem af henni leiða eru tæpast fréttir í huga þeirra sem skuldbundu sig til þess á mánudaginn að gerast talsmenn barna á Alþingi. Ástæðan fyrir fátækt barnanna er fátækt foreldranna sem orsakast af gegndarlausri misskiptingu í íslensku samfélagi. Þessi misskipting birtist t.d. greinilega í muninum á lægstu laununum annars vegar og launum og sporslum til þingmanna hins vegar. En þrátt fyrir fátæk börn er pólitískur ómöguleiki að hækka lægstu launin upp í mannsæmandi kjör á sama tíma og laun þingmanna hafa verið hækkuð upp í Norðurlandamet og laun þeirra sem það ákváðu svo hækkuð hraustlega í framhaldinu. Þingmennirnir átta sem eru nú talsmenn barna á Alþingi tókust það verkefni á hendur að breyta þessu og útrýma fátækt í íslensku samfélagi vegna þess að börn eru alls staðar. Þau eru börn láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og á stundum undir forsjá lífeyrisþega og öll eiga þau rétt á að búa ekki við fátækt. Rétt á að búa ekki við gegndarlausa misskiptingu þar sem til þess er ætlast af foreldrum þeirra og forsjáraðilum að þeir tryggi stöðugleika samfélags sem brýtur mannréttindi þeirra. Samfélags sem telur sig ekki hafa efni á mannréttindum barna nema á tyllidögum eða fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Síðastliðinn mánudag komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi og undirrituðu yfirlýsingu sem skuldbindur þá til þess að gerast talsmenn barna innan þingsins. Viðstödd voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna. Vonandi má treysta því að þingmennirnir taki hlutverkið alvarlega og að flokkssystkini þeirra geri slíkt hið sama, enda fylgir því mikil ábyrgð að gæta réttinda barna í hörðum heimi. Það er þó ágætt að hafa í huga að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu 1990, fullgiltur rúmum tveimur árum síðar og loks lögfestur árið 2013. Á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir var svo greint frá því að brotið er á börnum sem hingað leita á flótta. Hér er þó búið að lögfesta Barnasáttmálann og koma á nýjum útlendingalögum sem ættu að koma í veg fyrir þetta en engu að síður er framkvæmdin ekki í samræmi við lög. Það kemur því miður ekkert sérstaklega á óvart að UNICEF þurfi að kalla eftir viðhorfsbreytingu innan kerfisins en að auki þá hljótum við að skoða hvort víðar sé pottur brotinn í réttindum barna á Íslandi. Það er nöturleg staðreynd að á Íslandi búa þúsundir barna við fátækt og með því eru mannréttindi þeirra brotin á hverjum degi, vegna þess að stjórnvöldum er ekki heimilt að mismuna þeim eftir stöðu þeirra og foreldra þeirra. Á þeim er brotinn rétturinn til þess að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsuverndar, hvíldar og tómstunda sem dregur verulega úr tækifærum þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu og eiga innihaldsríkt líf. Allt þetta kemur fram á heimasíðu Barnaheilla sem lengi hafa barist fyrir því að standa vörð um velferð og hag barna í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt og þau mannréttindabrot sem af henni leiða eru tæpast fréttir í huga þeirra sem skuldbundu sig til þess á mánudaginn að gerast talsmenn barna á Alþingi. Ástæðan fyrir fátækt barnanna er fátækt foreldranna sem orsakast af gegndarlausri misskiptingu í íslensku samfélagi. Þessi misskipting birtist t.d. greinilega í muninum á lægstu laununum annars vegar og launum og sporslum til þingmanna hins vegar. En þrátt fyrir fátæk börn er pólitískur ómöguleiki að hækka lægstu launin upp í mannsæmandi kjör á sama tíma og laun þingmanna hafa verið hækkuð upp í Norðurlandamet og laun þeirra sem það ákváðu svo hækkuð hraustlega í framhaldinu. Þingmennirnir átta sem eru nú talsmenn barna á Alþingi tókust það verkefni á hendur að breyta þessu og útrýma fátækt í íslensku samfélagi vegna þess að börn eru alls staðar. Þau eru börn láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og á stundum undir forsjá lífeyrisþega og öll eiga þau rétt á að búa ekki við fátækt. Rétt á að búa ekki við gegndarlausa misskiptingu þar sem til þess er ætlast af foreldrum þeirra og forsjáraðilum að þeir tryggi stöðugleika samfélags sem brýtur mannréttindi þeirra. Samfélags sem telur sig ekki hafa efni á mannréttindum barna nema á tyllidögum eða fyrir framan sjónvarpsmyndavélar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun