Stjórinn leggur hann í einelti en liðsfélagi telur hann geta orðið einn sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 08:00 Luke Shaw. Vísir/Getty Framtíð Luke Shaw hjá Manchester United er í mikilli óvissu eftir harða meðferð frá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho sem hefur verið sakaður um að leggja leikmanninn hreinlega í einelti. Liðsfélagi Shaw hjá Manchester United hefur aftur á móti mikla trú á honum. Ashley Young hefur haldið Luke Shaw út úr liðinu stærsta hluta tímabilsins og vann sér sæti í enska landsliðinu á kostnað Shaw fyrir vináttuleikina við Holland og Ítalíu. „Hann er frábær leikmaður,“ sagði Ashley Young um Luke Shaw. Luke Shaw á sjö landsleiki en hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í mars 2017. „Ég vil að Luke gangi vel. Hann verður bara að koma hausnum í lag og vina vinnuna sína,“ sagði Young og það er ekki hægt að lesa annað út um þeim ummælum að fleirum en Mourinho finnist Shaw þurfa að gera meira á æfingunum. Mourinho hefur gagnrýnt sérstaklega hugarfarið hjá Luke Shaw og það að leikmaðurinn virðist ekki vera tilbúinn að leggja nógu mikið á sig á æfingavellinum. Shaw fékk að heyra það eftir síðasta leik, fyrst inn á vellinum, þá þegar hann var tekinn af velli í hálfleik og loks þegar Mourinho gagnrýndi hann eftir leikinn.Manchester United defender Luke Shaw can be "one of the best in the world" Here's why Ashley Young reckons there's a lot more to come from the out of favour left-backhttps://t.co/eOhZfqrP4I#MUFCpic.twitter.com/HA7YDUbW2X — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Luke Shaw kom til Manchester United frá Southampton árið 2014 og er með samning til ársins 2019. Hann gæti þó farið í sumar enda líklegt að Jose Mourinho reyni þá að selja hann. „Mér finnst sjálfum eins og hann geti orðið einn sá besti í heimi,“ sagði Ashley Young. Young er 32 ára og tíu árum eldri en Luke Shaw. Ashley Young talar annars vel um Jose Mourinho. „Stjórinn hefur náð árangri hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ég er viss um að það hefði ekki tekist hjá honum nema af því að hann kann að meðhöndla leikmennina sína,“ sagði Young. „Við vitum sem leikmenn að við þurfum að leggja okkur fram á æfingunum en stjórinn er alveg til í grín og smá léttleika inn á milli. Við fáum báðar hliðarnar á honum og það er besta leiðin fyrir stjóra að fara,“ sagði Young. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Framtíð Luke Shaw hjá Manchester United er í mikilli óvissu eftir harða meðferð frá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho sem hefur verið sakaður um að leggja leikmanninn hreinlega í einelti. Liðsfélagi Shaw hjá Manchester United hefur aftur á móti mikla trú á honum. Ashley Young hefur haldið Luke Shaw út úr liðinu stærsta hluta tímabilsins og vann sér sæti í enska landsliðinu á kostnað Shaw fyrir vináttuleikina við Holland og Ítalíu. „Hann er frábær leikmaður,“ sagði Ashley Young um Luke Shaw. Luke Shaw á sjö landsleiki en hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í mars 2017. „Ég vil að Luke gangi vel. Hann verður bara að koma hausnum í lag og vina vinnuna sína,“ sagði Young og það er ekki hægt að lesa annað út um þeim ummælum að fleirum en Mourinho finnist Shaw þurfa að gera meira á æfingunum. Mourinho hefur gagnrýnt sérstaklega hugarfarið hjá Luke Shaw og það að leikmaðurinn virðist ekki vera tilbúinn að leggja nógu mikið á sig á æfingavellinum. Shaw fékk að heyra það eftir síðasta leik, fyrst inn á vellinum, þá þegar hann var tekinn af velli í hálfleik og loks þegar Mourinho gagnrýndi hann eftir leikinn.Manchester United defender Luke Shaw can be "one of the best in the world" Here's why Ashley Young reckons there's a lot more to come from the out of favour left-backhttps://t.co/eOhZfqrP4I#MUFCpic.twitter.com/HA7YDUbW2X — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Luke Shaw kom til Manchester United frá Southampton árið 2014 og er með samning til ársins 2019. Hann gæti þó farið í sumar enda líklegt að Jose Mourinho reyni þá að selja hann. „Mér finnst sjálfum eins og hann geti orðið einn sá besti í heimi,“ sagði Ashley Young. Young er 32 ára og tíu árum eldri en Luke Shaw. Ashley Young talar annars vel um Jose Mourinho. „Stjórinn hefur náð árangri hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ég er viss um að það hefði ekki tekist hjá honum nema af því að hann kann að meðhöndla leikmennina sína,“ sagði Young. „Við vitum sem leikmenn að við þurfum að leggja okkur fram á æfingunum en stjórinn er alveg til í grín og smá léttleika inn á milli. Við fáum báðar hliðarnar á honum og það er besta leiðin fyrir stjóra að fara,“ sagði Young.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira