Till fær aðalbardagann í Liverpool og Gunnar Nelson er „meira en klár í slaginn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 10:30 Gunnar Nelson gæti barist í Liverpool en ekki á móti Darren TIll. vísir/getty UFC tilkynnti síðastliðinn föstudag að Darren Till fær aðalbardagann í sinni heimaborg, Liverpool, þegar að UFC mætir þar til leiks með Fight Night-bardagakvöld 27. maí. Till er maðurinn sem Gunnar Nelson hefur verið að kalla eftir því að berjast gegn en Englendingurinn hefur hálfpartinn verið á flótta undan Gunnari og þóttist veikur þegar að UFC vildi að þeir myndu mætast í Lundúnum í mars. Shean Shelby, maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, vildi ólmur fá Englendinginn í búrið á móti Gunnari en Till flaug í staðinn til Brasilíu og naut lífsins í „veikindunum“. Gunnar hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan að staðfest var að Till verður aðalstjarna kvöldsins í Liverpool í lok maí en UFC á enn eftir að gefa út hverjum hann mætir.Darren Till virðist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyVonast eftir Liverpool „Gunnar er meira en klár í slaginn gegn Till í Liverpool ef honum verður boðið að berjast þar,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í viðtali við MMANytt.com. „Við vorum líka klárir í slaginn þegar að UFC hafði samband við okkur í janúar og vildi fá Gunnar í bardaga á móti Till í Lundúnum. Gunnar sagði já en herbúðir Till sögðu hann veikan mörgum vikum fyrir áætlaðan bardaga.“ Haraldur býst ekki heldur við því að Till berjist við Gunnar í Liverpool, en hann deilir frétt MMANytt á Facebook-síðu íslenskra áhugamanna um MMA og segir: „Vonumst til að vera í Liverpool en það eru litlar líkur á að það verði gegn Till. Nokkuð ljóst að hann hefur takmarkaðan áhuga á að mæta Gunna þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.“ Leon Edwards, 26 ára gamall breskur bardagakappi, hefur verið á fínum skriði að undanförnu en hann vill einnig berjast við Till í Liverpool. Haraldur sér líka góðan bardaga í kortunum ef hann mætir Gunnari. „Ég tel að bardagi milli Gunnars og Leon yrði flottur en það er bara mín persónulega skoðun. Ég hef aldrei rætt um hann við Gunnar,“ segir Haraldur Nelson. MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
UFC tilkynnti síðastliðinn föstudag að Darren Till fær aðalbardagann í sinni heimaborg, Liverpool, þegar að UFC mætir þar til leiks með Fight Night-bardagakvöld 27. maí. Till er maðurinn sem Gunnar Nelson hefur verið að kalla eftir því að berjast gegn en Englendingurinn hefur hálfpartinn verið á flótta undan Gunnari og þóttist veikur þegar að UFC vildi að þeir myndu mætast í Lundúnum í mars. Shean Shelby, maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, vildi ólmur fá Englendinginn í búrið á móti Gunnari en Till flaug í staðinn til Brasilíu og naut lífsins í „veikindunum“. Gunnar hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan að staðfest var að Till verður aðalstjarna kvöldsins í Liverpool í lok maí en UFC á enn eftir að gefa út hverjum hann mætir.Darren Till virðist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyVonast eftir Liverpool „Gunnar er meira en klár í slaginn gegn Till í Liverpool ef honum verður boðið að berjast þar,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í viðtali við MMANytt.com. „Við vorum líka klárir í slaginn þegar að UFC hafði samband við okkur í janúar og vildi fá Gunnar í bardaga á móti Till í Lundúnum. Gunnar sagði já en herbúðir Till sögðu hann veikan mörgum vikum fyrir áætlaðan bardaga.“ Haraldur býst ekki heldur við því að Till berjist við Gunnar í Liverpool, en hann deilir frétt MMANytt á Facebook-síðu íslenskra áhugamanna um MMA og segir: „Vonumst til að vera í Liverpool en það eru litlar líkur á að það verði gegn Till. Nokkuð ljóst að hann hefur takmarkaðan áhuga á að mæta Gunna þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.“ Leon Edwards, 26 ára gamall breskur bardagakappi, hefur verið á fínum skriði að undanförnu en hann vill einnig berjast við Till í Liverpool. Haraldur sér líka góðan bardaga í kortunum ef hann mætir Gunnari. „Ég tel að bardagi milli Gunnars og Leon yrði flottur en það er bara mín persónulega skoðun. Ég hef aldrei rætt um hann við Gunnar,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15
Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45
Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00